Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Qupperneq 8

Fálkinn - 18.03.1960, Qupperneq 8
8 FALKINN — S'Jsi fniii fttru stnttar ii7i‘iaa int/ar. st»ai ehhi hretfíiasi. ■» Tilfinnintjarnar. st»at vttra sva rshttr í Ittnt aat. þcgar hann var aa»rri Sarah. Smásaga eftir HOWARD WICE -x -K Sjð árum síðar HANN stóð nakinn niður að mitti við spegilinn í baðklef- anum og blístraði um leið og hann kreysti úr sápuskálpnum á rak- burstann. Og allt í einu datt honum það í hug. í dag fyrir sjö árum síðan. Hann hafði verið giftur í sjö ár! Hann hætti að blístra, lét rak- burstann síga og starði á sjálfan sig. Slétt, en óreglulegt andlitið starði á hann á móti, og hann hugs- aði með sér: Þetta er sama ásjónan sem ég hef séð í speglinum síðan ég var barn. Ég hef ekkert breyst. Og þó hefði sjö ára hjónaband átt að sýna einhver verksummerki. Hann néri sápunni um kinnar og höku og hugsaði til baka til alls góðs og ills, sem hann.hafði upp- lifað þessi sjö ár. Fólk sagði að stríðið markaði oft spor í andlit ýmsra manna, og ha'nn hafði upp- lifað stríðið og átt margt and- streymt, en samt var eins og ekk- ert hefði bitið á hann, — innra líf hans. Nei, það var friðsamlega hjónabandslífið, þegar tvær sálir lifðu saman blítt og strítt, sem breyttu manninum — þroskaði hann. Margt hefur komið fyrir mig, hugsaði hann með sér og rétti út höndina eftir rakvélinni. Þegar maður lítur um öxl verður maður var þeirrar undarlegu kenndar, að allt sem maður hefur upplifað frá því maður var barn, hafi runnið saman í það, sem maður er í dag. Þannig fer víst flestum — þeir lifa samkvæmt ákveðnu munstri, alveg eins og jurt, sem fyrst er fræ í moldinni og síðan verður stöngull, blómhnappur, blóm — tré. Tré .... Höndin sem hélt á rak- vélinni nam staðar augnablik, og hann starði í spegilinn án þess að sjá, og brosti angurblítt. Það sem hann var nú — allt það sem hann gæti orðið héðan í frá, átti rót sina að rekja til þess, að stráklingur hafði klifrað upp í tré fyrir langa-löngu .... Þetta var fagur vordagur. Tim Holdsworth, tólf ára og sjö mán- aða, labbaði um skóginn, skammt frá heimili sínu. Hann hafði stungið höndunum undir beltið og blístraði falskt og gjallandi. Þetta var laugardagsmorgunn, og hann átti frí úr skólanum. Hann hugsaði stórt. Hann dreymdi um afrek, sem hann ætlaði að vinna á íþróttavellinum, um fagnandi mannfjölda og margvíslegan heið- ursvott . . . Fugl skríkti, og hann gleymdi draumunum sínum og fór að svip- ast eftir honum. Hann hoppaði yfir skurð, sparkaði í mauraþúfu og loks kom hann að uppáhaldstrénu sínu, gömlu og hnúskóttu tré, sem hægt var að klifra upp bolinn á, upp á gildar greinarnar. Hann sótti í sig veðrið, hysjaði upp brækurnar og bjóst til að klifra. Það leið varla svo laugardagur að hann kæmi ekki hingað. Og alltaf- kenndi hann augnabliks ótta: Þetta er hræðilega hátt, — hugsum okkur að ég dytti niður! En alltaf klifraði hann upp í tréð samt, og sat og ról- aði sér á neðstu greinunum og fannst hann vera herra sköpunar- verksins. Aldrei rákust hingað aðr- ir strákar en hann. Nú fór hann að klifra. Stormur- inn ágerðist og það hrykkti í grein- unum, eins og þær væru að reyna að hrista hann af sér. Þegar hann var kominn á uppáhaldsgreinina sína létti honum og hann leit ánægður kringum sig. Honum varð starsýnt á eitthvað þarna niðri á veliinum. Hvítur blettur, þar sem ekki átti að vera neitt hvítt. Það var lítil stúlka, sem lá þarna í grasinu. Grafkyr og var að sólbaka sig. Hann starði á hana með andúð. Hún hafði engan rétt til að vera hér — þetta var hans staður. Hún virtist ekki vera eldri en hann. Þessar stelpur voru leiðindaskepn- ur. — Hún hreyfði sig og tautaði eitt- hvað. Hafði hún séð hann? Var hún að tala við hann? Hann horfði á hana meðan hún var að setjast upp. Hún rétti höndina tilgerðarlega fram og sagði hátt og skýrt: — Yður konunglega tign. Það gleður mig mikið. Hún er vitlaus, hugsaði Tim með sér. En samt vissi hann að hún var það ekki. Hún gerði aðeins það sama sem hann gerði þegar hann var einn. Hann beygði sig fram, til að kalla til hennar. Hann ætlaði að erta hana og hún mundi skammast sín er hún vissi að hann hefði heyrt til hennar. En eitthvað stöðvaði hann, undarleg samúðarkennd, miðvitund um þau væru skyld. Hann braut varlega lítinn kvísi af greininni og fleygði til hennar. Hún hætti að rausa og stóð upp. Hann góndi upp í loftið og blístraði lágt, eins