Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Síða 3

Fálkinn - 04.10.1961, Síða 3
NÝ LITFILMA FRÁ Kodak KODACHROME II Síðan 1936, þegar framleiðsla hófst á 35 mm Kodachrome filmum fyrir litskuggamyndir og 8 mm fyrir litkvikmynd- ir, hefur hvarvetna verið viðurkennt, að engin önnur lit- filma stæði henni framar að gæðum. Nú liefur tekizt að gera svo mikilvægar tæknilegar endur- bætur á þessari filmu, að telja verður um nýja tegund að ræða, sem gerir þér fært að ná mun betri árangri. Kodachrome II er 2/2 sinnum hraðari en eldri gerðin; fyrir bragðið getur þú tekið litmyndir fyrr á morgnana og seinna á kvöldin en áður — jafnvel inni við góð birtu- skilyrði. Þrátt fyrir meir en tvöfaldan hraða eru gæðin sízt minni — i rauninni meiri, þvi að litnæmi og litauðgi hefur auk- izt, og um leið verða myndirnar skarpari og litbrigðin hreinni. Fyrir hraða filmunnar geturðu tekið myndir af hlutum á lu-aðari hreyfingu en áður. Bakgrunnurinn kemur bet- ur fram, því að nú geturðu tekið með t. d. f/11 í stað f/5,6. Um leið er minni hætta á að myndin mistakist fyrir ónákvæma lýsingu. I björtu sólskini verða skugg- arnir mýkri og dýpri, svo myndin kemst nær þvi, sem þú sérð með eigin augum. Kodachrome II verður til sölu í lok september. Verzlun Hans Petersen h.f. SÍMI 1-32-13. Vikublað. Otgelandi; Vikublaðið Fálk- inn h.f. Ritstjóri: Gylfi Gröndal (áb.). Framkvæmdastjóri Jón A, Guðmunds- son. Ritstjórn. afgreiðsla og auglýs- ingar; Hallveigarstíg 10, Reykjavik. Sími 12210. — Myndamót: Myndamót h.f. Prentun: Félagsprentcmiðjan h.í. GREINAR: Litast um í þrem réttum. Fálk- inn bregður sér í þrjár nær- liggjandi réttir, Hafravatns- rétt, Kjósarrétt og Arnham- arsrétt .................. Sjá bls. 8 Dragnótaróður. Texti og teikn- ingar eftir Ragnar Lárusson Sjá bls. 12 Venus hátt í vestri skín. Fálk- inn bregður sér á gömlu dansana í Þórskaffi........ Sjá bls. 16 Sakleysingjar í sumarleyfi. — Gamanþáttur eftir Gest Þor- grímsson, teikningar eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur .... Sjá bls. 18 SÖGUR: Rautt ör yfir vinstra auga, smásaga eftir Samuel Ro- berts ..................... Sjá bls. 14 Símsjáin, smellin saga eftir C. E. Hall ................... Sjá bls. 26 Þríhyrningurinn, niðurl. hinn- ar spennandi framhaldssögu eftir Agatha Christie. í næsta blaði hefst ný framhaldssaga í tveim hlutum, Bridgekerfið eftir George Goodchild .... Sjá bls. 22 GETRAUNIR: Ný verðlaunagetraun, sem birt- ist í sex hlutum. Verðlaun eru Praktica IV myndavél, að verðmæti 5000 krónur . . Sjá bls. 20 Heilsíðu verðlaunakrossgáta. Verðlaun 100 krónur........ Sjá bls. 38 ÞÆTTIR: Bílaþáttur. Sagt frá Scout og nýjungum í Volkswagen .. Sjá bls. 29 Dagur Anns skrifar leikhúspistil. Kvennaþáttur eftir Kristjönu. Heyrt og séð, Pósthólfið, Stjörnuspáin, Astró o. fl. Hinni fyrstu fegurðarsam- keppni Norðurlanda er ný- lega lokið, eins og lesendum Fálkans mun kunnugt. Fálk- inn varð fyrstur blaða til þess að birta myndir af keppninni og komu þær strax á mánudagsmorguninn. Forsíðan að þessu sinni er af danska þátttakandanum í keppninni, ungfrú Birgitte Heiberg. (Ljósm. Oddur Ól- afsson).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.