Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 30.11.1960, Blaðsíða 16
HVAIIHISIIHIÆSIII Mll? 21. MARZ - 20. APRÍL 21. APRÍL- 21. MAÍ 22. MAÍ 21. JÚNÍ 22. JÚNÍ 22. JÚLÍ 23. JÚLÍ - 23. ÁGÚST 24. ÁGÚST- 23. SEPT. 24. SEPT,— 23. OKT. 24. OKT..— 22. NÓV. 23. NÖV. — 21. DES. 22. DE5. — 20. JAN. 21. JAN. - 18. FEBR. 19. FEBR. — 20. MARZ STJÖRN USPÁIN HrútsmerkiS. Þér skuluð ekki hvika hið minnsta frá hugmyndum yðar og stefnu í þessari viku og láta ekki gagnrýni annarra hafa áhrif á yður. Þér eruð á réttri braut og stjörnurnar eru yður hliðhollar. Á sviði ástarmálanna verður næsta vika erfiður tími, — tími vonar og ótta. Ef yður geðjast vel að eftirvæntingu og spenningi, þá mun yður ekki leiðast í næstu viku. Þér skuluð ekki hika við að reyna nýjar leiðir og taka djarflegar ákvarðanir. Pyrir ungt fólk verður vikan rómantísk, en þar verður á ferðinni rómantík, sem varhugavert er að taka of há- tíðlega. Tvíburamerkið. Vikan verður erilsöm, en lífleg. Það eru miklar breytingar að gerast I lífi yðar. Það var mál til komið að þér breyttuð viðhorfi yðar til ýmissa mála. Eftir helgina mun gamall vinur yðar leita á náðir yðar og þér skuluð hjáipa honum, þótt þér eigið erfitt. með það. Krabbamerkið. Þér hafið víst verið einum of örlátur og bjartsýnn i pen- ingamálunum í seinni tíð, og nú er tími reikningskilanna kominn. Það er þó ekki nauðsynlegt að tileinka sér and- stæða öfga og gerast nirfill. Hinn gullni meðalvegur er jafnan happasælastur, en er vandrataður. Ljónsmerkið. Eftir annir og erfiði undangenginna vikna, fáið þér nú loksins betri tíma og getið því sinnt hugðarefnum yðar. Þér mættuð gjarnan vera örlítið ákveðnari á vinnustað. Það mun veita yður aukna virðingu og traust.. Á laugar- daginn berast skemmtilega óvænt tíðindi. Jómfrúarmerkið. Þér verðið fyrir miklu baktali, sem stafar af einhverju, sem þér hafið gert eða sagt í ógáti. Látið það sem vind um eyrun þjóta og hafið ekki áhyggjur af því. Rógburðurinn þagnar smátt og smátt, ef þér látið eins og ekkerfc hafi ískorizt og komið fram eins og þér eruð vanur. Vogarmerkið. Margvísleg vandamál verða á vegi yðar í þessari viku, en yður mun takast að leysa þau öll á giftusamlegan hátfc. Þér skuluð ekki hika við að ráðfæra yður við aðra, en vandið þó vel vai trúnaðarmanna yðar. Á laugardag eða mánudag býðst yður tækifæri, sem þér skuluð taka á stund- inni. Drekamerkið: Þér skuluð ekki örvænta, þótt. persóna, sem yður er mjög kær, hagi sér vægast sagt einkennilega þessa dagana. Þetta líður hjá fyrr en varir. í vikulokin kemur dálítið óvænt fyrir, sem snertir yður persónulega. Það gerist á opinberum stað í viðurvisfc fjölda manna. BogmaSurinn. Yður mun finnast vikan heldur hversdagsleg og viðburða- snauð, en litlu atvikin geta líka haft sína þýðingu og verið skemmtileg engu síður en hinir stórfenglegu atburðir. I ástamálum verður vikan hagstæð, sérstaklega fyrir ungt fólk, og þá, sem eru ungir í anda. Geitarmerkið. Það birtir í ríkum mæli í lífi yðar þessa viku. Ollum erfiðleikum og hindrunum er skyndilega rutt úr vegi. Þér fáið góð tilboð, en þér skuluð þó íhuga vendilega, hvort þau henta yður vel. Heimilislífið verður dálítið erfitfc, en yður mun takast að kippa því í lag með réttum skilningi. Vatnsberamerkið. Yður