Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1960, Qupperneq 12

Fálkinn - 18.03.1960, Qupperneq 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA HvehkatariHh * * 46« Sjúklingurinn hafði þegar verið svæfður er Sonja opnaði dyrnar, og henni gafst tækifæri til að sjá að lafði Milsdon var'fögur en mikið veik, áður en MaeDonald yfirlæknir kom inn og Chilcombe læknir með honum. Eins og margir lítilsháttar menn var Arthur Chlicombe í essinu sínu þegar verið var að gera alvarlega uppskurði. Með hlægilegum hátíðleikasvip fór hann i lækna- sloppinn og setti á sig hettuna og hnyklaði brún- irnar og leit yfir allt, hvort það væri í lagi, eins og það væri hann sjálfur en ekki MacDonald, sem átti að skera. MacDonald sýndi hins vegar ekki neina tilburði á sér. Þegar Sonja rétti hon- um verkfærin brá henni í brún, því að hún sá að hann var náfölur í andliti, og augun þreytu- leg eins og honum hefði ekki komið dúr á auga alla nóttina. Hann stóð augnablik með hnífinn í hendinni og horfði á fagurt, sofandi andlitið áður en hann tók til starfa. Aldrei mundi Sonja gleyma þessari læknis- aðgerð. Það var einhvers konar ógnun í loftinu, eitthvað annað og meira en gerist við venjulega uppskurði. í fyrsta lagi truflaði Chilcombe hana mikið 1 því sem hún þurfti að gera. Hann stóð alltaf fyrir framan hana, svo að hún gat ekki séð hvað verkinu leið. í öðru lagi var eitthvað annarlegt við MacDonald yfirlækni allan tím- ann. Þó hann berðist gegn því gat hann ekki annað en hugsað til þess að konuna, sem lá þarna á skurðarborðinu hafði hann elskað einu sinni. Þessar fölu varir, sem hreyfðust ósjálfrátt í svefninum — það voru varir, sem hann hafði kysst einu sinni. Þetta höfuð með gullna hárið hafði forðum hallast upp að brjósti hans, þegar hann var ungur stúdent. Kringum grannan úlfn- liðinn hafði einu sinni verið armband, sem hann hafði verið að spara í heilt ár til að geta keypt. Allt í einu blossaði upp í sál hans hatur til þessarar harðbrjósta sálarlausu veru, sem hafði eitrað mörg ár af ævi hans. Hann var kaldur og máttlaus. Skurðstofan með mjallhvítum þilj - unum, þegjandi, starandi hjúkrunarkonurnar og alvarlegu stúdentaandlitin, sem horfðu á upp- skurðinn gegnum gler í öðrum enda stofunnar, hringsnerist allt fyrir augunum á honum og hvarf svo í þoku. Hann andvarpaði og sleppti hnífnum er hann átti að fara að byrja á erfiðasta hluta verksins. Og svo hneig hann eins og tuska niður á gólfið. Hjúkrunarkonurnar störðu á hann felmtraðar. Stúdentarnir hrópuðu upp yfir sig. „Æ, hvað er þetta — hvað eigum við að gera?“ hrópaði Chilcombe æstur. „Hvað gengur að manninum?" „Getið þér lokið við uppskurðinn, læknir?“ spurði systir Mary þegar í stað og rétti honum annan hníf. „Það verður að halda áfram strax, annars er líf sjúklingsins í voða.“ „Við verðum að ná í annan skurðlækni undir eins. Ég þori ekki að taka þetta að mér,“ sagði Chilcombe læknir aumingjalegur. „Svona flók- ið tilfelli — og auk þess notar MacDonald öðru- vísi aðferð en ég. Ég hefði aldrei átt að leyfa að lafði Milsdon yrði flutt hingað.