Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 22
Enda þótt við vitum allar, að sæt- indi skaðar tennurnar, megum við ekki vera um of ofstækisfullar, því að engin regla er án undantekninga. Leyf- um okkur því þann munað, að útbúa heima jólagóðgæti, því að góðgæti heyr- ir jólunum til. Auk þess ráðum við sjálfar, hvaða hráefni við notum og mörg þeirra geta verið prýðileg frá nær- ingarlegu sjónarmiði, eins og t. d. döðl- ur, gráfíkjur og hnetur. En munið aðeins að brýna fyrir börn- unum og fylgja sjálfar þeirri gullvægu reglu að: láta aldrei sœtindi koma í matar stað, borða aldrei sœtindi, eftir að tenn- ur hafa verið burstaðar að kvöldi. Marsipankonfekt. Tilbúið marsipan er hægt að kaupa í verzlunum bæjarins. Þótt það sé dýrt, borgar sig að sumu leyti að kaupa það, því að mikil vinna er fólgin í því að útbúa það sjálfur. Gott marsipan getur tekið á móti nál. % hlutar þyngdar sinnar af flór- sykri — þ.e.a.s. 350 gr í hvert kg — án þess að verða of sætt. Vel má hnoða meiri flórsykri saman við það, en þá er betra að væta í með dálítilli eggja- hvítu eða víni, annars hættir marsipan- inu við að verða of þurrt. Að þessu loknu er marsipaninu skipt niður, sumt litað og t. d. mótaðar úr því kúlur, sem fallegt er að stinga valhnetum eða hestlihnetum ofan í. Gott er að blanda möluðum, brenndum möndlusykri (nougat) saman við hluta af því, móta úr því bita og hylja með hjúpsúkkulaði. Einnig er skemmti- legt að móta allskyns dýr og aldin, Lofið börnunum að taka þátt í því. Calypsotoppar (nál. 40). 75 g suðusúkkulaði 50 g plöntufeiti Rifinn börkur af 2 appelsínum Vz dl. flórsykur 1 tsk. vanillusykur Vz dl hnetukjarnar 1 dl. saxaðar rúsínur Grófur sykur. Súkkulaðið brotið smátt, sett ásamt plöntufeitinni í þykkan pott. Brætt við nægan hita. Tekið af eldinum. Helm- ingnum af appelsínuberkinum, sáldruð- um flórsykri og öðru hrært saman við. Sett með teskeið á smurðan smjörpapp- ír. Blöndu af appelsínuberki og grófum sykri stráð ofan á toppana. Þegar þeir eru stirðnaðir, eru þeir geymdir í luktu íláti. Súkkulaðibitar með ávöxtum (nál. 60). 125 g suðusúkkulaði 75 g plöntufeiti 1 eggjarauða 2 tsk. kaffiduft Vz dl. hnetukjarnar Vz dl. rúsínur 2—3 msk. súkkat 2—3 msk. appelsínumarmelaði eða síróp. Súkkulaði og plöntufeiti brætt við nægan hita. Eggjarauðan hrærð með kaffiduftinu, þeytt út í súkkulaðið. Allt annað hakkað gróft, blandað saman við. Hellt í tertumót, sem smurt er með olíu. Þegar það er kalt, er það skorið í ferkantaða bita. Geymt í luktu íláti, leggið pappír milli laga. Betra er að stinga pinna í hvern bita, þegar þeir eru bornir fram. Hættir þeim til að linast upp, þegar þeir eru í hita. Appelsínubitar (nál. 25). 1 dl. möndlur 2 dl. flórsykur 3 msk kakaó Vz msk. rifinn appelsínubörkur 2 msk. appelsínusafi Sykraður appelsínubörkur. Möndlurnar malaðar. Flórsýkri og kakaó sáldrað í skál, möndlunum bland- að saman við ásamt rifnum appelsínu- berki og appelsínusafa. Hrært saman með skeið, síðan hnoðað með höndun- um, þar til það er samfellt. Möluð fer- hyrnd kaka, sem látin er bíða 1—2 klst. Skorin í tígullagaða bita, sem skreyttir eru með sykruðum appelsínuberki. Látn- ir bíða dreifðir í 1 dag á smjörpappírs- örk, áður en þeir eru settir í ílát með pappír milli laga. Ávaxtakúlur m/hafragrjónum (nál. 100) 10 döðlur 15 hnetukjarnar 10 gráfikjur 150 g. smjör 4 dl. hafragrjón 2Vz dl. flórsykur 1 tsk. möndludropar. Skraut: Grófur sykur Rifinn appelsínubörkur. Ávextirnir og hneturnar sáraðir smátt. Öllu blandað í skál, hnoðað. Látið bíða í 1 klst., mótað í langa ræmu, sem skorin er í litla bita, sem úr eru mótaðar kúlur. Velt upp úr grófum sykri og rifnum appelsínuberki, eða þeim er dýft að hálfu í hjúpsúkkulaði. Er þá ágætt að stinga í þær pinna, og festa síðan kúl- unum t. d. í rúgbrauð meðan súkkulaðið þornar. 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.