Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Qupperneq 31

Fálkinn - 26.04.1961, Qupperneq 31
vegna viljið þér gera allt Þetta fyrir mig?“ Þau horfðu fast hvort á annað. Já, hvers vegna vil ég gera það? spurði hann sjálfan sig í huganum. Honum var ljóst, að hann var að verða ástfanginn af Alice, og að það var ef til vill meðvirk ástæða, en það var ástæða líka. Ef hún og tvíburarnir flyttust í Strandhúsið þá hafði hann eitthvað að skipta sér af, berjast fyrir og lifa fyrir. „Hvers vegna ég geri það?“ sagði hann hægt. „Ég geri það vegna þess að ég má til — það er vafalaust meiri gleði fyrir mig að bjóða yður og bræðrum yðar að búa hjá mér en yður að þiggja það.“ „Ég veit ekki hvernig ég fæ þakkað yður, herra Warmann." Alice rétti hon- um höndina. Hann tók hana og þrýsti fast. Og aftur mættust augu þeirra ... Svo stóð hann upp og fór. Á leiðinni niður stigann fór hann að hugsa um, að þau efni, sem hann hafði handbær mundu ekki nægja fyrir þeim skuldbindingum, sem hann hafði tekizt á hendur. Og það sýndi, að hann varð að afla sér fjár. Hann fór inn í fyrsta símaklefann, sem varð á vegi hans og hringdi til föð- ur síns. „Pabbi, mig langar til að heyra, hvort tilboð þitt um að ég gangi inn í stjórn verksmiðjunnar, stendur enn?“ „Vitanlega, drengur minn,“ svaraði Warmann forstjóri. „Það var fallega gert. Þá segi ég já.“ „Þakka þér fyrir, John,“ svaraði War- mann forstjóri hrærður. „Ég þóttist viss um að þú mundir skilja, fyrr eða síðar, hvað skylda þín er.“ „Ástæðan til þess að ég geri þetta er sú, að nú hef ég fengið hlutverk að berjast fyrir,“ sagði John, „en það hef ég aldrei haft áður. Ég kem til þín eftir hálftíma.“ „Ágætt! Ég skal bíða eftir þér. Sæll á meðan, John.“ John sleit sambandinu og um stund stóð hann hugsi. Hann fann, að aldrei hafði honum liðið eins vel og núna, og í huganum sá hann Strandhúsið á sum- ardegi — hann sá sjálfan sig ganga upp að húsinu — og í garðinum sat Alice, ljómandi af heilbrigði og gleði. Svo veifaði John á leigubifreið og ók til föður síns. flMtc Akrifar FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Kæri Astró! Mig hefur lengi langað til að vita eitthvað um framtíðar- horfur mínar og nú sé ég, að tækifærið er komið. En ég bið þig að birta ekki ár og mánaðardaginn. Ég er ung enn, en kvíði framtíðinni, sérstaklega vegna þess, að ég er hrædd um að ég ég giftist aldrei. Einhver kerling var að segja mér það, án þess að ég bæði hana nokkuð um það, og þess vegna er ég hrædd. Ég teikna mikið og les í frístundum en núna er ég í skólanum. Mér gengur svona ekkert vel; en samt er áhuginn nógur. Ég er ekki í neinum félagsskap kvenna fyrir utan bekkjarsystur mínar, bara í skólanum. Mér kemur illan saman við syst- kini mín og foreldra en samt þykir mér vænt um þau. Samt erum við öll svo ólík að útliti og öllu. Þetta er mjög vont fyrir mig, því ég er svolítið innundir mig sem kallað er. En það er vegna útlitsins og hve ég er feit. En þau sýna bara engan skiln- ing enda er það ekki von. Jæja ég vonast til að vita fljótt úrskurðinn. Beztu þakkir. E. S. S. Svar til E. S. S. Samkvæmt ósk þinni er fæðingardegi og stað sleppt úr bréfinu. Mikið betra hefði verið fyrir mig og þá einnig þig, ef þú hefðir getað gefið mér uppnákvæmlega hve- nær að deginum þú fæddist. Helzt mætti ekki skakka nema tíu mínútum til eða frá. Þú er fædd undir sól- merkinu Krabbinn, en dýra- hringsmerkið get ég ekki sagt um, þar sem