Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 10
Það kom ekki oft fyrir, að furstinn keypti eitt eintak af nokkrum hlut. Af Rolls-Royce bifreiðum keypti hann jafn- vel stundum hálfa tylft í einu. Þetta var lítill maður og gildvaxinn, úteygur og augun karamellubrún, en fingurnir stuttir og gildir, brúnleitir og silkimjúkir. Hann hafði viðkvæmt hör- und með smágervum hrukkum. Hring- arnir frægu voru sokknir í holdið. Hann var svitagjarn og þó ekki illa þefjandi. Alltaf fór klæðnaður hans ótrúlega vel. Þjónar hans sátu við það tímunum saman, að bursta reiðstígvél hans af mikilli vandvirkni, og þrisvar á dag skipti hann um silkiskyrtur. Hann átti tuttugu og fjórar snyrtitöskur úr svína- skinni, fullar af krystalsflöskum með gulltöppum. í hár sitt notaði hann Row- lands Macassarolíu, en Kölnarvatn í vasaklútana. Þegar hann kveikti í vind- lingi fyrir gesti sína, smellti hann upp gullkveikjaranum, sem aldrei bilaði, með snoturri sveiflu. Reiðmaður var hann mikill að sjálf- sögðu, og lék vel bæði póló og krikket, því hann hafði stundað nám við háskól- ana í Harrow og Cambridge. Hann var ekki í tölu hinna fremstu fursta, sem staðhæft var að ættu fullar sundlaugar af perlum og gimsteinum. En hann átti nægilegt af skartgripum til þess að fylla venjulegt baðker upp á barma. Hann var snjall í vetraríþróttum og fimur að skjóta tígrisdýr af fílsbaki. Furstinn var örlítið rangeygður á öðru auga og það var blár blettur á nefi hans eftir sprengingu. Hann var um fimmtugt að aldri. Þegar hann tók ofan vefjarhöttinn, mátti sjá að hár hans var strítt eins og fax á hrossi. Furstafrúin, sem var seinni kona hans, var tuttugu og sjö ára. Hún var komin af miðstéttarfólki í Seattle og hafði ver- ið skritstofustúlka. Hafði hún kvænzt honum til þess að geta orðið auðug hefðarfrú, — og vegna Þess að hún hélt að Indland væri eins og í Þúsund og einni nótt. En er stundir liðu fram, gerðist hún leið á öllu þar i landi, og gat ekki stillt sig um að kvarta og kveina. Og nú var hún komin langt á leið. Hún var skelfingu lostin. Þau umgengust með brennandi hatri. Nú var rómantík samlífsins fokin út í veður og vind og hún fyrirleit ástar- atlot hans, kardemommueiminn, sem af honum lagði, fyrirleit litarhátt hans, fyrirleit hann af því að hann bar ekki nægilega „virðingu“ fyrir henni, af því hann var húsbóndi hennar og herra. Hún kveinkaði sér í innsta eðli, hvert 10 FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.