Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 28

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 28
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP í TRÚNAÐI. Þetta er fyrsta samkvæmið mitt, sagði Irena glaðlega, er hún settist við borðið. Coral horfði hugsandi á hana. — Þú hefur sjálfsagt oft átt heima í gistihúsum á Englandi, sagði hún. Irenu varð hugsað til leiguherbergisins síns og hló. — Nei, það er öðru nær. Skrifstofustúlkur hafa ekki efni á að búa í gistihúsum. Ég átti heima í leiguherbergi. — Ég átti við eftir að þið giftust, sagði Coral. — Við giftumst sama daginn sem við fórum á skipsfjöl, sagið Irena. Coral horfði á hana yfir borðið og augnaráðið varð annarlegt. — Já, einmitt, ég skil, sagði hún. Svo þagði hún um stund, eins og hún þyrfti að melta þessa frétt. Sneri sér svo að Hugh og fór að tala um eitthvað annað, — ýmis- legt, sem hafði gerzt meðan hann var að heiman. Hún nefndi sameiginlega kunningja með nafni og sagði fréttir af þeim. Irena kannaðist við ýms þessi nöfn, eftir samtölin við Vale- rie og Bill. Hún reyndi að taka þátt í samtalinu með því að skjóta inn spurningum við og við, og áður en Hugh gafst tími til að svara, hafði Coral jafnan komið með eitthvert svar út í hött. Hún var ekki beinlínis ósvífin, en svaraði þannig, að Irene gafst upp við að spyrja frekar. Coral mundi vafalaust fara þegar borðhaldinu lyki, og þá mundi Hugh ekki reyna að halda í hana, hugsaði Irena með sér. En Coral sýndi ekkert fararsnið á sér. Þvert á móti lét hún sem hún væri heima hjá sér. Það hefði frekar mátt halda, að hún væri húsmóðirin og Irena gesturinn. Hún var bæði fyndin og gamansöm, en hvað sem því leið þá varð því ekki neitað, að það var hún, sem átti kvöldið, sem Irena hafði vænzt sér svo mikils af .... og það var Hugh að kenna. Það þótti Irenu verst, að Hugh skyldi hafa haldið í Coral — fengið hana til að vera. Klukkan var orðin tíu, þegar Coral stóð upp og myndaði sig til að fara — og þá var það Hugh, sem hún sneri sér að — ekki Irena. — Jæja, Hugh — ætli það sé ekki bezt að reyna að kom- ast heim. Irena stóð upp, hana hitnaði í kinnarnar. -—- Það var gaman að hafa þig hérna — og hjartans þakkir fyrir alla hjálpina. Ég er viss um, að ég kemst af án þess að þurfa að níðast frekar á þér. Og til að láta sjá að hún væri húsmóðirin en Coral gestur, fylgdi hún henni inn í svefnherbergið, þar sem hún hafði lagt yfirhöfnina sína. Hún horfði á Coral, sem tók nú upp farðadósina sína og fór að méla á sér nefið. Coral sneri baki við henni, en Irena sá andlitið á henni í speglinum, og henni sýndist þetta and- lit vera allt annað en vingjarnlegt. En óvildin var horfin á næsta augnabliki, er Coral tók upp vararoðann. Til þess að segja eitthvað, sagði Irena það fyrsta, sem henni datt í hug. —- Þetta er ljómandi fallegt herbergi. Mér þykir svo vænt um, að það skuli vera grænt og hvítt. Grænt er uppáhalds- liturinn minn. Coral málaði varirnar dökkrauðar. Hún sneri sér ekki frá Hún var bæði fyndin og gamansöm, en hvaö sem því leið þá var því ekki neitað, að það var hún, sem átti kvöldið, sem Irena hafði vænzt sér svo mikils af... 28 FALKINN speglinum, meðan hún svaraði: — Já, Diana hefur alltaf þótt smekkvís á herbergjaskipun. Irena endurtók nafnið án þess að vita hvað hún sagði: — Diana? Coral leit við með afsökunarsvip. Hún sagði: — Æ, góða, þetta var ófyrirgefanlegt smekkleysi af mér. Ég sagði það í hugsunarleysi. Svo þagði hún augnablik, en bætti svo við: — En ég geri