Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Qupperneq 9

Fálkinn - 10.06.1960, Qupperneq 9
FALKINN 8 ombo. Hvað var hún gömul? Ja, líklega einhversstaðar milli tutt- ugu og íimm og þrjátíu og fimm ára. Ég yrði að svara því sjálfur, sagði þjónninn vinur minn. Og þetta Anusja — var það ekki rússneskt nafn? Jú, það var það. Hún var af- livæmi rússnesks flóttamanns. Já, og rík, — átti gull og gimsteina eins og sand, og rik á reynslu líka! Reynslu af allskonar hvítum mönn- um. „Nymfoman", er það víst kall- að, sagði hinn þeldökki starfsbróð- ir minn. — En þessi safír, b'ætti hann við — að hún skuli þora að ganga með hann utan á sér. Hann er kallaður „grátandi safírinn“, og það er hvorki hjal eða hugarburð- ur að hann hafi grátið — að hann tárfelldi við ýms tækifæri. Það er sagt að hann sé engu minni for- vitri en sannspár woodoprestur er — þegar ógæfa er í vændum þá tárfellir hann .... Um leið og félagi minn sagði þetta kom drynjandi þrumuveður. Þarna á Ceylon kom óveðrið oft allt í einu og fyrirvaralaust. Brakið i þrumunum endurómaði í marmara- salnum sem við vorum í, svo að mér fannst hann vera að hrynja. Og nú var um annað að hugsa en hangsa — við þurftum að loka öll- um gluggum og setja rafmagns- snerlana í gang til þess að hreinsa loftið. Og svo var líka kominn tími til að ganga á milli gestanna með hressinguna, ávexti og kampavín — og við áttum að leita gestina uppi með þessar trakteringar, hvar svc sem þeir voru. Ég var alltaf að hugsa um safírinn, og að ég hafði séð hann gráta á brjósti Anisju. Hefði brytinn séð mig þegar ég var að bera á borð, mundi hann hafa sett alvarlega ofaní við mig, því að ég skvetti kampavíninu á dúk- inn í hvert skifti sem ég hellti í glas, ef þrumudynurinn glumdi í salnum. Ég fann Anusju í einum innsta setuklefanum í veitingahúsinu. Hún sat þar í dýrindis sófa við hliðina á ungum liðsforingja í fullum skrúða. Ég þóttist sjá að þau væru nýlosnuð úr átakanlegum faðm- lögum, þegar ég kom inn með bakk- ann minn. Anusja var rjóð í kinn- um og gula hárið á henni var í úfn- um öldum, eins og eru á illa gerðum sjó. Og þegar hún brosti til mín voru smá-blóðdropar á neðri vör- inni á henni. Eins og hún hefði ver- ið bitin. Ég tók eftir þessu eins og ég væri í þoku, og hellti í kampa- vínsglösin þangað til út af flaut. Ég heyrði að Anusja hló að þessu í gamni, en þó hæðilega um leið, yfir klaufaskapnum í mér. Og þeg- ar ég leit niður á safírinn hennar gat engum skynibornum manni blandast hugur um að hann grét. Tárið, sem ég sá hrynja af honum, var svo greinilegt, að öll veröldin gat séð að steinninn gat grátið. Mér datt í hug hvort ég ætti ekki að þurrka það. Nei, það mátti enginn þjónn leyfa sér, hugsaði ég með mér, — að þurrka tár af brjósti gests. — Allt annað átti þjónn að þurrka. Og í staðinn þurrkaði ég af glös- unum, og þegar Anusja lyfti glasinu sínu til að dreypa á því, brosti hún til mín og sagði: — Viljið þér gera svo vel að ná í herðaskjólið mitt frammi í fatageymslunni, mig lang- ar til að fara út og sjá fegurð eld- inganna þarna úti á svölunum. — Þetta er sítt herðaskjól með perlu- gljáalit .... Ungi liðsforinginn stóð upp og hefur kannske ætlað sér að verða mér fyrri til, en Anasja stöðvaði hann. — Nei, sagði hún ákveðin, — ég vil ekki láta fylgja mér, Archie vinur minn. Ég vil njóta þrumu- veðursins ein. Jæja, svo að hún ætlaði sér það — leika sér að eldingunum og láta safírinn sinn gráta. Ef trúa skal kunningja mínum, hinum þeldökka Ceyionbúa, hefði þetta verið hreint og beint sjálfsmorðstilraun, því að hann hafði sagt að það boðaði slys þegar safírinn gréti. Ég varð að reyna að afstýra þessu, svo fram- arlega sem það stóð í mínu valdi. Eftir tæpa mínútu kom ég aftur með herðaskjólið hennar, og þá hafði hún lokið upp dyrunum út á svalirnar, og stóð þar — alein og hátignarleg. Ég sá skýra skugga- myndina af henni, er ný elding með bláum bjarma varp