Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1960, Page 14

Fálkinn - 25.03.1960, Page 14
FALKINN Sjálfsgagnrými. l*(o»)r«ð Kahha — * FRAMH. AF 9. SÍÐU skap eða fjör í henni. Það væri leitt ef ekki væri hægt að koma henni til. Það kom á daginn, að þó Hugh hefði ekki erft dálæti föður síns á norðurhjaranum, hafði hann erft ættrækni hans. Þegar frú Read sagði Dóru, að Hugh væri væntanlegur í heimsókn um helgina brosti hún eins og Mona Lisa, en hjartað herti á sér. Hún var viss um að honum hafði litizt á sig þegar hann kom í fyrra skipt- ið. En hún hafði verið eins og drumbur vegna þess að hún hélt, að hann væri að vorkenna sér, en vorkunnsemi og ást gat stundum fylgzt að. Hún hafði ekki vogað að játa, að sér litist á hann — ekki þá. Þau fóru með Belíu með sér í langa gönguför upp í heiði og gerðu með sér samkomulag á leiðinni. Það var mjög einfalt. Á heimleiðinni sagði Dóra: — Kanntu vel við þetta? Hún strauk hendinni um hárið á sér. Og næstu mínúturnar var samkomulagið stað- fest. — Yndislegt, hvíslaði Hugh. — Ó, Eftir dálitla stund sagði Dóra: — Ertu viss um að hann pabbi þinn amist ekki við þessu — að ég er frænka þín, meina ég? — Hálf-frænka, áttu við! sagði Hugh. — Nei, ég held að hann verði ekkert hissa á því. Hann sagði dá- lítið um leið og hann fór. Ég hélt að hann ætti við tíkina, en nú er ég farinn að halda, að það hafi verið annað, sem hann átti við. ☆ Þrjár vikur á fleka — FRAMH. AF 7. SIÐU hlutu að vera samankomnir þarna. Kvenfólkið hafði sem ekkert utaná sér — nema brosið, ef svo má segja. Og brosin urðu að tárum, þegar þær sáu í hvaða ástandi við vorum. Það væri synd að segja, að við hefðum verið mannborlegir. Hár og skegg loðið og í kleprum, og Jimmy Reyn- olds var eins og lík. Við stigum í land. Á leiðinni upp að gestahælinu fékk ég að vita, að .þessi eyja væri undir stjórn vin- veitts ríkis, sem hafði útvarpsstöð þarna. Skömmu áður hafði Banda- ríkjaflugvél látið falla niður orð- sendingu, þar sem beðið var um að leita að okkur. Þess vegna höfðu þeir karlmennirnir þarna róið af stað í versta miðdegishitanum. Og nú höfðu þeir gert út hlaupara til að láta stöðina vita að við værum fundnir. Eftir stutta stund komu tveir liðs- foringjar. Við fengum ávaxtasafa og fleira góðgæti, og De Angelis og Reynolds voru látnir í góð og mjúk rúm. Ég var spurður hvað mig lang- aði mest í að borða. Það var alls ekki auðvelt að svara því, — ég hafði ekki vanizt neinu góðu síðustu þrjár vikur. En þeir sáu, að mér varð litið á kjúklinga, sem voru að vappa þarna skammt frá í skugganum undir pálma, og þetta varð þeirra bani. Ég fékk betri máltíð en ég mundi til að hafa borð- að á allri æfi minni. Og svo fékk ég mitt fyrsta sápu- bað í þrjár vikur og settist svo með- an ég var að bíða eftir matnum. Það var plága að bíða, því að steikar- lyktin ærði upp í mér sultinn. Ég varð að stilla mig — að þrífa ekki kjúklinginn hráann af pönnunni. Og svo var ég að hugsa um Jimmy Reynolds. Hann virtist enn dauða- legri en hann hafði verið í bátnum, og þurfti að komast undir læknis- hendur hið fyrsta. Það sáu þeir hin- ir líka, og símuðu eftir lækni. Sjaldan hef ég etið jafn hraust- lega, og það varð langt þangað til mér fannst ég vera orðinn saddur. Ég var enn að naga kjúklingsbein er ég