hættir fcil að hafa eilítið ákveðnar skoðanir og setja þær fram á þann hátt, að svo virðist. sem þér álítið engan vita betur en einmitt yður sjálfan. Þetta hefur særandi og óþægileg áhrif á þá, sem umgangast yður. Reynið að taka meira tillit til skoðana og hugmynda annarra. Fiskamerkið. Ef yður tekst að skilja hismið frá kjarnanum, verður þetta Ijómandi góð vika. Varizt að fara út á braut, sem þér hafið ekki nægilega þekkingu á, og reynið heldur að einbeita kröftum yðar að því, sem er yðar rétta svið. Því fyrr sem menn viðurkenna mistök sín, því betra. — Þú skilur, Kata, að þetta veldur þér mikilli kvöl. Ég ætla mér ekki að gera sem minnst úr málinu, það er heldur ekki nein ástæða til þess. Manstu kvöldið, sem ég kom heim til þín, til þess að biðja þig um að reyna að hindra að Frank færi hingað? Hún kinkaði kolli og hann hélt áfram: — Ég sagði þér, að ég hefði áhyggjur af honum. Ég var hræddur um að hann yrði þá og þegar að aumingja. Ég held enn, að ég hafi haft rétt fyrir mér Þá. Ef hann hefði farið á hressingarhæli og fengið hvíld, mundi hann líklega líta öðrum augum á margt núna. En eins og þú veizt, var hann ófáanlegur til að taka sér hvíld. Hann krafðist þess að taka að sér erindið hérna, og því miður kom á daginn, að hann vildi kom- ast hingað til þess að gefa ákveðnar. upplýsingar. Hún vætti varirnar og sagði hásróma: — Hvað áttu við með „þeim“, Adrian. Það kom hörkusvipur á andlitið. — Ég á við vini hans bak við járntjaldið. — Ég trúi því ekki, hvíslaði hún. — Frank mundi aldrei gera slíkt. Hann gat það ekki, þó hann hefði viljað! Hvernig dirfist þú að gefa þetta í skyn? Hann mundi aldrei geta svikið land sitt. — Hann mundi fúslega hafa gengið út í opinn dauðann fyrir það! Sir Alex- ander sagði mér, að hann væri einn af beztu og trúustu samverkamönnum, sem hann hefði nokkurn tíma haft. — Jæja, þú hefur haft samband við sir Alexander? Kannske hann hafi sent þig hingað? sagði Freda hvöss. Það var Adrian sem svaraði: — Það er ofur eðlilegt, Freda. Þegar Frank hvarf, urðu þeir að ná sambandi við ættingja hans. Hann sneri sér að Kötu: — Hafði sir Alexander nokkurn grun? Ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér. — Það hafði hann vitanlega ekki. Hann þekkti Frank. Honum hefði aldrei getað dottið í hug, að gruna hann! Rödd hennar var sár. — Hvað ætlið þið að telja mér trú um? Þú sagðir, að Frank hefði horfið í eyðimörkinni meðan þú varst að ná í hjálp. Hvernig ættir þú að geta vitað nokkuð um það, sem gerð- ist þar á eftir? Eða er öll flugusagan þín kannske lygi? Var það ekki þannig, sem þetta gerðist? Hann gekk út að dyraglugganum og kveikti sér í vindlingi. Nú sneri hann bakinu að henni meðan hann talaði. — Ég játa, að ég sagði þér ekki satt, Kata. Ég reyndi að bjarga mannorði bróður þíns. Mér þótti — og þykir — mjög vænt um hann, og auk þess hugs- aði ég til þín. Ég vildi ekki, að þú skyldir líða fyrir það að bróðir þinn sveik land sitt sjálfviljugur og gekk í þjónustu þeirra fyrir handan járn- tjaldið -— kannske til að skaða sitt eigið land. Ég hélt að það væri skárra, að hann yrði talinn dáinn. — Ég trúi ekki einu orði af því, sem þú ert að segja! — Gerirðu það ekki? .... Hann sneri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.