“ „Bíðið þér við. Gefið þér mér hnífinn, systir Mary,“ heyrðist ung kvenrödd segja. Mary rétti Sonju hnífinn með aðdáun, sem henni var þó þvert um geð að sýna. Hún lét Chil- combe lækni eiga sig, og gekk að skurðarborð- inu. albúin til að leika hlutverk sitt í þessum alvarlega leik. Hún skildi hvílík dirfska það var af Sinju, sem ekki hafði lokið prófi ennþá, að taka að sér ábyrgðina af þessum vandasama upp- skurði. En það var fleira en eintóm skylduræknin, sem gaf hinum unga aðstoðarlækni Philips MacDon- alds þor í þrautinni. Hún var ekki aðeins að berjast fyrir lífi Clare Milsdon, en líka fyrir áliti mannsins, sem hún elskaði. Nú báru fjórir stúd- entar yfirlækninn út úr skurðstofunni; þeir höfðu verið að horfa á uppskurðinn. Ef kunn hefðarfrú dæi eftir uppskurð, sem hann hafði gert, gat það hnekkt áliti hans mikið. „En hvað eruð þér að gera við sjúklinginn?“ sagði Chilcombe læknir. Hann beygði sig fram og ætlaði að snúa hnífinn úr hendinni á Sonju, en Mary yfirhjúkrunarkona greip í handlegginn á honum og aftraði honum. „Það er bezt að láta ungfrú Harrison um að ljúka við uppskurðinn,“ sagði hún. Fimmtán mínútur seigluðust áfram. í meðvit- und hins hrædda læknis, Mary yfirhjúkrunar- konu og Sonju sjálfrar voru þær eins og fimmtán tímar. Svo lagði Sonja frá sér verkfærin, og án þess að hugsa um Chilcombe lækni og stúdent- ana fleygði hún sér í fangið á Mary yfirhjúkr- unarkonu og sagði: „Ó. systir — það fór vel!“ Sannleikurinn. Philip MacDonald lá í rúminu sínu þegar hann opnaði augun aftur. Móðir hans sat hjá honum og við fótagaflinn stóð Chilcombe læknir. „Hvernig stendur á að ég er kominn hingað?“ spurði hann forviða og reyndi að rísa upp. „Æ, aumingja drengurinn, þú mátt ekki sitjast upp,“ sagði frú MacDonald. „Ég átti að vera á sjúkrahúsinu, mamma. Ég á að gera erfiðan uppskurð í dag. Sagði ég þér það ekki? Clare Milsdon.“ Nú tók hann eftir Chilcombe lækni og fékk minnið aftur. „Hvernig fór með sjúklinginn?“ spurði hann órólegur. „Það mun hafa liðið yfir mig meðan ég var að skera. Tókst yður að ljúka við hann? Eða . . .“ hann þagnaði og varirnar skulfu. ,.Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því,“ svar- aði Chilcombe. „Aðstoðarlæknirinn yðar hélt áfram þar sem þér hættuð — og þessi ungi stúd- ent bjargaði lífi lafði Milsdon.“ Verið ekki aöeins viss um að þessar tiljinningar mínar til yðar verða sífellt heitari, en trúið mér lika þegar ég tjái yður . . . „Ha? Hélt ungfrú Harrison áfram uppskurð- inum?“ Chilcombe læknir staðfesti það. „Þetta var beinlínis kraftaverk,“ hélt hann áfram. „Ég hef aldrei séð neitt því líkt. Ef ég á að vera hreinskilinn get ég sagt yður, að ég þorði ekki að halda áfram að skera sjálfur. Þessi unga stúlka verður frægur skurðlæknir með tíman- um. Þegar hún hafði lokið uppskurðinum missti hún vald á sér sem snöggvast og grét svo að hún nötraði. — Þetta hafði reynt svona mikið á hana. En á eftir fór hún í fyrirlestur með fé- lögum sínum eins og ekkert hefði í skorizt. „Ég verð að komast á sjúkrahúsið undir eins til að þakka henni fyrir,“ sagði MacDonald ósjálfrátt og lyfti yfirsænginni. „Nei, verið þér nú hægur.