Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 25
að spyrja kerfisbundið alla íbúa ná- grennisins, kom .í ljós, að kvöldið áður hafði fjöldi hundaeigenda gengið einmitt stíginn, þar sem lík Bang-Jensens fannst. Þeir höfðu ekki séð neitt lík þarna og hundarnir þeirra höfðu heldur ekki sýnt nein merki þess að þeir yrðu varir við neitt sérstakt, enda þótt líkið lægi þann- ig á stígnum, að vegfarendur hefðu næst- um átt að detta um það. Copp og Peck telja því auðsætt, að ekkert lík hafi legið á þessum stað, þegar dimma tók að kveldi hins 25. nóvember. Annað mikilvægt atriði, sem lögregl- unni var ekki kunnugt um, er að tveir nágrannanna, hjónin Hageman, heyrðu skot um ellefuleytið um kvöldið. Þau ræddu um þetta sín á milli, en hugs- uðu síðan sem svo, að þetta væru senni- lega strákar að leika sér. Slíkt hafði gerzt áður. Burtséð frá því, hvort þetta var dauðaskotið eða ekki, — er þá hugsan- legt, að Bang-Jensen hafi ráfað um stíg- inn í niðamyrkri næturinnar til þess að svifta sig lífi? Copp og Peck álíta, að svo sé ekki. Aðstæðurnar eru ekki slíkar. Stígurinn bugðast milli trjánna, það eru engar luktir þarna, — maður sér ekki handa- skil í myrkrinu. Þeir félagarnir hafa rannsakað staðhætti og segja, að maður komizt varla hjá því að falla í lítinn pytt við stíginn. Þegar rannsakað er, hvort um morð eða sjálfsmorð var að ræða, skiptir miklu máli að fá vitneskju um hvernig hinum látna var innanbrjósts. Þeir félagarnir tæddu við yfirmenn og starfs- félaga hans í CARE, þar sem hann vann síðustu mánuðina, sem hann lifði. Bang-Jensen var mjög niðurdreginn, þegar hann hóf vinnu í þessari alþjóð- legu hjálparstofnun. Deilan hjá Samein- uðu þjóðunum hafði fengið mikið á hann. Hann hafði verið þjakaður af ör- væntingu og vonleysi. Um tíma hafði hann ekki getað unnið og hann hafði minnzt á sjálfsmorð við nokkra vini sína. En hver er sá, sem ekki hugsar til slíks, þegar allt virðist skuggalegt og vonlaust? Öllu mikilvægari er sú staðreynd, að með hjálp sálfræðinga tókst honum að vinna bug á þunglyndi sínu oghann var aftur orðinn vongóður og lífsglað- ur. Hann var aftur orðinn fullur starfs- orku og vinnugleði. Aðeins fáeinum dög- um áður en hann hvarf, hafði hann lagt síðustu hönd á langa og ítarlega rannsókn fyrir CARE og yfirmenn hans voru svo ánægðir með starf hans, að þeir buðu honum fasta og örugga stöðu hjá stofnuninni. Allir voru sammála um, að hann hefði jafnað sig til fulls. Sízt af öllu bjuggust menn við að þessi við- kunnanlegi og hjálpsami starfsfélagi fremdi sjálfsmorð. En hefur nokkur minnzt á, að hin- um megin við járntjaldið hafi menn viljað hann feigan? Var hann ekki allt of lítilfjörleg persóna, ári eftir að hann hafði verið rekinn frá Sameinuðu þjóð- unum? Ef til vill ekki. Hvað sem öðru líður, er ýmislegt sem bendir til þess, að hann hafi verið hættulegur maður í augum Rússa. Það er alkunnugt, að Bang-Jensen reyndi að minnsta kosti einu sinni að hjálpa háttsettum Rússa að flýja. Bang- Jensen fór til Washington í von um að fá samtal við Eisenhower forseta, eða að minnsta kosti Allen Dulles. Tilraunin misheppnaðist, en Moskva fékk nasa- sjón af málinu. Viðkomandi Rússi var kallaður heim þegar í stað og ekkert hefur spurzt til hans síðan. Rithöfundarnir tveir segja frá athygl- isverðum atburði, sem gerðist síðustu dagana sem Bang-Jensen lifði. 