Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 15
ánægjulega um leið og hann las bréfið.
Loks var allt undirbúið og hann gat
farið með demantana til Amsterdam.
Hann ákvað þegar að fara þangað í
vikulokin. Hann las hin bréfin sem
lágu á skrifborðinu, en opnaði síðan pen-
ingaskápinn. Um leið og hurðin opnað-
ist, hörfaði hann undan og skelfingar-
óp var komið fram á varirnar á honum.
Fljótt á litið virtist ekki hafa verið
hreyft við neinu í skápnum en í efstu
hillunni lá nafnspjald, sem blasti við
honum. Hann skalf, þegar hann tók það
og las:
„Beztu kveðjur „Snillingsins" færa
yður heim sanninn um það, að heimsk-
ingjar fara alltaf halloka fyrir snill-
ingum!“
Svitinn bogaði af enninu á Salomon
og hann titraði í hnjáliðunum. Hann
dró fram skúffuna, þar sem hann hafði
geymt demantana. Hann vissi það, áð-
ur en hann leit í hana, að hún mundi
vera tóm. Jú, demantarnir voru horfnir,
en ekki hafði verið hreyft við neinu
öðru í skápnutn.
í svipinn gat hann alls ekki gert sér
grein fyrir, hvað hafði gerzt. En þegar
sannleikurinn varð honum ljós, var
honum öllum lokið. Hann vissi, að dem-
antarnir höfðu verið þarna í gærkvöldi.
Og jafnviss var hann um hitt: Að hann
hafði læst skápnum. Samt voru dem-
antarnir horfnir. Hann reyndi að gera
sér grein fyrir þessu. Smám saman
komst hann að fastri niðurstöðu um
þrennt í þessu máli: Að þjófurinn hlaut
að hafa vitað, að Cambell-demantarnir
höfðu verið í vörzlum Salomons. I öðru
lagi, að demantarnir voru óvátryggðir
og að tapið var hans og aðeins hans. í
þriðja lagi gat hann ekki tilkynnt lög-
reglunni þjófnaðinn. Aldrei á ævi sinni
hafði hann lent í öðru eins. Hann gat
hreinlega ekkert gert í málinu.
Allt í einu varð honum ljóst, að hann
var í mikilli hættu, Einhver hlaut að
vita um að hann var þjófsnautur, og
sá hinn sami hafði hann á sínu valdi
og mundi eflaust neyta aðstöðu sinnar
til þess að hafa fé út úr honum. En
hið dularfyllsta var, að ekki skyldi
hreyft við öllum þeim öðrum fjármun-
um, sem voru í skápnum. Salomon gafst
upp við að hugsa um málið. Hann læsti
peningaskápnum og fór út. Hann leigði
sér bíl og gaf bílstjóranum upp áfanga-
staðinn. Meðan bíllinn rann um strætin
á fleygiferð, hallaði Salomon sér aftur
í sætinu í djúpum hugleiðingum. Loks
er bíllinn staðnæmdist hafði hann
ákveðið, hvað gera skyldi í málinu.
Hann sté út, greiddi bílstjóranum og
gekk inn þrönga götu. Húsin voru skít-
ug og hrörleg. Hann drap á sérstakan
hátt á einar dyrnar. Hurðinni var lokið
upp og maðurinn, sem hafði selt honum
demantana stóð fyrir framan hann.
Þetta var maðurinn, sem vissi hver
hafði stolið demöntunum frá Cambell
lávarði. Hvorugur mælti orð frá vör-
um fyrr en þeir höfðu aflæst hurðinni.
Frh. á bls. 32
bókstafina, er að bora í gegnum sex
þumlunga þykkt stál.
— Þetta er amerísk gerð, er það
ekki?
— Jú, þetta er alnýjasta gerð, sem
til er af peningaskápum.
— Persónulega hef ég enga trú á
peningaskápum, herra Salomon. Ef þér
hefðuð séð það, sem ég hef séð, væruð
þér ekki öruggur heldur. En nú hef ég
lokið erindi mínu. Hann stóð á fætur
og ætlaði að fara, en Salomon líkaði
ekki vantraust hans á skápnum.
— Hafið þér nokkurn tíma skoðað
þessa nýju peningaskápa? spurði hann.
Það má vera að ummæli yðar eigi við
um gömlu skápana. En lofið mér að
sýna yður þennan nánar.
Fulltrúinn tók mjög vel eftir, meðan
Salomon stillti lásinn og að vörmu spori
var hurðin opin.
— Jú, viðurkenndi hann. Það virðist
vera sérstaklega fullkominn útbúnaður
á þessum skáp.
— Fullkominn! át Salomon eftir. Það
er einmitt orðið. Ég er ekki vitund
smeykur, þótt „Snillingurinn" sé kom-
inn í bæinn.
— Skápurinn virðist vera mjög ör-
uggur, sagði fulltrúinn. Ég verð nú að
viðurkenna það.
Hann fylgdist mjög vel með hreyfing-
um Salomons, þegar hann var að læsa
skápnum aftur.
— Mér þykir leitt að hafa ónáðað
yður, herra Salomon, hélt hann áfram.
En við töldum sem sagt réttast að að-
vara yður. En nú verð ég að játa, að
þér eruð albrynjaður gegn hvers konar
innbrotum. Ég vildi óska að hinir gim-
steinasalarnir væru eins forsjálir og þér.
Þá væru menn eins og „Snillingurinn“
atvinnulausir.
— Mér var sönn ánægja að kynnast
yður, herra fulltrúi, sag'ði Salomon
harðánægður með hólið. Hann hneigði
sig eins djúpt og ístran leyfði.
Hann brosti þegar hann lokaði hurð-
inni og tautaði:
— Samvaldir blábjánar. Það eru
réttu orðin yfir þessa lögreglumenn.
★
Daginn áður en brúðkaup Cambells
skyldi fara fram, ók Salomon í ljóm-
andi skapi á skrifstofuna sína — í spán-
nýjum bíl. Bílstjórinn bar hendina upp
að húfu sinni um leið og höfðinginn sté
út. Hið sama gerði dyravörðurinn, sem
hélt hurðinni opinni fyrir hann, og
stoltur og virðulegur gekk Salomon inn
í skrifstofu sína
Hann leit á bréfin, sem lágu á borð-
inu og opnaði eitt þeirra, sem var með
hollenzku frímerki á. Hann brosti
FALKINN
15