Fálkinn - 04.10.1961, Blaðsíða 18
SAKLEYSINGJAR í SUMARLEYFI
— Ó, pabbi, stígðu ekki ofan á meyj-
araugað, hrópaði Ragnheiður dóttir mín.
En það var of seint. Meyjaraugað, þetta
litla, skæra blóm, kramdist undir hæln-
um á vaðstígvéli númer 44 í kýrhag-
anum á Ytri-Ey einn sunnudag í sumar.
— Það er til fullt af meyjaraugum,
svaraði ég.
— Ekki er það neitt betra fyrir þetta
blóm, svaraði sú stutta, og við slíkum
sannleika er ekkert svar.
En hvað var ég annars að þvælast
norður í landi, troðandi niður annarra
manna blóm, þegar almennilegir menn
voru á síld? Ég var að heimsækja Þor-
grím, son minn, í kaupavinnuna, og ég
var ekki einn á ferð, heldur tók ég með
mér alla fjölskylduna.
Einu sinni í sumar hitti ég kunningja
minn og spurði hann, hvort þau hjónin
ætluðu ekki eitthvað út úr bænum í
sumarleyfinu.
— Ef við getum komið af okkur
krökkunum, svaraði maðurinn. En nú
þurfa allir að koma af sér krökkum, svo
að ég veit ekkert, hvort við förum.
Þá gerðist það. Ég stökk upp á nef
mér og hellti úr skálum reiði minnar
yfir þennan auma mann, sem lét sér
detta í hug að koma af sér börnunum,
á meðan hann færi í sumarfrí með kon-
unni sinni. Ég sagði honum, skýrt og
skorinort, að ég myndi taka mín börn
með í sumarfríið, enda væri sumarfrí
án barnanna ekki nema svipur hjá sjón.
Við þetta heit stóð ég. Tjaldi, vind-
sængum, svefnpokum og hlífðarfötum
var troðið niður í sjópoka, öll fjölskyld-
an klædd í vinnubuxur, peysu og strig'a-
skó, og klukkan hálf átta að morgni, í
þungbúnu veðri, var haldið af stað með
allt hafurtaskið niður á B. S. í. til þess
að komast með áætlunarbíl norður á
Blönduós.
. — Ég vona bara, að þú hafir ekki
gleymt að láta vaðstígvélin niður í sjó-
pokann með tjaldinu, sagði Rúna og
leit til lofts.
— Mamma, gleymdust kannski gler-
augun mín heima? hrópar Ragnheiður
með grátstafinn í kverkunum. Hún er
átta ára og skoðar fjöllin í gegnum
gleraugu.
En til allrar hamingju fyrir velferð
fjölskyldunnar dró Rúna gleraugun upp
úr pússi sínu, og þegar dóttir okkar hafði
komið þeim fyrir á nefinu, var raunum
okkar lokið í bili, af því að Guðjón Ingi,
fjögurra ára og yngsti maðurinn í för-
inni, hafði ekki enn þá tileinkað sér
forsjálni og þekkti því ekki heldur
áhyggjur.
Á dauða mínum átti ég von en ekki
því, að brosandi, ljóshærð og lagleg ung-
mey tæki á móti okkur í dyrum Norður-
leiðabílsins og byði okkur velkomin.
En, sem ég er lifandi maður, þarna stóð
hún. Og þessi ljómandi bílfreyja vísaði
okkur til sætis og sýndi okkur, hvernig
ætti að halla stólbökunum, ef við vild- *
um sofna.
Þegar allir voru seztir og bílfreyjan
aftur komin á sinn stað frammi í, birt-
ist bílstjórinn. Og það var enginn 1
„Bjössi á mjólkurbílnum“, heldur sið-
fágaður samferðamaður, sem bauð al-
þýðumanni góðan daginn á sama hátt
og bankastjóri heilsar upp á síldar-
spekúlant í góðæri. Síðan var lagt af
stað.Ég hallaði stólnum mínumoglygndi
augunum. En ekki hafði ég fyrr sett mig
í stellingar en bílfreyjan laut niður að
mér og spurði undur þýðum rómi, hvort
ég vildi ekki teppi. Auðvitað vildi ég
teppi. og teppinu fylgdi bros, sem ylj-
aði mér um hjartaræturnar, jafnvel þó
að allir hinir farþgarnir fengju sams
konar bros.
Við vorum komin upp á Kjalarnes og
allt gekk vel — Hvalfjörður framundan.
Bílfreyjan gekk aftur eftir og hlúði að
þeim, sem höfðu hallað sér, og þegar
ég leit yfir hópinn, tók ég eftir því, að
allir mennirnir sváfu með nákvæmlega
sams konar bros á vörunum. Ég er viss
um, að þá dreymdi líka alla sama
drauminn.
En sú dýrð að vera að fara í sumarfrí,
ekki fullur sjálfselsku og sérhlífni, held-
ur með alla fjölskylduna og góða sam-
vizku.
Ég sveipaði mig í teppi bílfreyjunnar
og fann, að yfir andlit mitt færðist bros.
Oframfærin, hikandi konurödd byrjaði
að syngja „Blessuð sértu, sveitin mín.“
Hún söng hálfri röddu, en það var eins
og hún byðist til þess að auka styrkinn
við minnstu uppörvun. Röddin fjaraði
smám saman út,. þegar enginn tók undir
sönginn, og síðast heyrðust aðeins slit-
ur, sem voru á hér um bil enginn söngur,
heldur eins konar andmæli gegn skil-
yrðislausri uppgjöf.
í þann mund, sem mig var rétt að
byrja að dreyma, heyrði ég einhver ó-
kennileg kropphljóð fyrir aftan mig,
og um leið þaut bílfreyjan aftur eftir
bílnum með tvöfaldan bréfpoka í hend-
inni.
Mér datt auðvitað ekki í hug að snúa
mér við eða líta aftur, — kannski var
18
FALKINN