Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Qupperneq 6

Fálkinn - 10.06.1960, Qupperneq 6
6 FALKINN Wally Castelbarco (t.v.), dóttir Arturo Toscanini, og Manlio Broso,sendi- herra ítala í USA, óska Callas til hamingju eftir frumsýninguna á „Nor- ma“ í Metropolitan-óperunni. MARiA CALLAS Maria Callas. Myndin er tekin aj henni á heimili hetmar, þar sem hún er að œfa hlutverk í „söngstofunni“. l/iín er shtiss. seyja sttntiv. — En tttirir srt/jjtt: — iltttt t»r tttt»rt/tt»tin. ItttiHttntli. fttliey oyi stienttniilt»ff. — Off « þeirri shoiitttt er 3MA.HY ii Ufí CMÍEJLÆj* settt shrifað hefur eftirfarandi yrein. Þessi mynd er tekin í Feneyjum, á kvikmyndahátíðinni, sem haldin er þar annaðhvort ár. Frá vinstri: Maria Callas, Battista Meneghini (eftir útlitinu að dæma, gæti hann verið pabbi hennar) og loks Hollywood- kjaftakerlingin Elsa Maxwell (sem sýnist gæti verið mamma Battista). Því er haldið fram, að Elsa hafi með kjaftasögum sínum spillt flein hjónaböndum í HoUywood en nokkur önnur slúðurkerling eða „blaður- maður“. Callas taldi hana vinkonu sína, en kannske hefur hún spillt hinu „ástríka hjónabandi“ Callas, sem segir frá í greininni. ÞAÐ er ekki nema sjaldan, sem fólk verður svo hrifið af söng, að dauðaþögn verði í salnum eftir að söngurinn hættir, en svo kemur lófaklappið og fagnaðarópin eins og þrumuveður á eftir. En þannig er það, þegar Maria Meneghini Callas lætur heyra til sín á helztu óperu- leiksviðum austan hafs og vestan. Hún er há og grönn og röddin og persónan sjálf er svo töfrandi, að þjóðsögur hafa myndazt um hana. Helmingurinn af því, sem skrifað er um hana sem „tígrisdýr" óper- unnar eru staðlausir stafir. Hún fæddist í New York árið' 1923 í sjúkrahúsi á Fifth Avenue. Foreldrar hennar voru grísk hjón, og réttu nafni heitir hún Maria Anna Cecilia Sofia Calogeropoulos. Hún sýndi það snemma, að hún var tónelsk. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að læra á pianó og fá söngkennslu. Margar ósannar og fremur leiðin- legar sögur hafa verið sagðar af bernsku hennar og uppvexti. Ég á ýmsa ameríska kunningja, sem hvessa augim, þegar minnzt er á hana. Þeir vilja ekki hlusta á mig, þegar ég segi þeim, að ég hafi þekkt Mariu í mörg ár og er að reyna að leiðrétta verstu sögurnar, sem um hana ganga. Þeir vilja heldur hlusta á níð og lygasögur .. . Árið 1937 fór móðir hennar heim til Grikklands og Maria og systir hennar fóru með henni. Og Maria söng í fyrsta skipti í óperunni í Aþenu. Hún var 15 ára þá og söng hlutverk Santuzzu í Cavalleria Rus- ticana. Þetta hlutverk getur borið margar raddir ofurliði, sérstaklega, ef þær eru mjög ungar. En Maria fór að syngja I óperett- um næst og fékk leikæfingu án þess að reyná um of á röddina. Einn bezti koloratursopran heimsins, El- vira de Hidalgo, tók nú Maríu að sér og kenndi henni. Hún lagði mikið að sér næstu ár- in, en ekki vakti hún sérstaklega athygli fyrr en hún söng La Gioc- onda á útisýningu í hringleikhúsinu í Verona. Þá var hún orðin 23 ára. Hún vann ekki aðeins stórsigur, en nú kynntist hún tveimur mönn- um, sem hvor um sig höfðu mikil áhrif á framtíð hennar. Annar var Tullio Serafin, maður, sem þekkti

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.