Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Side 11

Fálkinn - 18.03.1960, Side 11
FALKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ln nbrotsþ jóf u r inn ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ PAT greiddi sér vandíega svo sneri hún sér frá speglinum og skreið upp í flunkunýtt hjónarúmið og tók kvöldblaðið. Þetta var eiginlega ómynd. Ekki gift nema fimm vikur og síðustu fjóra daganna hafi hún verið ein í húsinu, en Bill farinn norður í land til að ná í pantanir fyrir firmað sitt. Eins og þeir hefðu ekki getað sent einhvern annan. Harðstjórarn- ir. Nei, Bill hafði reynt að koma sér hjá þessu, en árangurslaust. Það var ekki aðeins tilhugsunin um að eiga að vera án hennar, sem kvaldi hann. Honum þótti líka varhuga- vert að láta hana vera eina í húsinu, sérstaklega af því að þau höfðu ekki fengið síma ennþá. — Ertu viss um, að þú sért ekki deig við þetta? hafði hann spurt, áhyggjufullur. — Vitanlega ekki, svaraði hún. — Heldurðu að ég geti ekki verið ein? Það var ég áður en við kynnt- umst. Hann hafði muldrað eitthvað, hnyklað brúnirnar og athugað allar gluggahespurnar. Hann vildi ekki segja neitt, sem gæti sært hana, en undir niðri efaðist hann um að hún væri sjálfri sér nóg. Að minnsta kosti ekki ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir. Hún var svo viðkvæm og fíngerð að hún mundi ganga af göflunum ef mús liti framan í hana, eða hún sæi ánamaðk. Hvað þá ef eitthvað al- varlegt.... Hugsum okkur ef . . ? Það, sem eftir var kvöldsins hafði hann verið að skrifa langan lista og efst á blaðinu stóð: Gleymdu ekki — að! Og svo hætti hann ekki fyrr en hún hafði lært hann utan að. Morguninn eftir hafði hann kysst hana að skilnaði, lofað að skrifa henni á hverjum degi, og sagðist koma heim eins fljótt og hann gæti. Og nú sat hún þarna í rúminu með tvo kodda við bakið, og var að hugsa um skilnaðarkossinn. Hún fletti kvöldblaðinu en fann ekkert, sem vert væri að lesa, Helzta fréttinn var að hættuleg- ur geðveikur maður hefði sloppið af Kleppinum þarna hundrað kíló- metra frá henni, og það hafði spurzt að hann mundi vera á ferli í út- hverfi borgarinnar. Pat fannst þetta ekki vera boðleg lestning handa einmana, viðkvæmri ungri frú. Hún gæti fengið martröð af því. Hún fleygði blaðinu langt fram á gólf og greip bréfið frá Bill, sem hafði komið í kvöld. Hún hafði ekki lesið það — hún var eins og krakk- arnir, sem geyma sér bezta bitann þangað til seinast. Hún brosti og teygði yfirsængina upp að hálsi áður en hún skar upp umslagið og tók tvær þéttskri'faðar arkir upp úr því. „Elsku hjartans yndið mitt“, las hún. En svo heyrði hún smell. Hún starði á orðið „elsku“ án þess að sjá það. Og svo leit hún á náttborðið. Klukkan var 0.30 — miklu meira en hún hafði haldið. Svo hélt hún áfram að lesa bréfið. „Elsku hjartans yndið mitt. . . .“ Nú heyrði hún annan smell. Hún hrökk upp af' koddanum. Hjartað hamaðist. Það hlaut ein- hver að vera í húsinu. Nú mundi hún að hún hafði ekki gengið um húsið áður en hún hátt- aði, — eins og Bill hafði sagt henni. Hafði hún skilið eftir opinn glugga? Hún gat ekki munað það. En svo mundi hún annað — vara- lykillinn. Hún hafði ekki tekið hann úr blómakrukkunni í garðinum. Kannske hafði einhver séð hana leggja hann þar á hverjum morgni þegar hún fór út? Nú heyrðist dynkur niðri. Pat langaði til að æpa og fela sig undir yfirsænginni. En hún vatt sér fram úr rúminu, slökkti á náttborðslamp- anum og læddist fram að dyrunum. Opnaði hurðina svo sem tvo þuml- unga og hlustaði. En heyrði ekki annað en hjartsláttinn í sjálfri sér .... En nú heyrði hún það. Ein- hver var að læðast upp stigann. Hún reyndi að hugsa. Átti hún að reka upp hljóð? Kannske yrði inn- brotsþjófurinn þá hræddur og legði á flótta. Ætti hún að aflæsa herberg- ishurðinni? Nei, það var ekki hægt —- enginn lykill í skránni. Ætti hún að fela sig? Nei, hún mundi finn- ast. — Vopn — hún þurfti vopn. Bill hafði beðið hana um að láta stóra skörunginn liggja við rúmstokkinn, en henni hafði fundizt það svo hlæi- legt að hún hummaði það fram af sér. En svo datt henni annað í hug. Það voru tréhælar á skónum henn- ar. Hún tók annan af sér og reiddi hann til höggs. Dyrnar opnuðust hægt og hún Framh. á bls. 14. 