þú gafst mér ekki upp fæðingar- stundina. Hins vegar ertu mikið kominn upp á áhrif Fiskamerkisins, en þar er máni fæðingarskorts þíns staddur. í .fari þínu eru áhrif sól- merkisins sterkust og ég vildi nú rekja nokkuð áhrif þess í lífi þínu og einnig þær plánetur, sem móta þig í þann farveg, sem þú ert í. Sólmerkið: Eftirfarandi er almennt sagt um merki Krabbans. Þú getur verið mjög trygg og heimakær, svo fremi að þú innilokir ekki hinar betri kenndir í brjósti þér. Tillinningar þínar eru ríkar og sannar og fólk sem þú átt samneyti við verður að brjóta talsvert mikið af sér til þess að þú snúir við því bakinu. Ef þú einbeittir þér að heimili þínu, gætirðu verið sérstaklega myndarleg hvað það áhrærir. Heimili þitt getur búið yfir mikilli listrænni fegurð. Menn og konur, sem fædd eru undir merki þínu eru ágætt mat- reiðslufólk. Ef þú hefðir þann hátt á að tjá fyllilega hvað í þér býr á kærleiks- ríkan hátt, myndi vinum þínum og ættingjum vera sönn ánægja af að dvelja í návist þinni. Merki þitt býr einnig yfir beztu kaupmönn- um heimsins, því að þeir hafa svo næma tilfinningu fyrir hvað gengur í fjöldann og hvað hann hefur mestan á- huga á hverju sinni. Þeir, sem búast má við að þér gangi bezt í samskiptum við og bezta makaval þitt er Meyjarmerkið, sem stendur frá 22. ágúst til 22. septem- ber eða þá að Jpeir séu undir sterkum áhrifum þessa merkis, með hliðsjón frá öðrum afstöðum. Nautsmerk- isfólk, sem fætt er á tíma- bilinu 20. apríl til 20. maí, hefur einnig margt sameig- inlegt með þínu merki, sér- staklega hvað snertir næmi fyrir list. Fólk það, sem fætt er undir ofangreindum merkjum, mun reynast þér samstarfsfúst og hjálplegt, svo fremi að aðrar afstöður í kortum þeirra leiði ekki til árekstra. Þú ættir að hafa gát á samskiptum þínum við fólk, ,sem fætt er undir Hrútsmerkinu, sem stendur frá 21. marz til 19. apríl og einnig fólki sem fætt er und- ir Vogarmerkinu, sem stend- ur frá 23. september til 22. október, einnig fólk, sem hef- ur áberandi skjótræði í fari sínu, en það er ekki í sam- ræmi við eðli þitt. Einnig vildi ég ræða sérstaklega um bréf þitt og orsakir til þeirra erfiðleika sem þú hef- ur við að stríða. Máninn í Fiskamerkinu bendir til þess, að þér sé nauðsyn stoðar og stuðnings einhvers, því að þar er að leita þeirra áhrifa í kortinu, sem stefna í þá átt að gera þig upp á aðra komna sálar- lega. Einnig vildi ég geta á- hrifa Saturnusar, en af hon- um mótast straumar sól- merkis þíns, Krabbamerkis- ins, mjög mikið. Þessi áhrif eru frystandi eða með öðrum orðum, þau hægja á öllu, sem þau ná til og þau eru varanleg allt lífið. Þessi á- hrif gera þig áhyggjufulla yfir framtíðinni, því að flest. ir þeir, sem eru undir sterk- um áhrifum Krabbamerkis- ins hugsa mikið um framtíð- ina. Hér er því um galla að ræða, sem þú þarft að vinna bug á. Þú þarft einnig að reyna að temja þér sjálf- stæði í hugsun og verki. Að lokum vildi ég biðja þig um að hafa engar áhyggj- ur af því að þú giftist ekki. Þú ert nú enn ung og þó þú sért holdmikil eins og tamt er Krabbainerkisfólki er nóg til af piltum, sem vilja hafa konur sínar þannig. Sem bet- ur fer er smekkur fólks svo margbreytilegur. Eftir ævi- sjá þinni að dæma muntu hitta mann, sem er þó nokk- uð eldri en þú, þegar þú hef- ur náð tuttugu og fimm ára aldri. Mér virðist allar af- stöður benda til að hann muni ganga að eiga þig. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.