Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 32

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 32
JÓLABÆKUR AORBRA Örn Snorrason: tslandssöguvísur Gefið börnunum bók þessa, sem mun létta þeim lestur íslandssögunn- ar og gera hana skemmtilegri. Hver gleymir þessu ártali eftir vísulestur? Stormar æddu illra mátta Eggert kvaddi fósturjörð 1768 sökk hann oní Breiðafjörð. Elínborg Lárusdóttir: Sól i hádofjisstað Söguleg skáldsaga frá 17. öld, er gerist norðanlands. Persónurnar eru að nokkru sann- sögulegar, þótt nöfnum sé breytt, svo og at- burðir ýmsir. Það fer ekki á milli mála, að sögufróðir menn kenna þar menn og atburði. Sjaldan eða aldrei hefur höfundi tekizt betur. Persónur verða ljóslifandi, lesandi fylgist með lífi þeirra og kjörum, skynjar anda þess aldarfars, sem lýst er, og finnur anda hins komandi tíma. Prófessor Björn Magnússon: Ættir Síðupresta í bókinni eru raktar ættir afkomenda Jóns prófasts Steingrímssonar (f. 1728), Páls prófasts í Hörgsdal og systkina séra Páls, barna Páls klausturhaldara á Hörgslandi, síðast á Elliðavatni. Um leið eru einnig taldir niðjar flestra Síðupresta frá og með Jóni Steingrímssyni. Þá eru og raktar allrækilega ættir þeirra, er giftast inn í ættir Síðupresta BOKACTGÁFAN NORÐRI. Ættir Siðupresta eru yfir sex hundruð blaðsiður 1 storu broti. Huldukona - Frh. af bls. 16 í því. Um aldurinn var ekki gott að segja. Gat verið fertug, eða jafnvel fimmtug, svo að það skal látið liggja á milli hluta. — Ég gerði nokkrar til- raunir til að fá hana til að ræða við mig, en hún var alltaf jafnundarlega hljóð og fálát, og raunasvipurinn á and- litinu var óumbreytanlegur. — Ég ók svo sem leið lá um Kjalarnes og Kjós, og þá tók við hinn illræmdi Hvalfjarðar- vegur, sem ég mun aldrei gleyma. Ferð- in gekk samt viðunanlega og enn sat stúlkukindin í sæti sínu. — Það var loks er ég kom að Brynjudalsá, að hún gaf mér merki um að hún vildi fara úr bifreiðinni. Ég opnaði bifreiðina og stúlkan steig út. Um leið leit hún á mig, og þá sá ég þá hryllilegustu sjón, er ég hefi séð um mína daga. Hún af- skræmdi andlitið á svo ægilegan hátt, að mér varð sannarlega ekki um sel. Mér varð blátt áfram flökurt. Sem bet- ur fór varaði þetta ekki nema andar- tak, því nú sneri stúlkan frá mér og hélt sína leið. Ég hugsaði mér að gefa því gætur hvert hún færi, og varð ekki 32 lítið undrandi, er hún lagði leið sína upp með ánni og stefndi að fossinum, sem þá var fagur og tignarlegur, en nú hefur verið sprengdur, svo að hans forna tign er nú horfin. Það síðasta sem ég sá til stúlkunnar var það, að hún hvarf inn í bergið fast upp við fossinn. Ég var að hugsa um að fara á eftir henni og athuga hvort þarna væri einhvern skúta að finna, sem hún gæti leynzt í. En ég var svo eftir mig, eftir það, sem á undan var gengið, að ég treysti mér alls ekki til þess. Ég gaf samt berginu auga, en gat ekki greint, að þarna væri um nokkra leynismugu að ræða. Ég beið þarna nokkra stund, ef vera mætti að stúlkan kæmi aftur í ljós. En svo reyndist ekki. En nú fyrst rann það upp fyrir mér, þótt ég hefði raunar ekki veitt Því athygli fyrr, að stúlka þessi hafði vissulega ekki talað við mig eitt einasta orð, alla þá stund er hún sat í bifreiðinni. — Og hvort sem ég hugleiddi þetta lengur eða skem- ur, þá varð ég fullkomlega sannfærður um það, að stúlkukind þessi var ekki „ein af okkur“, eins og komizt er að orði, heldur hlaut hún að vera dular- vera eða blátt áfram huldukona. Benjamín Sigvaldason. Aöfangadagskvöld Frh. af bls. 17 Mér voru þetta vonbrigði, en hverju skipti það? Innan skamms átti ég að fá að njóta hennar einn. Ég fór á veitingastað til að fá mér að borða. Við eitt borðið sátu nokkrir karlmenn, og af samtalinu varð ég þess vísari, að þeir voru að tala um mig.. En ég var ekkert hissa á því, vegna þess að kvöldið áður hafði ég fengið ágætar móttökur í „Faust“. Einn af fé- lögum mínum kom til mín og spurði um Mörju. „Hún er í miðdegisverði hjá Wrál í dag. Það kom þjónn með skila- boð um það,“ svaraði ég. „Þú ert svei mér afbragðs eiginmaður,“ svaraði hann hlæjandi og fór. Ég fór á járnbrautarstöðina. En hvergi sást Marja. Ég fékk mikinn hjartslátt. Skálmaði eirðarlaus fram og til baka. Lestin var á förum. Allt í einu heyrði ég kallað til mín. Ég lít við og sé þjón koma hlaupandi með bréf. Nú fór kvíða- hrollur um mig. „Kæri ívar,“ stóð í bréfinu. „Ég er þér sjálfsagt eingöngu til amsturs, og ég hata leikhúsið. Þú gleymir mér bráð- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.