Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐLIRINN MIKLI „Engin olía, enginn staður til þess að lenda á“, muldr- aði landkönnuðurinn, þar sem þeir hröpuðu óðum. „Þetta er erfið aðstaða“, sagði hann. „Við þurfum að stökkva.“ „Stökkva", endurtók félagi hans. „Við höf- um engar fallhlífar“. „Það var slæmt“, sagði landkönn- uðurinn, „nú þurfum við þeirra sérstaklega með“. Síðan bætti hann við: „Við stökkvum þá bara niður í pálmana. Þarna er stórt tré, þeg*.- v*o fljúgum yfir það þá er um að gera að stökkva niður í krónuna." Til allrar óhamingju vildi svo til, að Smakkari kóngur mannætanna sat að snæðingi undir þessu sama tré. Hann var súr á svipinn, enda var hann að eta græn- meti, „Bókó lati hristu tréð, mig langar í hnetur.“ Og Bókó lati hristi tréð. „Nammi — slamm“, hrópaði Smakkari kóngur, þegar hann sá hver árangurinn varð. „Þú ert mikill hristari, Bonkó lati“. Þeim Panda og landkönnuðinum varð strax ljóst, hvað gera átti við þá. Kokkarnir og mat- reiðslustúlkurnar voru þegar komin á vettvang, til þess að fá að vita hvernig kóngurinn vildi m rettinn framreiddan. „Hjálp“, hrópaði Panda „þeir ætla að eta okkur“. „Stilltu þig“, sagði landkönnuðurinn róandi „við landkönnuðir kunnum ráð við þessu. Gætt.n bara að.“ Landkönnuðurinn tók hinn rólegasti alls konar glitr- andi smávarning upp úr vasa sínum: Hringa, spegla, falskar perlur og þvíumlíkt. Hann steig eitt skref fram, hlóð kónginn með þessum vörum, og stakk stórum vindli milli hinna konunglegu vara. „Gjafir handa hinum mikla stjórnanda", sagði hann alvar- legur í bragði. „Við vera vinir“. Kóngurinn ljómaði af ánægju og sagði: „Við vera vinir, þú góðir menn, ég ætla að eta ykkur.“ Þeim Panda og landkönnuð- inum varð nú ljóst, að vinsemd hans stafaði af matarást. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.