Fálkinn - 04.10.1961, Side 26
smasaga
eftir
C. E. HALL
SIM-
SJÁIN
í glerinu á rúðunni stóð:
M. Voroni, fjármálaráðunaut-
ur.
Fjármálaráðunautur er afar
yfirgripsmikið og traustvekj-
andi orð og aðeins þeir örfáu,
sem þekktu Voroni vel, vissu
að orðið þýddi meðal annars
okrari, hlutabréfafalsari, eit-
urlyfjasmyglari, fjárkúgari og
venjulegur prangari.
Sæi maður Voroni þar sem
hann sat á skrifstofunni sinni
við breiða mahoniborðið, bros-
andi, alúðlegan, snyrtilegan og
með hvíta nelliku í hnappa-
gatinu, — þá leizt manni mæta
vel á manninn.
Hann brosti í kampinn, föð-
urlegu, nærri sálusorgaralegu
brosi. En hann hafði líka
ástæðu til að vera glaður, því
að núna í morgun höfðu verið
greiddar tvær álitlegar fjár-
hæðir, 50 pund hvor, í sísvang-
an peningaskápinn hans. Báð-
ar upphæðirnar voru frá göml-
um kerlingum, sem í staðinn
höfðu fengið fallega prentuð
en að öðru leyti verðlaus
hlutabréf í tinnámu í Bolivíu.
Síminn hringdi ákaft og
truflaði rósrauðu draumana
hans. kallaði hann í einni sjón-
hendingu inn í kaupsýsluheim.
inn. Hann tók upp heyrnar-
tólið.
— Góðan daginn, sagði rödd
í símanum. — Ég heiti Tony
de Platos. Þér þekkið mig víst
ekki. Ég er hugvitsmaður, og
ég hef gert uppgötvun, sem ég
er sannfærður um að yður lízt
vel é. Mér er sagt, að þér kaup-
ið einkaleyfi sem yður lízt á,
er ekki svo?
Það var ungur maður, sem
talaði, og röddin var prúð og
fáguð, en ef til vill fullmikið
sjálfstraust í henni.
— M-j-a, svaraði Voroni. —
Ég hef að vísu lagt stöku sinn.
um peninga í smávegis upp-
götvanir, en það er ekki nema
örsjaldan. Maður verður að
vera sannfærður um að þær
snúist um eitthvað, sem fólk
vill kaupa. svo að unnt sé að
framleiða það í stórum stíl.
Hvernig er þessi uppgötvun,
með leyfi?
— Hún gjörbyltir símanum,
herra Voroni.Hún gerir manni
kleift að sjá þann, sem mað-
ur talar við. Maður setur ofur-
lítið sjóntæki í samband við
símann og þá sér maður . . .
— Nú, er það eins konar
sjónvarp, greip Voroni fram
í önugur.
— Nei, þau eru miklu marg-
brotnari. Símsjáin mín notar
rafstrauminn úr símhleðsl-
unni. Símsjáin notar aðeins
sáralítinn straum aukalega,
svo að ég nota aðeins þurrt
rafhlað og það er hægt að setja
símsjána í samband við hvaða
talsímatæki sem er. Þér getið
rétt ímyndað yður hvílika
framtíð svona tæki á sér: Mað-
ur getur símað til kunningja
sinna og sýnt þeim myndir.
Húsmóðirin þarf ekki að fara
í búðina til þess að kaupa
postulínið sitt og kjólana sína.
Hún kaupir það bara símleiðis
og skoðar það og velur gegn
um símann, áður en hún lætur
senda sér það heim. . . .
— Já-já, allt um það, greip
Voroni fram í. — Þér þurfið
ekki að útskýra þetta svona
nákvæmlega fyrir mér. En er
hægt að búa tækið til?
— Kannski þér viljið láta
mig sýna yður það, herra Vor-
oni. Auðvitað hef ég tækið
tengt við símann minn núna,
meðan ég tala við yður. Ég get
sagt yður hvernig þér eruð
klæddur, ef þér hafið gaman
af því. Ég er til dæmis núna
að horfa á fallegu nellikuna,
sem þér hafið í hnappagatinu.
