Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 16
HULDUKONA BIÐUR UM FAR Fyrir tuttugu og þremur árum — eða nánar tiltekið sumarið. 1937, vann ég á skrifstofu í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem ég dvaldi í höfuðstaðn- um yfir sumartímann, því venjan var, að ég færi norður til minna heimkynna með vordögunum, en kæmi suður með haustinu. Því var það, að þetta um- rædda sumar, dvaldi hugurinn löngum stundum norður í Öxarfirði. Ég hugs- aði þá oft um yndisstundir æskuáranna, en þær minningar voru mér dýrmætar. Eitt af því, sem ég skemmti mér við á unglingsárunum heima, var að veiða silung í ám og vötnum, þegar sumri tók að halla. Þá mátti heita að allar ár, vötn og lækir í sveitinni væru auð- ugar af silungi, stórum og smáum. En á styrjaldarárunum — 1914—18 — voru veiðarnar sóttar mjög fast, bæði af mér og öðrum, og það hafði sínar afleið- ingar. Eftir 1920 fór silungurinn alvar- lega minnkandi í ánum, og nú var svo komið, að veiðin var víðast orðin sára- lítil. Mér flaug því í hug, hvort ekki mundi vera tiltök að bæta úr þessu með fiskirækt og öðrum skynsamlegum ráðstöfunum, sem miðuðu að því, að auka silunginn í ánum. Um þetta hugs- aði ég mikið, unz ég tók það ráð, að skrifa Ólafi á Hellulandi, sem þá var fiskiræktarráðunautur, og spyrjast fyr- ir um það, hvort hann mundi vera fá- anlegur til að mæta á fundi í Öxar- firði þá um sumarið, þar sem þetta mál yrði tekið fyrir og rætt ýtarlega. Ólaf- ur tók þessu vel, sem hans var von og vísa. Þá skrifaði ég hreppsnefndar- oddvita Öxarfjarðarhrepps og sagði hon- um frá hinum góðu undirtektum Ólafs og bað hann að undirbúa fundinn og boða hann. Þetta gekk allt að óskum. Ég man ekki betur en að fundurinn væri ákveðinn 12. sept. Eftir þetta var ég staðráðinn í því, að fara norður í Axarfjörð og sitja um- ræddan fund. En í þá daga var ekki eins auðvelt að ferðast og nú á dögum. Vegirnir voru svo stórgrýttir, ósléttir og illir yfirferðar, að það var með hörku- brögðum, að maður gat komizt á bif- reið á tveimur dögum þá leið, sem nú er leikur að fara á einum degi. Sér- staklega var Hvalfjarðarvegurinn ill- ræmdur á þeim árum. Og enn í dag fyllist hugur minn hryllingi, þegar ég hugsa um ferðalag mitt kringum Hval- fjörð 1 þá daga. Ég átti gamla Chevrolet-fólksbifreið, litla og létta, og ákvað ég að fara á henni norður. En eigi vildi ég taka far- þega, því að ég treysti ekki bifreiðinni meira en svo á hinum vondu vegum, og hugsaði sem svo, að ef bifreiðin bil- aði á leiðinni, væri bezt að þeir erfið- leikar og tafir lentu á mér einum, en ekki öðrum. Það er svo skammt af því að segja, að ég lagði af stað síðla dags hinn 8. sept., og hugsaði mér að komast að Hvanneyri um kvöldið, sem ég og gerði. Síðasti maðurinn, sem ég átti tal við, áður en ég lagði af stað, var góðvinur minn, H. J. Hólmjárn forstjóri. Hann óskaði mér góðrar ferðar, sem ég og þakkaði, því að ég hugsaði sem svo, að ekki mundi af veita, enda reyndust hinar góðu óskir Hólmjárns mér betri en engar. I einu orði sagt, gekk öll ferðin að óskum. En í upphafi þessarar ferðar kom fyrir mig atvik, sem mér hefur alltaf þótt næsta furðulegt og með öllu gjörsamlega óskiljanlegt. Þar sem margur hefur gaman af að heyra sagt frá dularfullum atburðum, skal ég nú greina frá þessum fyrirburði, sem mér er ennþá eins minnisstæður og að hann hefði skeð fyrir nokkrum dögum. Nokkru fyrir ofan Grafarholt er dá- lítið vatnsfall, sem ýmist er nefnt Lamb- hagalækur eða Korpúlfsstaðaá. Sumir nefna ána Úlfarsá, en ekki hef ég hug- mynd um hið rétta nafn árinnar. En það skiptir engu máli í þessu sambandi. En nú er það af ferð minni að segja, að þegar ég nálgast brún á læk þess- um, sá ég hvar kvenmaður stóð við brúna og gaf mér merki um að stöðva bifreiðina. Ég opnaði bifreiðina og bauð henni sæti, en spurði jafnframt hversu langt hún ætlaði. Hún gaf næsta lítið út á það, og lét ég það gott heita, þvi að ég hugsaði sem svo, að stúlkukindin mundi gjöra mér aðvart, áður en hún ætlaði að stíga út úr bifreiðinni. Nú fór ég í laumi að gefa stúlkunni nokkr- ar gætur, því að mér fannst hún eitt- hvað undarleg. En ekkert lét ég það þó á mig fá, því að á þeim árum var ég ekki að setja fyrir mig smámuni. En geðfelld var hún ekki. Hún var vel í meðallagi há, frekar grönn og hold- skörp og ekki fríð í andliti, en mæðu- svipurinn á andlitinu átti nokkurn þátt Frh. á bls. 32 Benjamín Sigvaldason skrifar hér fyrir FÁLKANN frásögn af sönnum atburði. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.