Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Qupperneq 13

Fálkinn - 23.08.1961, Qupperneq 13
KYNJAFOLK J Múnaþinqi gata að bæjarbaki. Þá leið geingu Fjósa- systkin í kirkjuna, og aldrei aðra. Og þær eru ófáar sögurnar, sem geing- ið hafa um hætti þeirra. ★ Eitt sinn lágu Fjósasystur við í Fjósa- seli, er þær stunduðu grasatínslu. Með þeim var stúlka, Hallfríður að nafni. Bar þá svo við í regni og þoku, að pilt- ur einn ellefu eða tólf ára, villtist til þeirra í selið og var hrakinn og gist- íngar þurfi. Þær systur höfðu aðeins tvö fletin í selinu, og var þeim nú ærin gáta, hvernig þær gætu hýst karl- mann þennan án þess að hann snerti þær. Þuríður lagði til að hann yrði vaf- inn í reiðver og bundið utan um og hann látinn liggja þannig í einu horni kofans. Ingibjörgu kom þá til hugar að dreingnum gæti orðið kalt með þessu móti; sá hún ekki annað ráð vænna en að vaka yfir honum svo þær væru óhultar. Hallfríður tók af skarið og sagðist geta stúngið honum inn undir hjá sér, og það gerði hún. Undruðust systurnar mjög áræði hennar, en urðu hálftíhvoru feignar, enda var þá mey- dómi þeirra borgið að sinni. Varúðarráðstafanir Fjósasystra hafa þó einhvern tíma brugðizt, því svo fór að Skagfirðíngur einn er Jón hét, gerði Guðrúnu Árnadóttur olétta. Þegar hún tók léttasóttina, var hún stödd uppi 1 fjalli, nálægt Fjósaseli, og lagðist þar fyrir í laut. Systkini hennar geingu þess ekki dulin, hvernig ástatt var, enda þreyttust þau aldrei á því að telja fyrir henni hvílíkur glæpur hennar væri. Þau fluttu hana nú til selsins, og er systur hennar ræddu um hvern umbúnað hún þyrfti, kom hljóð úr horni; það var Illugi: Berið þið undir hana grjót og staura. Gáðu að þér, Illugi, hún er þó systir okkar. Til verra hefur hún unnið, svaraði Illugi. Þau systkinin töldu jörðina svo eitr- aða þar sem Guðrún hafði lagzt, að þau rifu hrís, slógu í það eldi og brenndu grassvörðinn. Af fæðingunni er það að segja, að Guðrún ól tvö meybörn; og er hún var heil orðin eftir leguna, skipaði Þorberg- ur henni að biðja systkini sín fyrirgefn- íngar á broti sínu. Gekk Guðrún þá fyrst fyrir íngveldi og bað hana afsök- unar á glæpnum. Bið þú guð að fyrirgefa þér fyrst, svo mun ég gera það líka, svaraði íng- veldur. Er Guðrún gekk fyrir Þuríði með sömu bæn, svaraði hún; Brennt barn forðast eldinn, láttu þig aldrei henda þetta oftar, svo mun ég fyrirgefa þér. íngibjörg kvaðst fyrirgefa henni, en kærast væri sér að hún færi af heim- ilinu. En þegar Guðrún gekk fyrir 111- uga, brást hann reiður við og mælti: Djöfullinn fyrirgefi þér, en ég ekki; ég skal aldrei fyrirgefa þér það, þú hef- ur gert allri ætt þinni skömm, lífs og liðinni og svipt öll systkin þín öllum geistlegheitum sínum. Guðrún gekk þá út ú hlað og mætti Þorbergi með fyrirgefningarbón áína. Hann svaraði: Ef þú vilt vera, farðu þá inn og spinndu. Guðrún fékk því að vera áfram á heimilinu, en eftir þetta kölluðu systkin hennar hana aldrei annað en Fortöpuðu- Gunnu. ★ Annað barn Guðrúnar dó úngt, en hitt var skírt Guðrún og varð fyrri kona Beina-Þorvalds Jónssonar, sem kunnur var af Beinamálinu og síðar verður get- ið. En þau urðu lok Fortöpuðu-Gunnu, að hún drukknaði í Svartá. Bóndi nokk- ur, Ólafur Sveinsson í Finnstungu, fann hana skaddaða mjög og sagði frá fundi líksins heima á Fjósum. Þá sagði Illugi: Hún var skaðskemmd og skammlega étin, því á henni sátu sjö ernir. Og enn mælti hann: Mér þótti verst hún brúkaði nýja hettu, illa fór prikið góin, en bakkurlið í pilsinu var spandurnýtt og sauðsvart, góin. Ekki vildi Illugi að líkinu væri neitt sinnt, sagði að réttast væri að sá ætti fund sem fyndi. Eingu að síður var Guðrún þó jörðuð í Bólstaðarhlíð. Eftir það þótti þeim systkinum eitt- hvað ekki aldæla um hina látnu systur, því þau þóttust verða vör við slæðing eftir hana. Varð það gárúngunum drjúg átylla til bellibragða við þau. Illugi var hnýsinn og gefinn fyrir bæjaráp. Eitt sinn í slíkri ferð kom hann til Bólstaðarhlíðar og bað séra Björn að hjálpa sér um hefilspæni, vafa- laust til eldsneytis. Prestur tók því vel, lét í poka Illuga og batt á hak honum. Illlugi hélt nú heimleiðis, erindi feg- inn, en innan skamms fór að kárna gamanið; hann fór að heyra bresti að baki sér. Það vafðist ekki leingi fyrir honum hvað vætta þar færi; hver önn- ur en hún Fortapaða-Gunna, systir hans sáluga: Bölvaðir veri í þér hvellirnir, góin. Látunum linnti þó ekki, þar til Illugi kenndi hita á hálsi og baki og loga tók á honum hárið. Skar hann þá 1 flýti á bandið og fleygði byrði sinni burt. Hún stóð í ljósum loga. Frá fyrir- burði þessum sagði Illugi mörgum, og hann varaði sér Björn stránglega við að fara þessa leið einn síns liðs. Prest- ur hefur vafalaust tekið vel í það, án þess að láta nokkuð uppi um það, að hann hafði kveikt í pokanum á baki Illuga. Frh. á bls. 32 Þegar iík Guðrúnar fannst, sagði lilugi: „Mér þótti verst hiín brúkaði nýja hettu, iHa fór prikin, góin, en bakkurlið í pilsinu var spandursspánýtt og sauðsvart... SKEMMTILEG ÍSL FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI FALKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.