Hún fer vel við gráu fötin og
brúna hálsbindið. Klúturinn í
jakkavasanum er með mjórri
grænni rönd og til hægri við
yður stendur vasi með krysan-
temum . . .
Voroni glápti af undrun og
kom ekki upp einu einasta
orði. Loks þreif hann sjálf-
blekunginn sinn og fór að
krafsa alls konar strik á papp-
ír, sem lá á borðinu.
— Hvað er ég að gera núna,
spurði hann spenntur.
— Mér sýnist þér vera að
eyðileggja ágætan sjálfblek-
ung, svaraði Tony de Palos,
— svo að ekki sé minnzt á
pappírsörkina.
Voroni lagði frá sér heyrn-
artækið og spratt upp úr stóln-
um eins og örskot. Hann flýtti
sér út að þilinu og tók mynd
ofan af nagla. Hann setti -hana
á stólinn. Að svo búnu greip
hann símtólið aftur. Hann var
eldrjóður í framan og svipinn
bogaði af enninu á honum.
De Palos hló góðlátlega í
símanum.
— Þetta var svei mér vel
af sér vikið hjá yður. Myndin
er vatnslitarmynd, — er það
ekki? En hvers vegna í ósköp-
unum stendur hún á haus?
Jæja, ég læt það vera. Ég held
að við ættum írekar að tala
nánar um kaupin. Ég hef hugs-
að mér að þér greidduð mér
5000 pund fyrir teikningar
mínar ásamt þessu eina tæki,
sem ég hef búið til. Ef þér
hugsið svolítið fram í tímann,
þá hljótið þér að sjá í hendi
yðar, að þetta er hreinasta
gjafverð. Ég ætla að hringja
aftur til yðar um þetta leyti
á morgun, og þá verðið þér
væntanlega búnir að hugleiða
málið. Verið þér sælir, herra
Voroni.
Voroni kallaði og bað hann
að bíða, en það var tilgangs-
laust. Sambandið var slitið.
Hann hringdi á miðstöðina í
logandi flýti. Símastúlkan var
önuglynd, þegar hún svaraði
kuldalega:
— Hringingin kom frá sjálf-
virkum síma, og hvernig get
ég þá vitað hver talaði við
yður?
Það sem eftir var dagsins,
var Voroni í einkennilegu
skapi. Hann var á víxl grip-
inn ákafa og hrifningu, — og
æsingi og tortryggni. Fyrst
sagði hann sem svo við sjálfan
sig, að þessi uppgötvun væri
óhugsandi. Næst varð honum
ljóst, að ef hún var möguleg,
þá væri hún margar milljóna
virði- ef hann næði í einkaleyf-
ið á henni.
Hann svaf óvært um nóttina
og dreymdi einkennilega
drauma. Hann vaknaði eld-
snemma og fór beint niður á
skrifstofuna, settist við skrif-
borðið sitt, skrifaði ósköpin öll
af tölum á blað, stundi þung-
an — og beið.
Á nákvæmlega sama tíma
og daginn áður hringdi síminn
og þetta var samtalið, sem
hann hafði beðið eftir með
óþreyju.
— Góðan daginn, sagði
röddin í símanum. — Jæja,
ég sé, að þér lítið vel út í dag,
herra Voroni. Afsakið, að ég
skuli tala um klæðaburð yðar,
en mér finnst bindið með bláu
röndunum alveg sérstaklega
smekklegt. (Voroni ræskti
sig). Annars er ekki vert að
sóa tímanum með því slá yður
gullhamra. Þér eigið eflaust
annríkt — og ég líka. Ég hef
eiginlega lofað að tala við
Castella-bræður um uppgötv-
un mína. En mér fannst samt
réttara að tala við yður fyrst.
Hafið þér áhuga á uppgötvun
26 FÁLKINN