“ sagði Chilcombe. „Þér ættuð að halda kyrru fyrir að minnsta kosti í viku. Þér lognuðust niður eins og sprung- in blaðra í skurðstofunni. Þér hafið reynt of mikið á yður, sé ég. Ég kem aftur á morgun og sé hvernig yður líður.“ Chilcombe fór og MacDonald sneri sér að móð- ur sinni. „Ég verð að fá að tala við ungfrú Harrison,“ sagði hann. „Ég hef enga ró í mínum beinum fyrr en ég hef getað þakkað henni fyrir að bjarga lífi sjúklingsins. Ekki ein manneskja af þúsund hefði þorað að taka þessa áhættu á sig.“ Frú MacDonald brosti. „Vertu ekki svona órólegur, drengur minn. Ég skal sjá um að hún komi hingað. Ég sendi eina stúlkuna til hennar og bið hana um að koma. Sofðu nú dálitla stund enn — gerðu það.“ Það var mjög föl Sonja, sem kom inn í svefn- herbergi MacDonalds klukkutíma síðar. Hún þóttist viss um að hann hefði gert boð eftir henni til að setja ofan í við hana fyrir að hafa haldið uppskurðinum áfram í leyfisleysi, og hún hafði svo mikinn hjartslátt að hún gat varla dregið andann. „Herra yfirlæknir,“ byrjaði hún, en áður en hún komst lengra hafði hann gripið í höndina á henni og dró hana að rúminu. „Ég veit ekki hvernig ég get þakkað yður, ungfrú Harrison," sagði hann loðmæltur. „Eftir allar þær móðganir, sem ég hef sýnt yður, bjarg- ið þér sjúklingi mínum úr heljar greipum, og sjálfum mér frá hneisu og auðmýkingu.“ „Þetta var ekki nema skylda mín,“ stamaði Sonja, sem átti bágt með að trúa sínum eigin eyrum. „Chilcombe læknir er lyflæknir og ekki nógu æfður til að geta haldið skurðinum áfram, svo að ég varð að hlaupa í skarðið. Það alvar- legasta var þegar búið.“ Áður en lækninum gafst tími til að svara opn- uðust dyrnar og frú MacDonald kom inn. „Ég er hrædd um að ég verði að taka þessa ungu vinstúlku frá þér, Philip,“ sagði hún al- úðlega. „Þú mátt ekki gleyma, að þú ert sjúkl- ingur. Þú mátt til að hvíla þig — er það ekki, ungfrú Harrison?“ Sonja horfði dökkum augqnum á þreytulegt andlit yfirlæknisins. Fyrir hálfum mánuði hafði hún vitað, að hann mundi fá svona áfall, en hún hafði ekki getað hindrað það. „Jú, frú MacDonald, það er sjálfsagt bezt að sonur yðar fái að vera einn núna. Ég vona að yfirlæknirinn nái sér fljótt aftur. St. Cuthberts- spítalinn getur illa verið án duglegasta skurð- læknisins síns.“ „Þarna sérðu — ungfrú Ilarrison er á sama máli og ég,“ sagði gamla konán sigri hrósandi. „Nú verðurðu að hvíla þig, en ef þú verður hlýðinn skal ég leyfa að aðstoðarlæknirinn þinn heimsæki þig aftur á morgun.“ „Viljið þér gera það, ungfrú Harrison?“ spurði hann og horfði biðjandi á Sonju, svo að hún vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. „Vitanlega, ef þér óskið þess,“ svaraði hún vandræðalega. Dyrnar lokuðust eftir hinni grannvöxnu mey, og allt í einu fannst MacDonald herbergið svo einkennilega tómt. Einstæðingskennd greip hann, svo nístandi að hann kenndi til. „Sonja!“ Hann hvíslaði nafnið ósjálfrátt. Honum fannst nafnið hæfa henni svo vel, þó að hann vissi ekki hvers vegna. Allt í einu kom hann auga á eitthvað rósrautt, samanvafið á rúminu. Það var

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.