Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Síða 21

Fálkinn - 26.04.1961, Síða 21
Henni létti við þessa Ullögu. Þangað mundu endurminn- ingarnar ekki elta hana — þar var ekkert sem gat minnt hana á dagana, sem hún hafði borðað hádegisverð með Brian og farið heim á eftir — heim til Hughs og alls þess, sem þau voru vön að hafa fyrir stafni á kvöldin. Brian var skemmtilegur og gamansamur meðan þau voru að borða. Hann gat komið henni til að hlæja og gaf henni engan tíma til að hugsa, og þetta gekk allt miklu betur en hún hafði þorað að láta sér detta í hug. Þegar þau voru komin að kaffinu og vindlingunum gerð- ist atvik, sem eyðilagði allt fyrir henni. Bros — silfurfagur hlutur var lagður á borðið hjá henni — og þessi fáu orð: — Halló, Irena! Hann Hugh gleymdi kveikjaranum sínum hjá okkur á sunnudaginn var. Ég hef gengið með hann i vasanum síðan, í þeirri von að ég hitti þig . . . — Þökk fyrir, sagði Irena og reyndi að brosa. — Þökk fyrir, Mavis. Hann talaði um að hann saknaði hans . . . Frú Fosdyke hélt áfram, en Irena starði á silfurkveikj- arann, sem hún hafði sjálf gefið honum í jólagjöf. Nú sá hún í anda sólbökuðu höndina, sem kveikt hafði logann — og allt í einu komst hún í uppnám: — Ég get ekki gifzt, Brian. Ég get ekki — ég get ekki! Ó, hvað á ég að gera? En hún varð að halda áfram — hún varð að leika hlut- verkið . . . varð að vera kát . . . hlæja . . . Þegar hún leit upp, tók hún eftir að Brian horfði svo annarlega á hana. — Þetta gengur ekki eins vel núna? sagði hann lágt. — Ég •—ég skil ekki, stamaði hún. Hann brosti angurblítt. — Ég held að þú skiljir. Ég sá andlitið á þér í sömu svif- um og frú Fosdyke rétti þér kveikjara Hughs. Ég sá upp- námið í augunum á þér. Hann snerti við hönd hennar. — Við höfum verið góðir vinir allt til þessa ■— nógu góðir til að geta verið hreinskilin, vona ég — og við ætlum að halda því áfram . . . nema þú viljir einhvern tíma hafa það öðru- vísi, og þá getur þú sagt mér frá því. Er það ekki? NÆRGÆTINN VINUR. í annað sinn þennan dag lá við að Irena færi að gráta, út af því hve góður og nærgætinn Brian var. — Fyrirgeíðu mér . . . fyrirgefðu mér, Brian, sagði hún skjálfrödduð. — Mér þykir þetta skelfing sárt . . . — Taktu það ekki svona nærri þér, sagði hann. — Hugs- aðu ekki meira um það. Ég skal vera viðbúinn, þegar þú þarft á mér að halda. Þú veizt það. Eftir dálitla stund bætti hann við, ofur rólega: — Hvað hefurðu hugsað þér að gera? Hún dró við sig svarið og hugsáði sig um. — Ég veit það ekki ennþá. Fara til Englands aftur, hugsa ég, og fá mér at- vinnu . . . Og gleyma Rio, sagði hún í huganum. Gleyma „dásamlegu borginni“ og sólskininu og hlátrinum og ham- ingjunni, sem aðeins hafði verið hillingar, sem hurfu þegar hún nálgaðist. — Hvert hugsarðu þér að fara núna? spurði Brian, er þau fóru út úr veitingahúsinu. — Á ég að fylgja þér á gisti- húsið? Irena hikaði. Það var dálítið, sem hún ætti að gera — sem hún kannske hefði átt að gera fyrr. En hún hafði ekki gert sér grein fyrir hve áríðandi það var. Hún varð að vara Diönu við Coral. Hún varð að gera henni ljóst, að Coral var hættuleg og samvizkulaus — sérstaklega þegar hún kæmi fram undir yfirskyni vináttu og hjálpfýsi, 'eins og hún hafði gert við Diönu eftir að Grant dó . . . og eftir að Hugh fór til Englands. Hugh mundi aldrei fást til að trúa Því, en Diana