Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Síða 19

Fálkinn - 04.10.1961, Síða 19
þetta einhver, sem hafði fengið sér of mikið neðan í því í gærkvöldi. — Gestur, viltu lána mér vasaklút til að þurrka honum Inga, heyri ég kon- una mína segja. Æ, hvað þurfti strákurinn nú að vera að æla innan um ókunnugt fólk! En ég komst ekki lengra í þessum þönkum, því að mér varð litið framan í náfölt andlit og sá himinblá, stór augu, þung- lyndisleg af fyrstu áhyggjunum. Þegar bílfreyjan kom aftur, vildi Ingi ómögu- lega láta nema innri pokann. — Ég er ekkert búinn að gubba í hinn, sagði hann, — og kannski verða allir pokar búnir áður en við komum á Blönduós. Hann hafði einnig kynnzt forsjáln- inni. — Ég er ekkert veik, sagði Ragnheið- ur. Svo bætti hún við eftir svolitla þögn: — Það er bara eins og ég hafi skilið magann eftir heima. Meðan við stóðum við í Hvalfirði hitti ég, að því er virtist, mjög náinn kunn- ingja minn, sem ég gat þó ómögulega komið fyrir mig. Eftir að við höfðum talað góða stund um daginn og veginn, þakkað hvor öðrum fyrir síðast og sagt annað það, sem heyrir til í skyndisam- tali kunningja, sem ekki þekkjast, sagði maðurinn: — Ég keypti tvo fyrir norðan í vor. — Það var alveg rétt hjá þér, svar- aði ég, án þess að hafa hugmynd um, hvaða tvo hann átti við. — Það þýðir ekkert að .vera að flækjast með einn. — Ég á nú sex, svaraði kunninginn drýgindalega. Fimm gráa. — Já, hvernig læt ég! Var ekki einn af þeim gráu vakur? spurði ég alls hug- ar feginn, því að nú vissi ég, að þessir dularfullu, óþekktu tveir voru hestar. — Blessaður vertu, þeir eru allir vakr- ir, sagði maðurinn. — Já, þú hefur alltaf verið seigur að taka úr þeim skeiðið, sagði ég. — Annar þeirrra, sem ég keypti fyrir norðan er rauður, og að öllum þeim gráu ólöstuðum er hann langmesta hestaefnið, sagði maðurinn. — Hann hefur kostað eitthvað sá, segi ég. — Ég borgaði það, sem upp var sett, sagði maðurinn. Maður talar aldrei um verð, þegar svoleiðis hestar eru í boði. Renglulegur maður í reiðbuxum birt- ist nú í dyrunum. Þegar hann kom auga á okkur, breiddist undarlegt bros yfir á- sjónuna, og handleggurinn tók að teygj- ast fram úr erminni, síðan tók þessi nýi hestamaður stefnuna á okkur. Skyldi þetta nú líka vera bezti vin- ur minn, hugsaði ég og byrjaði að rétta fram höndina og brosa. En þegar hesta- maðurinn nálgaðist meir, sá ég, að bros hans var ætlað kunningja mínum. Þeg- ar vinirnir upphófu sitt innilega og fyr- irsjáanlega langdregna handaband, not- aði ég tækifærið, smokraði mér að af- greiðsluborðinu og pantaði kaffi. Þegar kveðjum hestamannanna var lokið, tók sá síðari undir hönd þess fyrri, leiddi hann með sér inn á klósettið og sagði, fullur ósvikins trúnaðar: — Ég hugsa, að ég geti útvegað þér kaupanda að helvítis rauðu bykkjunni, og þú mátt vera feginn, ef þú losnar við hana fyrir eitthvað. Um leið og klósetthurðin lokaðist á eftir félögunum, kom ég auga á dular- fulla bungu aftan á hægri lend nýkomna mannsins. Hér átti auðsjáanlega að gera hestakaup. — Ætli það sé hundur fyrir norðan? spurði Ragnheiður litla upp úr eins manns hljóði á móts við Skeljabrekku. — Það eru hundar á öilum sveitabæj- um, svaraði ég. A Hvítárbrú segir hún spekingslega: — Jæja, það voru þrír hundar fyrir austan í fyrra, svo ég hlýt að lifa þetta af. Frásöp: GESTUR ÞORGRÍMSSON Litla konan með mjóu röddina reyndi aftur að hefja söng. Að þessu sinni byrj- aði hún öllu ákveðnar en fyrr, og „Bless- um sértu, sveitin mín“ ómaði um vagn- inn. Konan leit vonglöð í kringum sig, en það var hvergi samúð að finna, að- eins samanbitin andlit, ákveðin í að láta ekki leiða sig út í neinn galskap. Augna- ráð konunnar varð flóttalegt og roði breiddist yfir andlitið. Hún hafði beðið ósigur í annað sinn, og það virtist ofraun hennar söngvina hjarta. Hún reyndi ekki oftar að efna til söngs og glað- værðar. Á Blönduósi stönzuðum við framan við nýja hótelið og lögðum af stað gang- andi austur fyrir á, til þess að drekka kaffi hjá skólastjóranum. Umhverfið var framandi og ýmislegt bar fyrir augu, sem börnunum þótti nýstárlegt. ---- Nei, sko röndótta hanann! hróp- aði Ingi. — Hann er hvítur að innan og svartköflóttur að utan! Þessi þekking hans á margbrotinni mynzturgerð kom okkur alls ekki á óvart, en við vorum engan vegin reiðu- búin að viðurkenna hinar likamsfræði- legu skýringar hans á innhverfu og út- hverfu hænsnfuglsins. Það urðu fagnaðarfundir á Ytri-Ey, þegar litlu systkinin hittu stóra bróður. Ragnheiður fékk að sjá hænuunga og Ingi settist upp á traktorinn. Svo var tjaldstaður valinn á valllend- istá við lækjarsitru, þar sem óstöðvandi hljóð vatnsins lék við hlustir okkar með örlitlum tilbrigðum, eins og strengja- hljómsveit frá rómanska tímanum. Það er gott að leggjast fyrir eftir Frh. á bls. 30 Teikn.: SiGRÍÐUR GUÐJONSDOTTIR FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.