Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Síða 6

Fálkinn - 18.03.1960, Síða 6
Ö FALKINN ★ ★ ★ ★ ★ ötrúleg en sönn saga af 8 mönnum, sem hrökt- ust 21 dag á gúmmíbát, matarlausir og vatns- lausir, en lifðu samt af. Einn þeirra var Eddie Rickenbacker, frægasti orustuflugmaður U.S.A. Það er einn flugmaður, James C. Whittaker, sem segir frá. De Angelis og Kaczmarczyk voru í, hvolfdi. Við sáum strax að Alex var of máttfarinn til að bjarga sér, og líka var svo af De Angelis dregið, að hann gat ekki hjálpað honum. Við dróum bátana saman og tókst að 'tosa Alex upp aftur. Hann var illa á sig kominn. Þorsti, sultur og þreyta höfðu eytt því litla þreki, sem í honum var eftir sjúkrahús- vistina í Honolulu. Auk þess sagði De Angelis að hann hefði hvað eft- ir annað fallið fyrir þeirri freistingu að drekka sjó. Alex var með óráði. Hann þekkti okkur ekki og hafði auðsjáanlega mikinn hita, og bullaði eintóma vit- leysu. Þess vegna tók Rick hann í sinn bát og lét Johnny Rartek til De Angelis. Alex fékk vatn yið og við um dag- inn, en ekki gátum við gefið honum mat. Um nóttina hafði Rickenback- ust síðdegis, fór hann að tala óráð aftur. Um kvöldið hresstist hann og sagðist vera betri og gæti orðið í sínum bát um nóttina. Nú var De Angelis fluttur til Rick og Bartek var með Alex í litla bátn- um. Alex stórversnaði þegar leið á nóttina, og klukkan tvö kallaði Bartek til okkar: „Halló! Ég er hræddur um að hann Alex sé dá- inn.“ Við drógum litla bátinn inn á milli hinna. Rickenbacker skoðaði Alex Kaczmarczyk og bað okkur Cherry um að gera það líka. Það var engum vafa bundið að hann var dá- inn, en við gátum ekkert aðhafzt fyrr en birti af degi. Um morguninn á 13. degi sá ég að Johnny Bartek sat með Nýja-testa- mentið milli handanna, þó ekki væri lesbjart enn. Svo sást rauð aft- ureldingin úti við sjóndeildarhring- inn og skömmu síðar reis sólin úr JÞriöja tjrein voru kaþólskir Alex og hann. Svo lásum við Faðir-vorið aftur og slepptum Alex fyrir borð. Ég sá lík- ið lengi í sjónum. Síðar um daginn fengum við enn hellidembu og gátum endurnýjað vatnsforðann og þvegið af okkur seltuna. Flestir okkar höfðu flagnað þrisvar til fjórum sinnum, og alls staðar voru opin sár eftir kýlin. j'ames C. Whittaker liðsforingi, höf- undur greinarflokksins. ÞRJÁR VIKUR Á FLEKA Á KYRRAHAFI Um morguninn skipti Cherry því sem eftir var af vatninu. Við undum björgunarvestið til að ná hverjum dropa og mændum vonar- augum á rakann, sem var inni x því. Alex fékk tvöfaldan skammt, því að hann var miklu lasnari en við hinir. Jafnvel Adamson virtist stál- sleginn í samanburði við hann, og var hann þó illa á sig kominn. Þetta varð óþolanði dagur í öllum hitanum — matarlausir og vatns- lausir. Okkur fannst heilt ár síðan við átum hákarlinn og eilífð síðan við höfðum bragðað vatn. Himininn var heiður og sólin bakaði okkur miskunnarlaust, svo að við þráðum nóttina, þó að við vissum að við yrðum andvaka og skjálfandi af kulda. En þegar sólin kom upp ellefta morguninn sáum við skýjabakka út við sjóndeildarhringinn. Skýin rak hægt en þau færðust hær, og við gátum séð að rigning var í fjarska. Og allt í einu var stórt þungbúið ský rétt hjá okkur, og áður en við vissum af var komin hellirigning. Nú vorum við hyggnari en fyrsta skiptið og neyttum allra ráða til að ná í vatn. Við hleyptum loftinu úr lausu gúmmísetunum, sem við sát- um á, svo að þær urðu eins og flatar skálar. Nú varð auðveldara að ná í vatnið og við fylltum björgunar- vesti Cherrys — nær 4 lítra —. Við svöluðum þorstanum og nutum þess að rigningin skolaði af okkur seltuna. Skömmu eftir að stytti upp aftur fór hann að hvessa, og við áttum erfitt með að verjast að bátunum hvolfdi. Tveimur þeim stærstu héld- um við réttum, en þeim litla, sem er hann í fanginu til að verja hann sælöðrinu og halda á honum hlýju. Hann var með ráði framan af deg- inum, en þegar sólin var sem heit- sjó. Við drógum bátana sáman aft- ur, lásum Faðir-vor, og De Angelis las það sem hann kunni af kaþólsk- um útfarar-greinum, því að þeir Fólk, sem ekki hefur sett salt í opin sár á sér, getur ekki ímyndað sér hvílík fróun er að láta rigna á sig, þegar svo er ástatt. Við gleymum því aldrei. Dagana, sem við vorum á reki meðfram miðjarðarbaug fengum, við okkar skerf af þeirri rigningu og vindi, sem kernur við og við í þessum hluta Kyrrahafsins, en á fjórtánda degi varð blæjalogn, og hvergi ský að sjá. Þetta varð versti kaflinn á þessum óendanlegu þrem- ur vikum, ekki aðeins vegna hung- urs og þorsta heldur vegna þess hve mikið við kvöldumst af hitanum. Ég var heppnastur hvað þetta snerti, því að ég hafði sloppið við kýlin, en ég var með brunasár á kroppnum. Af fötunum okkar var ekki eftir nema rægsni, Sólin hafði brennt þau líka. Sokkarnir mínir voru gauðslitnir, skyrtan rifin á bakinu, ermarnar rifnar af og rifa við rifa að framanverðu. Þessi litli vatnsskammtur ærði upp í okkur þorstann og hungrið hafði sorfið svo að okkur að við höfðum varla mátt til að hreyfa okkur. Yið höfðum ekki bragðað mat í marga daga, því að nú voru færin orðin fúin og sundurétin. Og beitu höfðum við enga. Ekki kom nokkur vindblær til að hressa okkur og hafið var slétt eins og spegill. Okkur sveið í augun og ofbirtan blindaði okkur því sem næst. Svona var ástatt um okkur þegar við komum inn í lognbeltið á Kyrra- hafi. Engan mun furða á því að við töluðum stundum óráð. Við sáum sýnir og okkur dreymdi, og viö heyrðum raddir. Bartek á spítalanum, nýkominn úr svaðilförinni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.