og hann hefði ekki tekið eftir henni og kvisturinn hefði hitt hana af tilviljun. Kannske fer hún þegar hún verð- ur mín vör, hugsaði hann með sér. Hann skammaðist sín fyrir að hann» hafði hálft í hvoru langað til að hún yrði kyr og talaði við sig. Hún kallaði til hans og það var ofurlítill titringur í röddinni, sem nú var gerólík röddinni, sem hún hafði heilsað hans konunglega tign með. — Halló! Hvernig gastu komist upp í þetta tré? Hann leit á hana og þóttist hissa. — Ég flaug vitanlega hingað. Sérðu ekki að eg er með vængi. Hann var svo hrifinn af þessaii fyndni að hann var rétt að segja dottinn niður í hláturkastinu. Hún gretti sig og sagði þreytu- lega: — Ha-ha-ha! Ertu að reyna að vera fyndinn. Svo bætti hún við: — Þú hlýtur að vera snillingur að klifra. Ekki get ég komist þetta. Ég var að reyna það áðan. — Þú ert nú bara stelpa, sagði Tim vorkennandi. — Líttu á, nú kem ég. Hann fetaði sig niður á hnúsk- unum á stofninum, og hoppaði nið- ur þegar hann var tvo metra frá jörðu. — Herra minn trúr! sagði hún með aðdáun. — Þú ert snillingur! Hann roðnaði af hreykni. En er hann var kominn hlið við hlið við hana fór hann hjá sér, en honum leist vel á andlitið á henni og stóð gleitt, líkari strák en tilgerðar- legri teprustelpu. — Eins og þetta sé nokkur vandi! sagði hann drjúgur. — Ég hef klifrað upp stærri tré en þetta. Hvað heitirðu? Sarah Marshall, sagði hún og horfði á hann. — Og hvað heitir þú? — Til Holdsworth, sagði hann. Þau horfðust í augu: — Áttu heima hérna nærlægt? spurði hann. Hún kinkaði kolli. — Ég á heima í þorpinu. Við erum nýflutt þangað -—• í næsta húsið við prestsetrið. — Það er skammt frá okkur, sagði Tim ánægður. — Hvað ert þú gömul? — Bráðum ellefu, sagði Sarah og roðnaði. — En þú? — Þrettán, sagði Tim. — Bráð- um þrettán, leiðrétti hann svo, af því að hún hafði verið svo ærleg. Hann sparkaði í stein og sagði, án þess að líta á hana: — Ég sá þig áðan. Ég herði það sem þú sagðir. — Æ! Röddin skalf af blygðun. — Það hefðir þú ekki átt að gera. Það — það var nærri því eins og að standa á hleri. — Ég vissi ekki að þú varst þarna, sagði hann. — En gerir það nokkuð til? Að þú talaðir við sjálfa þig, meina ég. Ég geri það stund- um líka. Allir gera það. — Gera allir það? hváði Sarah forviða. — Ég hélt að fólki finndist það vera kjánalegt. Þetta er eins- konar leikur. Ég er að hugsa um að verða leikkona, skilurðu. — Ætlarðu það? spurði Tim for- vitinn. — Ég hef hugsað mér að verða frægur íþróttamaður, svona eins og þeir skrifa um í blöðin. Þau litu viðurkenningaraugum hvort til annars. Loks sagði hann vingjarnlega: — Þú ættir eiginlega ekki að koma hingað. Þetta er minn staður. En ég ætla nú samt að leyfa þér það, ef þig langar til þess. Andlit hennar ljóm^ði af þakk- læti. — Fæ ég það, Tim? Þá verð- ur það staðurinn okkar. Ég skal engum segja frá því. Við eigum þá þennan stað tvö ein. Tvö ein. Orðin vöktu einkenni- lega tilfinningu hjá honum, gleði, æsing, hræðslu: Enginn hafði sagt þessi orð fyrr .... Hann lauk við að raka sig. Það vakti angurblíðu að hugsa til þess- ara tveggja barna, sem áttu leyni- staðinn inn í skógi. Undarlegt hvernig slíkt getur byrjað .... Það sem byrjaði þennan dag hafði haldið áfram næstu vikur, mánúði og ár. Vináttan þroskaðist ekki án afláts. Þegar liðin voru tvö ár var Tim orðinn þumbaralegur og feim- inn, og þá leið langur tími án þess að þau töluðust við. Sarah, þrettán ára, var orðin skankalöng skólastelpa og hafði tamið sér ýmsar kenjar, sem Tim hafði mesta viðbjóð á. Hún var far- inn að reigja sig og kasta hárinu tilgerðarlega — hún hvíslaði og skríkti eins og hinar stelpurnar — og stundum móðgaðist hún út af engu og hljóp á burt skælandi. Hann fór sjaldan út að stóra trénu núna, og Saráh var lengstum með vinstúlkum sínum úr skólan- um. Stundum hvarflaði hugur hans angurvær til hamingjustundanna í skóginum, en oftast var hann með hugann við eitthvað annað, svo að hann hafði engan tíma til að sýta. Sarah var ekki annað en venjuleg stelpa. Og þegar hann varð átján ára var hún stelpa ennþá. Þá fór hann í her- þjónustuna en þegar hann kom aft- ur var hún engin stelpa lengur. Kraftaverk hafði gerst meðan hann var að heiman. Skólastelpan var horfin, og mestur hlutinn af síða svarta hárinu á henni líka. Nú var hún grönn, ung stúlka með stutt hár, og andlitið naut sín miklu bet-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.