Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Síða 17

Fálkinn - 04.10.1961, Síða 17
Hann er alltaf svo kammó, hann Jón. Það fór nú allt út um þúfur. Það hefur kannski verið henni að kenna, en annars er hann svo asskoti kvensamur. Meðan hann var með Gunnu systur, var hann að smella í mér alltaf öðru hverju. Bíddu, ég verð að segja þér þetta seinna. Hann kemur þarna og ætlar augsýnilega að bjóða mér upp.“ Og þar með var sögunni lokið að sinni og við heyrðum ekki meira af þessari ágætu framhjá- haldssögu. Hljómsveitin leikur nú fjörugan polka og fólkið hringsnýst á gólfinu og það geislar af ánægju. Hér sér ekki vín á nokkrum manni, hér er enginn maður frammi á klósetti, sem býður sjúss og segir: „Fyrirgefðu, vinur, var höfum við sézt áður.“ Enginn er hér, sem klapp- ar á öxlina á manni og segir: ,,Skamm- astu þín að þiggja ekki einn.“ Menn eru ekki komnir hingað til þess að drekka og hafa hátt eða til þess að viðra sig utan í menn, sem klæðast einkennis- búningi, heldur til þess að dansa og njóta þess að vera til. Hljómsveitin er skipuð 4—5 mönnum, og yzt til hægri er gamall hljómsveit- armeðlimur, sem hristir rúmbukúlurn- ar eins og kúbanskur kynblendingur á krá í Harlem, sá er aðeins munurinn, að hinn íslenzki er tekinn að grána örlítið í vöngum. Þeir leika nú fjörug- an skottis, síðan ræl og að lokum skipta þeir yfir í hægan tangó. Ef til vill er þessi tangó allt of hægur, loftið fyllist af lidenskap og længsel. Það er undar- legt, hvað fólk getur orðið forelskað, þótt yfir fertugt sé og jafnvel yfir fimmtugt. Rómantíkin virðist ekki bíta neinn þarna, heldur þvert á móti kyssa fólkið og kjassa. Kinn leggst við kinn, tangóinn verður suðrænn og heitur, hraðinn vex og vex, unz lagið er úti og herrann fylgir dömunni að borðinu. En úti í einu horninu gefur ekkju- maðurinn sjómannskonunni hýrt auga, síðan brosa bæði. Ekkjumaðurinn færir sig að borðinu hennar, býður henni síg- arettu og segir veskú. „Þá er það vals, dömur og herrar,“ segir dansstjórinn. Og ekkillinn býður sjómannskonunm upp. Síðan syngja þau af tilfinningu: „Svífur yfir Esjunni sólroðið ský.“ Roð- VENUS inn frá hringljóskastaranum leikur um parið, svo kynlega rauður. En skyndi- lega verður ljósið grænt og vonin tekur við, piparsveinar hýrna og lifna allir við. Kjarkurinn er loksins, loksins kom- inn, og þeir áræða að bjóða upp, feimnir og drýldnir í senn. „En lánið elti Jón og lét í friði mig.“ Ein vonbrigðin enn ofan á öll önnur, þó er ekki öll nótt úti enn, ef til vill bítur einhver á beit- una; þrátt fyrir allt er hún ekki svo slæm, þegar öllu er á botninn hvolft. Ég er aðeins fertugur nú, á nóg í kistu- handraðanum, auk þess íbúð og bíl. Býður nokkur betur? Hvað er reynsla í þessum málum á móti góðum efnum og ágætri stöðu?“ speglast í svip þess- ara vongóðu manna að loknum dansi. Dansstjórinn fyrirskipaðar marz og leiðir dansinn. Daman hans er fjörleg og rösk ung stúlka í þröngu pilsi, allt of þröngu til að hoppa í marzúrka eða skottis, en máski er það ágætt og hent- ugt í marz. Nú skiptist hópurinn, hið sterkara kyn fer til vinstri, hið veikara og sterkara kyn til hægri, en síðan taka kynin höndum saman og dansa sigur- Sæl saman í gegnum raðir herdeilda beggja kynja. „Áfram, áfram nú, allir,“ hrópar dansstjórinn hvellt. Rödd hans yfirgnæfir kliðinn og allir hlýða og flýta sér sem mest. Annars er dans- stjórinn virðulegsti maður. Hann var frammi áðan að kaupa sér brjóstsykur. Hann hampaði pokanum, þuklaði hann og sagði hann fullan af lofti, og reyndar hefði hann ekkert við slíkt að gera, það væri nóg loft í sér fyrir. Svo skellihló hann, stakk einum mola upp í sig og fór inn í sal. Við sáum hann seinna, þar sem hann stóð í einu horninu og blés pokann út, sneri upp á hann og sló honum við vegginn. Kom þá hvellur hinn mesti, svo að nærverandi yngis- meyjar fóru að jesúsa sig. Hló þá dans- stjórinn hátt og innilega. Lengi lifir hér vel í gömlum glæð- um, litlu þarf að öngla í þann ofn, sem hérna yljar mönnum við hjartarætur. Logi ástarinnar brennur glatt, ef til vill helzti glatt. Samt virðist þetta fólk vera brend börn, sem er ekkert sérstaklega í mun að forðast þann eld, sem logar hér. Eða er nokkur ástæða til þess? Menn skaðbrenna sig varla úr þessu. Hljómsveitin leikur nú síðasta valsinn og fólk tekur að faðmast. Einstaka herra er kurteis og kyssir sína dömu af hátt- prýði og hofmennsku á eyrað. Aðrir faðma yngismeyjarnar af funa, menn eru alltaf mjög ástríkir, þegar dansleikj- um er að ljúka og láta sína ástúð óspart í ljós. Endanlega eru allir sáttir, flestar deilur hjaðna og allt fellur í ljúfa löð. Úti fyrir er aðeins nóttin, stjörnubjört og friðsæl. Elskendur, ungir í anda, leiðast hönd í hönd út í húmið. Handan við göt- una bíður bifreið og elskendur ungir Frh. á bls. 32 HÁTT í VESTRI SKÍN FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.