birtu yfir um- hverfið, ég gat séð útlínur hins granna líkama hennar undir fis- léttum kjólnumj áður en ég lagði perlumóðurskjólið á herðar henni. Þá sneri hún andlitinu að mér og hálfopnar varir hennar báðu að- eins um eitt. En ég hugsaði með mér, að safírinn yrði ég að sjá einu sinni enn, áður en ég kyssti hana — ég, þjónninn — nafnlaus karlmaður — ég var samt samboðinn þessari ókunnu konu .... — Nú, hvað er þetta? hvíslaði hún. — Þú horfir aðeins á hálsmen- ið mitt — þú lítur ekki á mig. Hvað gengur að þér ,,darling“? Og mi leiftraði aftur elding með bláum bjarma og þruman kom að heita mátti um leið, við vorum í bláu ljóshafi, og safírinn glóði og grét meir en nokkurn tíma áður. — Afsakið þér, frú, hvíslaði ég hásum rómi, — en vitið þér ekki að safírinn vðar er að gráta yfir yður? . . . Viljið þér ekki heldur að við lokum dyrunum, viljið þér ekki heldur . . . Ný elding truflaði mig í fram- haldinu, og ég fann ramma brenni- steinslykt berast gegn um dyrnar. Og þrumuhvellurinn, sem kom eft- ir, var cannkölluð þolraun fyrir all- ar hljóðhimnur. Anusja hafði hallað sér aftur á bak í faðmi mínum, og skinið úr augum hennar var mjúkt og heitt, alveg eins og í safirnum. — Ert þú hjátrúarfullur, Ger- mani? hvíslaði hún. — Nei, sagði ég og kyssti hana í áfergju. Ég gróf mig niður í þenn- an munn, — sem annar maður var nýbúinn að kyssa. Það var blóð- bragð að þessum kossi — hver veit nema ég hafi bitið hana líka? Hvað veit aumur og glataður karl- maðui' um slíkt og þvílíkt? Hann veit ekkert — skynjar ekkert nema vímuna og girndina, titrandi eins og eldingin í skýjunum. Jú, ég man að ég hafði stungið annari hendinni undir hálsfestina hennar — líka. Ég' man það. Stóðum við svona í heila klukku- stund? Eða svifum við á skýjum í langa eilífð? Mér fannst að minnsta kosti að ég væri ekkert í ætt við jarðríki .... Ekki fyrr en bylmings hnefi lenti á mér og dró úr mér máttinn. Og svo ný elding, held ég, sem gex'ði allt svart fyrir mér .... Ég lá á grúfu á ísköldu marmara- gólfinu þegar ég smám saman rakn- aði úr rotinu. Og ég lá með andlit- ið í blóðpolli úr mér sjálfum. Og við hliðina á mér sá ég safírinn hennar Anusju — glitrandi — með ótal slípiflötum, sem mér virtust svo kaldir núna. Ég varð líka var við að skór sparkaði í mig, og þetta var silfraður skór með oddhvassri tá. Og svo heyrði ég hróðuga liðs- foringjarödd sem sagði: — Á ég að láta gistihússnjósnarann tukthúsa hann, Anusja mín? Ég meina: fyrir tilraun til gimsteinaþjófnaðar? Ég heyrði hláturinn í Anusju hækka og lækka svolitla stund þarna inni i litlu einkastofunni þeirra. Svo sagði hún: — Nei, það ætti að duga, að þú lumbraðir svona eftirminnilega á honum, þessum freka dóna. Og svo sneri hún sér að mér og sagði hvæsandi: — Reyndu að hypja þig á burt, kvikindisgreyið þitt! Taktu saman pjönkurnar þínar og láttu ekki sjá þig hérna í gistihús- inu nokkurn tima framar. Annars skal ég láta lögregluna hirða þig! Ég var svo bólginn í kinnunum eftir löðrungana sem ég hafði feng- ið, að ég átti erfitt með að tala sæmilega skýrt þagar ég hitti starfs bróður minn í ganginum milli gisti- hússins og þjónabústaðanna. Hann glápti forviða á mig, því að hann sá hvort tveggja, að ég var bólginn í báðum kinnum eins og eftir verstu tannpínu, og að jakkinn minn var útataður í blóði. — Almáttugi Allah! sagði hann með öndina í hálsinum, — hvað hefur komið fyrir þig? — Ekki neitt, sagði ég, — ekki annað en að „grátandi safírinn" felldi nokkur tár í kvöld. Og þau tár voru ekki út af Anusju, eins og þú sérð! Og svo dinglaði ég áfram — inn í þjónabústaðinn. í síðasta sinn. ☆ Júlíana Hollandsdrottning átti afmæli fyrir nokkru síðan og var þá þessi mynd tekin af manni hennar og börnum á hallartröppunum í Soestdijé. Frá vinstri sjáum við Beatrix krón- prinsessu, Bernhard prins og prinsessurnar Marijke, Irene og Margriet.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.