varð að skilja þetta. Irena varð að segja henni þetta í dag, áður en hún færi úr eyjunni, því að þar gátu þær talað saman í friði, án þess að vera hrædd- ar við að Coral heyrði til þeirra eða sletti sér fram í . . . Hún horfði á Brian. — Nei, ég vil ekki fara í gistihúsið núna, sagði hún. — Ég verð að tala við Diönu. — Diönu? Hann virtist steinhissa. Hún brosti. — Ég hef ekkert á móti henni, sagði hún. — Þetta, sem gerzt hefur, er ekki henni að kenna. Ef nokkrum verður um kennt, þá er það mér. Það er ég sem hef komizt upp á milli þeirra. Hugh var trúlofaður henni áður en hann kynntist mér. Hann hefði gifzt henni ef . . . — Ef hún hefði ekki gifzt Grant Summers, bætti hann við í beiskjutón, er hún þagnaði. Það var til einksis að útskýra fyrir honum, að þetta hefði ekki verið Diönu að kenna, — að stúlka eins og Diana hefði verið berskjölduð fyrir slægvizku Coral . . . og að hún yrði berskjölduð áfram, ef hún væri ekki aðvöruð. — Hugh hlýtur að vera brjálaður! gaus upp úr honum. Hún gat ekki stillt sig um að brosa. — Ef það er brjálsemi að elska, þá eru líklega fæst okkar með fullu viti. — En eins og hún hefur farið með hann. Hún hafði svlk- ið hann einu sinni áður. Hann var ungur, hugsaði hún með sér. Hann vissi ekki mikið um hvað ást var. — Það skiptir minnstu máli hvað fólk gerir, sagði hún þreytulega og sá að fyrirlitningarsvipurinn hvarf af andliti hans. — Veslings Irena, sagði hann vorkennandí. — Þú elskar hann afarheitt, — er það ekki? — Jú, sagði hún ofur blátt áfram. — Einhvers staðar sló klukka, og Irena mundi að Brian átti að fara á áríðandi fund, og sjálf Þyrfti hún að flýta sér, ef hún færi út í eyju. Hún rétti fram höndina og brosti. — Vertu sæll, Brian, og þakka þér aftur fyrir hve nær- gætinn þú varst. Hann tók fast í hönd henni. — Ef ég get eitthvað gert fyrir þig, þú lætur þú mig vita, þú lofar mér því? — Já, Brian. — Og við verðum að hittast og vera saman áður en þú ferð frá Rio, — getum við það ekki? spurði hann. — Jú, ég verð einstæðingur án þín, sagði hún í einlægni. -— Guð blessi þig, Irena, vertu sæl, góða vina. — Vertu sæll, Brian. Þú verður að flýta þér, annars kem- ur þú of seint á fundinn. — Svei öllum fundum, sagði hann óþolinmóður. — Ég hringi til þín á Gloria Hotel einhvern næstu daga. HVAR VAR DIANA? Brian var svo góður, hugsaði hún með sér og horfði á eftir honum er hann fór. Hann mundi vera góður eiginmaður, ef hann fengi réttu stúlkuna. Hún kæfði niðri í sér andvarp. Það var svo margt, sem hún þurfti að hugsa um — og svo margar ákvarðanir, sem þurfti að taka, fannst henni allt í einu. En fyrst varð hún að ná í bát út í Ilha das Pedras. Fyrst af öllu varð hún að tala við Diönu. Hún bað ferjumann niður við höfnina að skjóta sér út í Ilha das Pedras. Hann muldraði eitthvað, sem hún skildi ekki og góndi upp í loftið. Hún leit í sömu átt og sá að skýja- hnoðrar voru komnir á loftið, — fyrstu skýin, sem hún hafði séð í marga daga. Hún endurtók beiðnina og maðurinn kink- aði kolli og yppti öxlum. Hann ræsti hreyfilinn og báturinn rann frá bryggjunni. Sjórin var ekki lengur blár og blikandi. Frh. Frú Fosdyke hélt áfram, en Irena starií á silfurkveikjarann, sem hún hafði sjálf gefið honum í jóla- gjöf. Nú sá hún í anda sólbökuðu höndina, sem kveikt hafði logann — og hún komst í uppnám... FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.