25. ágúst 1959 hitti hann gamlan kunningja á horni First Avenue og 42. götu, rétt hjá byggingu Sameinuðu þjóðanna. Peck og Copp vita hvorki nafn né þjóðerni þessa manns, en ég hef fengið þær upplýsingar eftir öðrum leiðum, að hann hafi verið Ungverji. Samkvæmt því, sem Bang-Jensen hafði trúað vinum sínum og ættingj- um fyrir, segja Copp og Peck þannig frá samtalinu: Ungverjinn sagði við Bang-Jensen, að hann hefði vanmetið þá krafta, sem hann hefði á móti sér. Því vildi Bang- Jensen ekki trúa, en Ungverjinn sagði honum, að Rússar hefðu komið fyrir leynilegum hljóðnemum í herberginu í Wallnerstrassa 6 A, þar sem ungverska nefndin yfirheyrði ungversku vitnin, — vitnin, sem Bang-Jensen vildi ekki gefa upp nöfnin á. Ungverjinn kvaðst sjálfur hafa heyrt segulbandsupptökuna af yfir- heyrslunum. Bang-Jensen varð skelfingu lostinn, er hann heyrði Þetta. Öll baráttan, sem hafði kostað hann stöðuna hafði sem sé verið til einskis. Rússarnir höfðu vitað allt saman, bæði nöfnin og það, sem hver einstakur hafði sagt. Meðan á samtalinu stóð kviknaði samt von í brjósti Bang-Jensen. Ef hann gat náð í segulbandsupptökuna gat hann fært sönnur á, að hann hafði haft ástæðu til að neita að afhenda nöfnin. Ef til vill mundi hann fá stöðu sína aftur? Ungverjinn lofaði að gera það sem hann gæti. En það reyndist erfitt .... í nokkra daga var Bang-Jensen bjart- sýnni, en hann hafði lengi verið. En 27. ágúst brást vonin. Þá hitti hann Ungverjann og fékk þær fréttir, að hann gæti ekki með neinu móti náð í böndin. Er eitthvert samhengi á milli þessara samtala og dauða Bang-Jensens? Það getur virzt svo. í einum vasa Bang-Jensens fannst kveðjubréf. Það var skrifað með hans eigin hendi og stílað til konu hans. Eitt hefur mér alltaf komið undar- lega fyrir sjónir í sambandi við þetta kveðjubréf. Tveimur árum áður hafði Bang-Jensen, — næstum eins og hann hafi fundið á sér, hvað átti fyrir hon- um að liggja — skrifað bréf til konu sinnar og nokkurra trúnaðarvina. í þessu bréfi segir hann, að ef hann skyldi einn góðan veðurdag finnast lát- inn fyrir neðan opinn glugga eða hljóta einhvers konar voveiflegan dauðdaga, þá mættu þau ekki halda, að hann hefði svift sig lífi. Það mundi hann ekki gera undir neinum kringumstæðum, það ,„mundi vera algerlega andstætt eðli mínu og trúarsannfæringu“. Og enn seg- ir í bréfinu: „Ef það finnst bréf um þetta með minni eiginhandi, þá er það falsað.“ Menn geta að sjálfsögðu breytt um lífsviðhorf og trúarsannfæringu á tveim- ur erfiðum árum. En mér fyrir mitt leyti finnst sennilegast, að maður, sem hefur skrifað þetta, en samt svift sig lífi og skilið eftir kveðjubréf, — mundi taka aftur, það sem hann hefði skrif- að áður. En í kveðjubréfinu til konu sinnar, minnist hann ekki einu orði á það, sem hann hafði skrifað áður. Voru þetta dulbúin skilaboð til Helen Bang- Jensen um að kveðjubréfið hefði ekki verið skrifað af fúsum vilja? Copp og Peck afhjúpa tvennt, sem styður þennan grun. Aðvörun Ungverj- ans um að Bang-Jensen hefði vanmetið þá krafta, sem voru á móti honum, stendur orðrétt í kveðjubréfinu til kon- unnar. Þegar lögreglan leyfði Copp að sjá kveðjubréfið, uppgötvaði hann lítið atriði, sem enginn hafði tekið eftir fyrr. Frh. á bls. 30 Ráðgátan um dauða Povl Bang-Jensen hefur enn ekki verið leyst í janúar- mánuði næstkomandi kemur út bók í Bandaríkjunum með upplýsingum, sem allar hníga í þá átt, að hann hafi ekki svift sig lífi... FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.