sá sjóflugvél á sveimi yfir okk- ur og svo lenti hún á lóninu fyrir neðan þorpið. Læknirinn var kom- inn og hann gaf Jimmy strax spraut- ur til að bjarga lífi hans. Læknirinn dyttaði líka að mér og að kýlunum á hinum tveimur. Og nú fengum við fréttir af fé- lögum okkar á hinum bátunum. Sjó- flugvél hafði fundið Cherry og flutt hann á flugstöðina, en fimm véla sveitin, sem við höfðum séð, fann Rickenbaker, Adamson og Bartek. Við gistum á loftskeytastöðinni og daginn eftir flutti flugvélin okk- ur á aðra stöð, en þaðan fengum við far með skipi til Samoa-eyja. Við de Angelis höfðum jafnað okkur og vorum hinir bröttustu, en Jimmy var aumur enn. En á Samoa vorum við settir í sjúkrahús, allir þrír, og fengum beztu hjúkrun þar, unz við vorum brottskráðir sem heilbrigðir menn. Þar hittum við líka félagana okkar úr hinum bátunum, sem við höfðum þolað súrt og sætt með í 21 dag á Kyrrahafinu, matarlausir og vatnslausir — daga, sem ég vildi ekki óska versta óvini mínum að eiga að lifa. Ég gleymi þeim aldrei, en ég hef fengið ríkulega umbun fyrir allar þjáningarnar: órjúfandi vináttu allra samferðamannanna. Endir. ☆ Eitt er það í heiminum, sem er dýrara en gott uppeldi. Það er van- þekkingin. En gjaldið fyrir hana greiðist bara síðar. Graham Greene. KROSSGÁTA FALKANS SL ar: yrmcj Lárétt: 1. Huglaus, 5. Nirfill, 10. Borg í Af- ríku, 12. Mishæð, 14. Hundur, 15. Vöru- merki, 17. Fönn, 19. Norðurlandabúa, 20. Sjóliðsforingi, 23. Sníkjudýr, 24. Báts, 26. Afreksverk, 27. Frjáls, 28. Sjóklæði, 30. Kliður, 31. Norðurlanda- búi, 32. Skaði, 34. Þvottaefni, 35. Þýt- ur, 36. Á sokk, 38. Mönnum, 40. Flíkar, 42. Land í Afríku, 44. Haf, 46. Kvenn- heiti (ef.), 48. Vökvi, 49. Heimting, 51. Beljaka, 52. Skaprauna, 53. Blóm- lega, 55. Gagn, 56. Búri, 58. Haf, 59. Þrekna, 61. Gabba, 63. Karlmannsnafn, 64. Ræflar, 65. Skinn. Lóðrétt: 1. Iðnaðarmenn, 2. Svipuð, 3. Söng- lag, 4. Hljóðat., 6. Fangamark, 7. Snarl, 8. Skip, 9. í Borgarfirði, 10. Þygndar-. eind, 11. íþróttatækin, 13. Fyrirgefn- ing, 14. Deilir, 15. Skömm, 16. Kyrrð, 18. Veiðarfæri, 211. Líkir, 22. Fanga- mark, 25. Orðsendingarnar, 27. Galli, 29. Húsdýr, 311. Norðurlandabúar, 33. Las, 34. Lykt, 37. Stjórnmálamaður (franskur), 39. Hrúðrið, 41. Detta, 43. Barin, 44. Reið, 45. Ofsareiður, 47. Guðs, 49. íþróttafél. 50. Fangamark, 53. Þráður, 54. Forfaðir, 57. Linun, 60. Greinir, 62. Tveir eins, 63. Fangamark. <=f!au-in d Iroiigdtu. í íúaita LUi Lárétt: 1. Gröft, 5. Óhæfa, 10. Stýfa, 11. Ósiða, 13. ÁK, 14. Rugg, 16. Latt, 17. Mí, 19. SÍF, 21. Fat, 22. Tröð, 23. Safír, 26. Siða,27. Inn, 28. Munaður, 30. Til, 31. Greni, 32. ígull, 33. GÐ, 34. LN, 36. Stirt, 38. Langa, 41. Mat, 43. Narraði, 45. Ges, 47. Álar, 48. Rammi, 49. Ögra, 50. Rif, 53. Art, 54. In, 55. Bark, 57. Rölt, 60. IT, 61. Navða, 63. Skírn, 65. Slasa, 66. Spakt. Lóðrétt: 1. GT, 2. Rýr, 3. Öfug, 4. Fag, 6. Hóa, 7. Æsta, 8. Fit, 9. Að, 10. Skírn, 12. Amaði, 13. Ástin, 15. Grani, 16. Leiði, 18. ítali, 20. Föng, 21. Fitl, 23. Sundr- ar, 24. Fa, 25. Ruglaði, 28. Megin, 29. Runni, 35. Smári, 36. Staf, 37. Traðk, 38. Lamir, 39. Agga, 40. Ósatt, 42. Al- inn, 44. RM, 46. Errin, 51. Taða, 52. Álka, 55. Byl, 56. Ras, 58. Ösp, 59. Tík, 62. Es, 64. RT.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.