Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 9
um þangað þrettán dögum eftir aðfanga- dag, en þá byrja jólin eftir rússneskum sið. Við komum nógu snemma til þess að geta hvílt okkur örlítið áður en hátíða- höldin byrjuðu. Er við komum til húss okkar gamla vinar frá vetrinum áður, Ivans Viktoriovitch, var heimilisfólk hans í óða önn að búa sig í betri fötin, því allir ætluðu í kirkju. Þegar klukk- urnar hringdu streymdi fólkið úr öllum litlu timburhúsunum og fylltu kirkjuna. Þar brunnu ótal kertaljós og reykelsis- ilmurinn angaði um allt. Presturinn, innfæddur Kamsjatkamaður, stóð fyrir altaris klæddur litfögrum hökli. Guðs- þjónustan stóð í tvo tíma og mest allan tímann las presturinn af ofsahraða upp úr bók. Þetta gekk svo fljótt, að maður hafði það á tilfinningunni, að þetta væri gert til þess að enginn viðstaddra skildi orð af því, sem fram færi. Stöku sinn- um krossaði söfnuðurinn sig og stöku sinnum söng meðhjálparinn sálm eða las smápistil, allt með sama ofsahraðan- um og presturinn. Þegar að guðsþjón- ustunni lokinni fóru allir heim til sín og háttuðu, enda átti að vera snemma á fótum næsta morgun. Við fórum á fætur klukkan fimm og eftir sameigin- lega tedrykkju var farið til kirkju. Á jóladag var það skylda prests og meðhjálpara að halda andakt við hvert einasta hús í þorpinu. Fer hún þannig fram, að presturinn heldur krossi fyrir myndinni af dýrlingi hússins, les nokkr- ar bænir og meðhjálparinn syngur. — Kveikt er á kertum og fjölskyldan stend- ur þögul að baki prests. Athöfnin stend- ur aðeins í nokkrar mínútur og síðan er presti gefið vín og matur. í þorpinu voru milli 15 og 20 hús og geta menn því gert sér í hugarlund hvernig þessir tveir geistlegu menn eru á sig komnir að starfi sínu loknu. Á jóladag fara menn líka í heimsóknir til nágrannanna. Það eru þó aðeins karl- mennirnir, sem fara þann dag, konur fara daginn eftir. Borðin eru dekkuð beztu kræsingum, allir eru klæddir sín- um beztu fötum og allir eru dálítið há- tíðlegir. Við fylgdum siðum þorpsbúa, fórum í flest húsin, drukkum te, borð- uðum steikta fugla, sjóbirting og margt annað góðgæti. Karlarnir voru flestir nýkomnir úr löngum veiðiferðum og höfðu margar frægðarsögur að segja. Á þriðja í jólum var komið að ung- lingunum að skemmta sér. Stúlkur og drengir klæddust hinum furðulegustu búningum og voru óþekkjanleg. Með grímur fyrir andlitinu gengu þau um þorpið og inn í öll hús. Áttu heimamenn að reyna að þekkja hver það væri, ef það tókst ekki var haldið áfram í næsta hús en tækist að þekkja einhvern varð mikil gleði. Á þriðja í jólum var líka haldinn dansleikur um kvöldið, en að því loknu var hinum opinberu jólahátíðahöldum lokið og hver mátti gera það, sem hann vildi. En allan tímann milli jóla og ný- árs gekk ekki á öðru en fjörlegum há- tíðahöldum og glensi og fyrst viku eftir jól fóru veiðimennirnir aftur að heiman. Eftir þriggja daga hátíðahöld höfðum við fengið nóg og héldum áfram á hunda- sleðum okkar í átt til hirðingjanna í fjallahéruðum Kamstjaka. Árið eftir héldum við jól á ferð um Súezskurð. Við vorum á sænsku skipi, á leið til Svíþjóðar. Skipstjórinn sá um, Á jóladag var það skylda prestsins að halda andakt við hvert einasta hús í þorpinu... FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.