'Út Cífai tieröld CHURCHILL-sogur HANN FÉKK MEIRA. Moran lávarður, sem var lœkn- ir Churchills ibenti honum ein- hverntíma hóvcerlega á, að hon- um vœri hollara að drekka dá- lítið minna. Churchill varð ekki svara fátt: „Ég get ekki sagt annað en það, að ég hef fengið meira út úr viskíinu en viskiið hefur fengið út úr mér!“ SÍÐUSTU TENGSLIN. Þegar hófsemdarmaðurinn sir Stafford Cripps, fjármálaráð- herra verkamannaflokksins hcetti að reykja, varð Churchill að orði: „Nú hefur hann misst síðustu tengslin við mannkynið.“ VERKAMANNAHREYFING. Churchill var á dansleik og þar var líka hinn spikfeiti Bevin utanríkisráðherra, fulltrúi verka- mannaflokksins í stríðsstjórninni. Ein frúin horfði á Bevin og sagði við Churchill: „Hvaða dans er þetta eiginlega, sem Bevin dans- ar?“ Churchill svaraði um hæl: „Það er ekki dans frú mín. Það er verkamannahreyfingin." LEIÐINLEGT AÐ VERA SAMMÁLA. Þegar Churchill var spurður hvers vegna hann vildi endilega halda í einn undirmann sinn, sem alltaf var ósammála honum, svaraði hann: „Ef tveir menn eru alltaf sammála, er annar þeirra alveg óþarfur. Og ég þoli ekki að hafa óþarfa menn kringum mig.“ VON FYRIR ÆSKUNA. Ljósmyndari fékk leyfi til að taka mynd af Churchill þegar hann var 82 ára, og sagði hæverskur: „Ég vona að ég fái að taka mnd af yður þegar þér verð- ið hundrað ára, sir Winston.“ „Því ekki það, ungi maður. Mér sýnist þér vera svo hraust- legur og sprœkur." — Víst elskar mr. Chamberlain verkamennina. Hann elskar að sjá þá vinna, sagði Chuchill um Joseph gamla Chamberlain. SHAW FÉKK SVAR. Bernhard Shaw sendi Churchill tvo miða að frumsýningu á einu leikriti sínu, og þessar línur með: „Velkominn á frumsýninguna, hafið með yður vin — ef þér eigið nokkurn." Svarið kom um hœl: „Því miður er ég bundinn frum- sýningarkvöldið, en vil gjarna koma á aðra sýninguna — ef hún verður þá nokkur." í apríl 1955 taldist ensku tísku- blaði svo til, að Churchill hefði reykt 153,500 vindla frá þvi hann lœrði að reykja. UM ATTLEE. Attlee er mjög hœverskur mað- ur — sem hefur mikið að vera hœverskur fyrir. UM AD LIFA UPP AFTUR. Blaðamaður spurði Churchill: „Ef þér gœtuð lifað œfi yðar aftur, hvað munduð þér þá gera öðru vísi, sir Winston?" — „Ég mundi spila á svart en ekki rautt i Monte Carlo." ÞEIR SKÖLLÓTTU. Hefðarfrú var að kvarta undan þvi við Churchill í samkvœmi, að karlmönnunum vœri svo ósýnt um að klœðast smekklega og kynni ekki að nota litrík föt, til þess að vekja athygli. „Við kven- fólkið veljum t.d. litinn á kjól- unum þannig, að hann sé í sam- rœmi við hárið á okkur. Hvers vegna gerið þið það ekki líka?" Churchill leit á frúna og brosti. „Já, ef við gerðum það frú — þá yrði nú tekið eftir okkur, þessum sköllóttu!" /VUVWW^VWWVVVVVLVVVVW^rtVVVWVV'UVWVVVVVVVVVVWVVWVVVWV Vitið þér ...? að ómildasta veðrátta í heimi er við suðurpólinn? Að vísu er ekki kuldametið þar, en hinsvegar oft fárviðri. Leiðang- ursmenn þar syðra hafa lent í stormum með 200 km. vindhraða á klukkustund og kuldinn stundum 50—60 stig. að mörg dýr geta verið mat- arlaus ótrúlega lengi? Það hefur verið staðreynt, að krókódílar geta verið matarlausir í 700 daga, skjaldbökur í 500, frosk- ar í 400 og lax og hákarl í 110 daga. — Lengsta svelti sem maður hefur þolað, er 60 dagar. að aðeins tíundi hluti heims- flotans er kolakynt eimskip? Um 1930 gengu eins mörg skip fyrir kolum og fyrir olíu á heims- höfunum, en af heimsflotanum í dag, sem er rúm 110 milljón brúttó- lestir eru aðeins 10 milljón lestir kolakyntar. Mörg stórskip heimsins eru knúð með eim-túrbínum, en það er olía, sem notið er til kyndingar- innar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.