Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Page 27

Fálkinn - 26.04.1961, Page 27
Esja og Hekla eru smíðuð í Álaborg. Farrými eru á hvoru skipi um sig, er tekur 12 farþega. ☆ M/s Hekla er 1456 br. tonn að stærð, 100 tonnum stærri en nýja Esja. Hún getur tekið 166 farþega á tveim far- rýmum, 106 á fyrsta og 60 á öðru. Þetta voru helztu staðreyndir um hinn glæsilega skipakost Skipaútgerð- ar ríkisins. Og vinnandi getraunar okkar á eftir að kynnast góðri þjón- ustu og aðbúnaði á Esju — í ferð sinni hringinn í kringum landið . . . Hér lýkur getraunmni, „Hvar hefurðu komið?". Hver er staðurinn að þessu sinni? Skrifið nafn hans á seðilinn og sendið síðan alla seðlana átta í lokuðu umsíagi til FÁLKANS, póstholf 1411, merkt: Getraunin. Myndin efst til vinstri er af Guðjóni Teitssyni, framkvæmdastjóra Skipaútgerðarinnar, — en hinar tvær eru svipmyndir af Esju. Um síðasta staðinn segjum við aðeins þetta: Hann er á Norðurlandi og frá honum er fagurt um að litast: fjörð- ur víður og blár fram undan, höfði gnæfandi norður undan í nærsýn, fræg eyja í norðvestri. Beint í vestri hefst Tindastóll við himin ... STAÐURINN ER NAFN HEIMILI FALKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.