Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 24

Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 24
Bíll Stephens Bell skrikaði í beygj- unni á þvengmjóum veginum. Það ýlfr- aði í votum hemlunum, þegar hann forð- aði bílnum frá að renna út af. Eld- ingarnar dönsuðu milli skýjanna. Stephen ók þungbúinn áfram í aus- andi rigningunni, en svo komu elding- arnar aftur og voru nú nær en áður, svo að hann afréð að nema staðar á fyrsta gististað, sem fyrir yrði. Honum þótti of áhættusamt að halda áfram alla leið til Carlshead í svona veðri. Það lá við að hann væri kominn fram hjá í myrkrinu, er hann grillti í lágt steinhús spölkorn frá veginum. Hann reyndi að lesa nafnið gegnum rúðuna, sem rigningin buldi á. Travallers Rest! Hann ók bílnum fast upp að dyrunum og hljóp inn í dyrnar. Hann sá í dimman gang, er hann opn- aði og kona kom fram úr myrkrinu. — Við erum ekki búin að opna ennþá, sagði hún. — Ég ætlaði ekki að spyrja um veit- ingar, sagði hann. — Ég þarf að fá her- bergi í nótt. — Herbergi. Nei, það er víst ekki hægt. — Þetta er gistihús — er ekki svo? — Jú, en .... Pabbi. Það er ungur maður hérna, sem er að biðja um gist- ingu í nótt. Gestgjafinn — Stephen komst seinna að því, að hann hét Briggs — kom fram, staðnæmdist og glápti á gestinn. — Herbergi, endurtók hann. — Við tök- um sjaldan á móti fólki til gistingar. Það er ekki langt héðan til Carlshead, eins og þér vitið. Þér fáið betri gist- ingu þar. Við höfum ekki heitt vatn í herbergjunum hérna. — Heyrið þér, sagði Stephen. — Ég kemst ekki lengra í þessu óveðri. Ég þarf ekkert nema svolítinn matarbita, herbergi til að sofa í og skýli fyrir bíl- inn. — Bílinn! Ég heyrði ekki að þér kom- uð akandi .... — Það heyrist ekkert fyrir óveðrinu. Jæja, fæ ég að vera? — Jæja, við segjum það þá. Clarie, taktu til í herberginu handa herra .... ? — Bell, heiti ég. — .... herra Bell, og náðu í eitt- hvað handa honum að borða. Dugar yður að fá steikt flesk og egg, herra Bell? — Ágætt, sagði Stephen. — Ég ætla að ná í handkoffortið mitt, og svo ætla ég að biðja yður að gera svo vel að segja mér hvar bílaskýlið er. Það er fullt af sýnishornum í aftursætinu. — Einmitt, — svo að þér eruð þá sölumaður, ha? Akið þér oft imi þess- ar slóðir? — Ég á sjálfsagt eftir að gera það. Þetta er fyrsta ferðin mín hérna. Stephen snaraðist út í óveðrið. Gest- gjafinn beið hans, er hann kom inn aftur með koffortið. — Jæja, herra Bell. Við ökum baka- til við húsið. Hlaðið bak við húsið var eitt forar- 24 FÁLKINN ÁSTARBRÉF SEM dýki, en vagnskýlið var þurrt. Þegar Stephen kom út úr bílnum, sá hann annan bíl standa þar. — Þetta er bíllinn minn, sagði gest- gjafinn, — en hann er bilaður. Ég nota hann varla hvort sem er, meðan veðrið er svona. Gestgjafinn hvarf síðan inn í vínstúk- una, en Stephen varð eftir hjá stúlk- unni. Allt í einu tók hann eftir að hún var að stelast til að taka eftir hverri hreyfingu hans. Það fór hrollur um hann. Hann hugsaði sér að hann skyldi komast af stað undireins í birtingu í fyrramálið. — Gæti ég fengið að setjast einhvers- staðar til að skrifa? spurði hann. — Sjálfsagt. Það er svolítil skrifstofa hérna, sagði hún hreykin og sýndi hon- um inn í litla, kalda kompu á efri hæð- inni. Olíulampi stóð á skrifborðinu. Hún kveikti á honum og fór svo út. Honum var léttir að því að sjá hana fara. Honum hafði fundizt svo óhugnan- legt, þegar hún var að gjóta til hans augunum í laumi. Honum leizt ekki á gamla manninn, föður hennar, heldur. Hann einsetti sér að sofa með veskið sitt undir koddanum og læsa vandlega að sér — ef nokkur lykill væri þá í skráargatinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.