ráð fyrir, að Hugh hafi sagt þér það? — Sagt mér hvað? spurði Irena, sem botnaði ekki í neinu. — Góða mín — um trúlofun hans og Diönu, vitanlega. Hún horfði spyrjandi á hana. — Ætlarðu að segja mér, að hann hafi ekki minnzt á það? Það er ekki nema mánuður síðan hún sagði honum upp. Irena ætlaði að fara að segja: — Það er ómögulegt .... en orðin dóu á vörunum á henni. í huganum var hún kom- in í skrifstofu Mervyn Motors daginn sem hún lagði flug- póstbréf, áritað „Einkamál“, frá Rio efst á bréfabunkann til Hugh. Hún mundi, að kvenhönd var á bréfinu — og þegar Hugh hafði lesið það, var hann drungalegur og áhyggju- fullur. Þó að hann væri nýbúinn að fá sölustjórastöðuna í Rio, var hann áhyggjufullur og miður sín allan þann dag, og hún hafði verið að velta fyrir sér, hver ástæðan gæti verið. En núna, þegar hún hlustaði á Coral, datt henni i hug hvort þetta flugpóstsbréf hefði ekki verið ástæðan. — Diana er dóttir sir Robert Charteris, sagði Coral. -— Hún trúlofaðist Hugh í sumar. Þau ætluðu að giftast áður en hann færi til Englands, en svo datt Diana niður stiga og handleggsbrotnaði. Það gerðist aðeins tíu dögum áður en brúðkaupið átti að verða. Þetta var ekki alvarlegt beinbrot, en hún kunni ekki við að fara í brúðkaupsferð með hand- legginn í gipsi, en af því að Hugh gat ekki frestað ferð- inni, var brúðkaupinu frestað í staðinn. — Ég skil, sagði Irena dræmt. Coral brosti til hennar. — Það er betra fyrir þig að vita staðreyndirnar, sagði hún vingjarnlega. — Þú hittir vafalaust Diönu innan skamms, og þá væri leiðinlegt fyrir þig ef þú vissir ekki neitt. — Já, auðvitað. Þakka þér kærlega fyrir, að þú sagðir mér það, sagði Irena ósjálfrátt. — HÚN ER ÁSTFANGIN AF ÖÐRUM. Irena hélt, að sagan væri búin, en það var að sjá að Coral vildi, að hún vissi allt sem gleggst um þetta. Hún hélt áfram og talaði lágt, svo að Hugh skyldi ekki heyra til hennar inn í stofuna, en hann hafði opnað útvarp- ið og beið eftir að þær kæmi aftur. — Diana varð skotin í öðrum, eftir að hann fór, skilurðu. Og nú er hún gift hon- um. Það gerðist í flýti og var ákaflega rómantískt. Þau voru gift þegar Diana skrifaði Hugh, — en Grant er líka skelfing bráðlátur maður. — Grant? hváði Irena svo ákaft að Coral varð hissa. — Hann heitir Grant Summers. Það var þá þess vegna, sem Hugh hafði orðið svo fár við og þegjandalegur, þegar nafn Grant Summers var nefnt, hugsaði Irena með sér. Það var þess vegna, sem hann var svo þurr við Brian, sem var aðstoðarmaður Summers. Nú skildi hún margt, sem hún hafði ekki skilið áður. Hún sagði hægt: — Þau eiga heima úti á Ilha das Pedras, er það ekki? — Jú, sagði Coral. Hún horfði fast á Irenu um stund og sagði svo: — Ég mundi ekki minnast neitt á þetta við Hugh, ef ég væri í þínum sporum. Ég hefði kannske ekki átt að minnast á þetta við þig, úr því að hann gerði það ekki sjálf- ur, en mér fannst það ekki rétt, að þú fengir ekki að vita um það. Ég meina .... allir vissu, að hann og Diana voru trúlofuð, þegar hann fór til Englands, og á svona stað vekur brúðkaup, sem haldið er svona stuttu á eftir, óhjákvæmi- lega umtal. — Já, það gerir það sjálfsagt,“ sagði Irena. Valerie hafði vitað um trúlofun Hughs, hugsaði hún með sér. Það var þess vegna, sem hún hafði orðið svo forviða, þegar hann kynnti Irenu fyrir henni sem konuna sína. Meðan Valerie var í Englandi hafði hún auðvitað ekki frétt um hjónaband Diönu og Grants Summers eða um flugpóstbréfið, sem hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.