Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 13
um með freyðandi bjórkrúsir í þvög- unni. Leo varð ekki um sel, er hann fékk að vita hjá vertinum, sem nú var orð- inn viðmælandi, að Fritz hefði ekki sézt. Kvöldið hafði liðið fljótt, og það var komið miðnætti. Leo sagðist verða að fara af stað strax, annars næði farang- urinn á bílnum ekki í tæka tíð. Við höfðum ekið í nokkra tíma og Leo var orðinn þreytulegur, er hann stöðvaði bílinn í litlu þorpi og við höl- uðum okkur sitt í hvoru horni stýris- hússins. Ég hrökk upp við það að Leo ræsti bílvélina, og í grárri morgunskímunni sá ég hvar lögregluþjónn stóð og horfði í áttina til okkar. Það tók tíma að átta sig á umhverf- inu, og það var ekki laust við að ölið frá kvöldinu áður segði til sín. Það var liðið fram á morguninn, er við ókum í gegn um sveitaþorp, þar sem skrúðganga var á leið til kirkju. Þetta var löng skrúðganga, og við urðum að bíða meðan hún fór fram hjá. Leo tautaði eitthvað og krossaði sig á meðan ég fór út og tók myndir af her- legheitunum. Víða meðfram veginum voru krossmerki, og kertaljós loguðuð sumstaðar í gluggum, þótt sólskin væri. ★ Við höfðum stanzað hjá veitingahúsi og fengið hressingu, og það var komið fram undir kvöld. Eftir að hafa ekið þrönga þjóðvegi gegnum mörg þorp og bæi, vorum við loks komnir á bílabraut- ina, sem liggur frá Nurnberg til Mun- chen. Ég hafði tekið að mér hlutverk Fritz sem aðstoðarbílstjóri og ekið bíln- um á móti Leo. „Það má ekki kloss- bremsa svona bílnum,“ hafði hann sagt. „Þá spænir þú dekkin, og umfram allt að nota mótorbremsuna, þegar farið er niður brekkur.“ Svo hafði hann útskýrt, hve mikið hjólbarðar undir svona farar- tæki kosta, og það var hreint ekkert smáræði. Það var því ekki um annað að gera fyrir mig, alls óvanan að aka stórum vörubíl með átta lesta aftaní- vagni, en að treysta á stýrið og flautuna. í einu þorpinu skall hurð nærri hæl- um, er við tókum ekki nógu stóra beygju fyrir hornið á ráðhúsinu, en sluppum til allrar hamingju með rispu á aftaní- vagninum. í annað skipti hafði ég kom- ið á heldur mikilli ferð inn á aðalgötu smáþorps, og þar sem þetta var helgi- dagur, var mannmargt á götunni. Þetta var einn þessara vingjarnlegu litlu bæja í sunnanverðu Þýzkalandi, þar sem „Rat- hausmarkt“ er aðalsamkomustaðurinn. Ég flautaði allt hvað af tók og allt hent- ist út af götunni, fólk, hundar og hænsni, í einni bendu. Vesalings fólkið hefur víst ekki hugs- að neitt fallega til okkar, þar sem við hurfum því í rykmekki, eftir slíka heim- sókn. Það bar fátt til tíðinda eftir að við komumst á bílabrautina. Engar þver- götur, og maður sá naumast bílana sem Sveinn Sæmundsson blaiafuiltrúi ferðaðist á fingrinum um Þýzkaland að loknu námi fyrir nokkrum árum og segir hér frá ferðinni komu á móti fyrir trjánum á milli ak- brautanna. Við ókum á áttatíu kílómetra hraða og margir fólksbílar komu fram með bílnum okkar og fóru fram úr, og þyt- urinn af ferð þeirra barst til okkar gegnum jafnagang dieselvélarinnar. ★ Fyrr í dag höfðum við ekið um stund meðfram austurþýzku landamærunum, þar sem á skiptir löndum með aust- rænum og vestrænum. Landið er þarna skógi vaxið, en á einum stað gekk nes fram í ána austanverða. Leo, sem hafði ekið um þessar slóðir í mörg ár, sagð- ist einu sinni hafa orðið sjónarvottur að hryllilegum atburði þarna á tang- anum. Fimm Austur-Þjóðverjar, tvær kon- ur og þrír karlar, höfðu ætlað að flýja til Vestur-Þýzkalands, og í leit sinni að heppilegum stað komið að þessu grasi gróna nesi. Enginn maður var sjáanleg- ur hvorugu megin árinnar, og þau gengu fram á oddann. En þá kvað við skot- hvellur og einn mannanna hné niður. Önnur konan kastaði sér yfir hann, en hin þrjú tóku á rás niður að ánni. Þá hófst vélbyssugelt uppi í skóglend- inu að austanverðu, og þarna voru þau fimm murkuð niður, í þann mund er langþráð takmark og frelsið blasti við skammt undan. Leo bætti því við, er við ókum þarna um, að enda þótt við sæjum engin merki varðmanna, þá lægju þeir í skóglend- inu beggja megin árinnar, og að þeir hefðu innrauðan ljósaútbúnað til þess að geta hæft skotmörk í myrkri. Margir hefðu fallið í gildruna þarna á nesinu vegna þess að slík ljós eru ósýnileg ber- um augum. ★ Við komum til Múnchen um kvöldið og á meðan Leo skilaði aftanívagnin- um, fór ég að skoða bjórkjallarann fræga, þar sem Hitler hélt eina af sín- mu frægu ræðum og nokkrir framtaks- samir náungar reyndu að ráða hann af dögum með sprengju. Sennilega liti heimurinn öðruvísi út í dag, ef það áform hefði heppnazt. Allt er nú breytt þarna í kjallaranum, frá mektardögum Hitlers. Bandaríska herstjórnin hefur látið innrétta hann sem íþróttasal fyrir setuliðið, og þar æfa nú hermennirnir box oð körfubolta. Stúlka, sem gekk með mér um bygginguna, sýndi mynd af því, hvernig umhorfs var eftir spreng- inguna, og var þar sannarlega allt úr skorðum gengið. Það er margt og merkilegt að sjá í Múnchen, að bjórkjallaranum slepptum, en tíminn var naumur í þetta sinn, og við lögðum af stað til Rosenheim, þegar búið var að ganga frá papppírum fyrir aftanívagninn. Rosenheim er vingjarnlegur, lítill bær, skammt frá landamærum Austur- ríkis. íbúarnir eru Suður-Þjóðverjar af bezta tagi, léttlyndir og lífsglaðir. Við komum til Rosenheim að kveldi annars hvítasunnudags, og þótt sumarið væri enn ekki gengið í garð, var samt hlítt og logn yfir bænum og margl fólk á götunum og í lystigarðinum. Frh. á bls. 32

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.