Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Side 34

Fálkinn - 04.10.1961, Side 34
A> * SIIUSJAIIM Frh. af bls. 27 oni urðu stór og glennt þegar hann sá lifandi nærmynd af ungri og fallegri stúlku. — Góðan daginn, Elsa, sagði de Palos. — Viltu gera mér greiða. Ég er hérna að sýna manni uppgötvun mína og langaði til að biðja þig að gera eitthvað svo að hann sjái hvernig símsjáin er í notkun. Það komu spékoppar í kinn- arnar á stúlkunni og röddin sVaraði — Með mestu ánægju. Ég er tilbúin. Það var gott að ég skyldi einmitt vera búin að l*ga á mér hárið> þegar þú hringdir. — Þú gætir til dæmis byrj- að á því að sækja dagblað og og halda því upp að símanum. Stúlkan hvarf sem snöggv- ast og þeir gátu séð út í litla og smekklega stofu. Síðan kom hún fram á skífunni aft- ur. Hún hélt á eintaki af „The Times“ í hendinni, bretti blað. inu í sundur svo að hægt værí að lesa dagsetninguna á blað- inu. Það var sama dagsetning- in og á stóra almanakinu hjá Voroni, svo að hér voru auð- sjáanlega engin brögð í tafli. — Nú gætir þú til dæmis komið með klukkuna að sím- anum, sagði de Palos. Hún hvarf aftur og þegar hún kom á ný var hún með gamaldags Parísarklukku í hendinni. Hún sýndi 2.14 og kom það nákvæmlega heim við klukku Voronis. — Viltu nú bera símann út að glugganum, svo að við get- um séð út. Ég vona, að snúr- an sé nógu löng. Myndin á símasjánni varð allt í einu dauf og það sem sást á henni varð allt á ská og hallaðist sitt og hvað. Loks sá Voroni út á götu sem hann kannaðist við. Þar var mikil umferð af gangandi fólki, bif- reiðum og sporvögnum og allt sást þetta greinilega. — Jæja, þetta er víst nóg, sagði de Palos. — Þakka þér kærlega fyrir hjálpina. Við sjáumst kannski í kvöld. — Það var gaman að geta hjálpað þér, — og nú sáust aftur spékopparnir í andlitinu. Hugvitsmaðurinn lagði heyrn- artólið á og jafnskjótt hvarf suðið. Á þessari stundu varð Vor- oni ljóst, að þessi ungi hug- vitsmaður mátti ekki fara út af skrifstofunni án þess að skilja eftir allar teikningarn- ar og áhaldið. Verðið var aukaatriði. — Ég vil borga yður 1500 pund fyrir réttindin. Það er mikið, -—- miklu meira en ég hafði hugsað mér að borga. En ég hætti á þetta. af því að mér lízt vel á hugmyndina. Palos andvarpaði og tók saman teikningarnar. — Ojæja, Castella bræður buðu mér þó 3000 pund, svo að það er bezt að ég fari þang- ar. — Nei, bíðið þér nú hægur, sagði Voroni og spratt upp af stólnum. Voroni skildi vel, að hér gat verið um að ræða und- irstöðu að framleiðslu, sem ekki stæði að baki Henry Fords. — Ég vil ómögulega að þér lendið í klónum á þeim bræðrum. Þá vil ég heldur borga 3000 pund fyrir upp- götvunina. — Þrjú þúsund pund eru að vísu dálagleg upphæð, en það eru 5000 pund, sem ég set upp, sagði de Palos ákveðinn. — Ég veit að það eru til fjöl- margir menn, sem vilja borga þá upphæð fyrir þessa upp- götvun mína. — 3500 sagði Voroni og reif í hárið á sér. — Það er það alhæsta, sem ég get boðið. Hugvitsmaðurinn tók svarta kassann undir hendina og bjóst til að fara. — Ég vil ekki tefja yður lengur, herra Voroni, sagði hann. Þá hljóp Voroni til og af- læsti dyrunum. —- Ég geng að þessu, sagði hann hás. —- Ég geng að því! Svo þaut hann að peninga- skápnum og lauk honum upp. Andlitið var heldur raunalegt. þegar hann tók fram seðla- böggulinn og lagði hann á borðið. -—• Þúsund — tvö þúsund, — þrjú þúsund, — fjögur þús- und og fimm, taldi hann. — Nú er uppgötvunin mín eign! ★ Klukkan ellefu mínútur yf- ir fjögur sama daginn gerðist tvennt undarlegt sama daginn. Á flugvellinum í Croydon rann stór flugvél af stað, hóf sig til flugs og stefndi til Suð- ur-Afríku. Og á skrifstofunni í Havis Street kastaði Voroni blekbyttu gegnum rúðuna á hurðinni í reiðikasti sínu. Auðvitað var þetta ósæmi- legt af manni í hans stöðu, en ástæðan var ærin. Sérfræð. ingur, sem hann hafði verið að sýna uppgötvun de Palos hafði skýrt honum frá því, að teikningarnar væru af fyrsta flokks radiogrammófón, sem hefði verið á markaðinum í nokkur ár. Og svarti kassinn hafði að geyma litla kvik- myndavél og rafmagnsmótor og spotta af filmu, sem sýndi fallega stúlku, dagblað, klukku og götuumferð. Þetta var sniðuglega gert og hefði verið ágæt jólagjöf handa krakka... ★ Á meðan þessu fór fram brunaði flugvélin í suðurátt. Tony og Elsa Roan hölluðu sér makindalega aftur á bak í sæt- unum og nutu útsýnisins. Frú Roan var að skrifa tölur í minnisbók. —- Gjöld. -—- Er það ekki það sem það er kallað í bók- færslunni? Ég á við: leiga fyr- ir skrifstofu — 10 pund, leiga fyrir íbúð og uppihald — 15 pund. Og svo kvikmyndavélin, filman og framköllun — það verða í minnsta lagi 25 pund. Ég borgaði Joan 2 pund fyrir að breyta dagsetningunni á „The Times“. Önnur gjöld, bifreið, ljósprentanir og svo framvegis . . . Alls 57 pund. Þessi gjöld drögum við frá tekjunum. Summa 4943 pund. — Laglegur skildingur, sagði maður hennar og kinkaði kolli. — Hann stóðst ekki freisting- una, blessaður karlinn. ■—- Nei, hann gerði það ekki, sagði frú Elsa. — Á ég að segja þér hvað ég held. Ég held að þessar undirbúnings- tilraunir hafi haft mest áhrif á hann. Það var fyrir því sem hann féll. Þetta, að þú gazt sagt honum, hvernig háls- bindið hans var á litinn og því um líkt, En það var ágæt hugmynd hjá þér að leigja skrifstofuna í Travis Street, beint á móti skrifstofu Voron- is og horfa á hann í kíki með- an þú talaðir við hann í sím- anum . .. ★ Nóg er það, sem mennirnir fá aldrei. Um leið og ein ósk uppfyllist. verða tvær nýjar til í staðinn. Kínverskt máiltœki. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.