Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Side 8

Fálkinn - 26.04.1961, Side 8
 ’ hverja aðra leikkonu, nær það út fyrir leiksviðið og inn á heimilið? Þau horfa hvort á annað, svo segir Helga: — Við ræðum málið eftir að við kom- um heim. — Það er einn kostur við leikara- hjón. Og Helgi fær sér meira kaffi. — Leikhúsið nær inn á þetta heimili, heldur hann áfram. Leiklistin er okkar áhugamál, við höfum alltaf nóg um að tala. Ég held, að það sé kostur að bæði hjónin séu leikarar. Það er sagt um okkur leikarana,að það sé lífsins ómögu- legt að tala við okkur um annað en leiklist! — Það hlýtur að þurfa óendanlega mikið umburðarlyndi fyrir konu að eiga mann, sem er í leiklist, og standa sjálf utan hennar. — Já, segir Helgi, leiklistin er okkur uppspretta umræðuefnis. — Eru þið leikararnir ekki upptekn- ir af sjálfum ykkur? — Það er kannski eðlilegt að fólk segi okkur vera það, segir Helgi. Sjáðu til, hnífurinn er verkfæri þess, sem sker út, öngullinn verkfæri veiðimanns- ins, en verkfæri okkar er sálin og lík- aminn. — Nú leikið þið ekki alltaf saman. Hvernig er það að sjá hvort annað leika í ástarhlutverkum? Afbrýðisöm? — Nei, segja þau bæði. Við vitum, hvernig elskendahlutverk eru unnin, við þekkjum samband leikendanna, þau eru að vinna og þau æfa atriðin öll mjög nákvæmlega. Nei, við erum ekki af- brýðisöm. — Hvaða áhrif hefur leikgagnrýni á ykkur? — Sé hún slæm, verkar hún illa á mann. Helga hugsar sig um, og segir svo: — Gagnrýni er aðhald. — Þegar maður er að æfa, treystir maður leikstjóranum. Hann er búinn að þrauthugsa allt leiknum viðkomandi. Við erum búin að æfa margar vikur, og svo kemur frumsýning og gagnrýn- andi er ekki sammála okkur um túlk- unina. Það er ekki alltaf spurning um hver veit betur, heldur skiptar skoð- anir, eins og í öllum öðrum listgrein- um. Annars eru sumir þeir gagnrýn- endur, sem leikararnir taka alls ekki mark á; blöðin senda t. d. einhverja og einhverja, sem byrja gagnrýnina með því að lýsa því yfir, að hann viti ekk- ert um leiklist, en skrifar samt, segir Helgi. — Þú stundaðir nám í Þjóðleikhússkól- 8 FALKINN anum, Helgi, og hefur verið leikari þar í mörg ár. Maður verður dálítið undr- andi, þegar ungur leikari við stærsta leikhús þjóðarinnar segir upp og hverf- ur í annað hús, minna og ófullkomn- ara. Hvers vegna? — í byrjun fór ég í leikskóla Þjóð- leikhússins og hafði verið við leikhúsið síðan. Það var því eina sviðið, sem ég hafði kynnzt. Ég held, að viss hætta sé því samfara fyrir leikara sem er að mótast, að koma ungur og algerlega óreyndur að leikhúsi, sama hvaða leik- hús það er, — og sitja þar síðan á- hyggjulaus til elliáranna. — Nú er ekki svo, segir Helga, að hann hafi ekki fengið tækifæri. Síð- ustu árin fékk hann mjög góð hlut- verk. Það er ekki hlutverkaskortur, sem hefur valdið því. -— Ég fór áður en ég yrði rótgróinn. Ég er að vísu í stjórn Leikfélagsins og hef með efnisval að gera, með öðrum stjórnendum; ábyrgðin er meiri, en ein- hvern veginn er það svo, að allir — hver einn og einasti leikari og starfs- maður niðurfrá ber sameiginlega ábyrgð og elur sameiginlega áhyggjur fyrir hverri sýningu. — Ertu bjartsýnn á íslenzka leikrita- höfunda? — Þeir þurfa að kynnast leikhúsinu miklu betur. Ég held, að aðeins tveir hafi komið til okkar og beðið um leyfi til að fylgjast með æfingum. Aðeins tveir! Og sendu ekki tuttugu höfundar leikrit í síðustu samkeppni? Vita þeir kannski allt um leikhúsið? Leikhúsin geta ekki elt höfundana uppi, þeir verða að koma til leikhússins. — Hefur þú meiri áhuga fyrir leik- stjórn en leik? — Ja, svona hvað með öðru. Það er kannski nauðsynlegt að gera hvort- tveggja, og maður þarf að minnsta kosti að leika eitthvað fyrst, áður en maður getur farið að setja á svið. Fólkið þarf að kynnast manni og leikhúsið þarf að vita hvað maður getur. Það er alls ekki lógískt, að leikhúsið feli einhverj- Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.