Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 14
!pf Mestu ja Hinn fyrsta nóvember er minnilegur dagur, því þá varð hið ógurlegasta slys, sem dunið hefur yfir nokkra borg í Ev- rópu, síðan sögur hófust. Það var jarð- skjálftinn í Lissabon, á Allra heilagra messu árið 1755. Þetta reiðarslag er kom yfir hina blómlegu verzlunarborg við Tagusfljót, þar sem það rennur út í Atlantshafið, tók langt fram öllum hliðstæðum náttúruhamförum er áður höfðu eyðilagt bæi eins og Pompeji, Messínu og St. Pierre á Martinique. Áhrif þess voru svo víðfaðma, að öll Norðurálfan var skelfingu slegin. Höfuðstaður Portúgals er byggður á sjö hæðum, og um miðja átjándu öld voru þar þrjátíu þúsund íbúðarhús Jarðskjálftar höfðu áður orðið í borg- inni, svo sem árið 1332, 1504 og 1531. En slíkt gleymist ótrúlega fljótt, eins og sjá má af því, að bændurnir um- hverfis Vesúvíus rækta víngarða sína upp eftir öllum hlíðum eldfjallsins, skömmu eftir að hraun úr því hefur runnið yfir engi þeirra og garða. Með sama hætti varð hinni ungu kynslóð í Portúgal ekki andartak á að hugsa til þess, að það sem áður hafði skeð, gæti komið aftur fyrir. Ekker virtist heldur benda til neins óvenjulegs. Að vísu töldu nokkrir menn sig hafa tekið eftir einkennilegu róti á hafinu úti fyrir, á aðfaranótt hins 1. nóvember. Aðrir héldu að þeir hefðu séð þykkan reykjarmökk bera við blóð- rauðan kvöldhiminn, þá urn miðnætur- skeið. En almenningur lagði álíka mik- inn trúnað á slíkar furðusagnir og þeg- ar fiskimaður nokkur fullyrti að hann hefði fundið harðan kipp, þar sem hann lá með bát sinn úti fyrir ósum fljóts- ins. Milt og þurrt haustveður var á og lífið gekk sinn vanagang. Auk þess var engin hætta á öðru en að munkar og nunnur staðarins myndu vaka yfir hinum 300.000 sálum sem þar bjuggu, í bænum sínum til forsjónarinnar, — og það voru 42 klaustur í borginni. Tók nú að birta af degi á Allra heil- agra messu og af því tilefni kveiktu allir á kertum sínum og lömpum, svo sem venja var til. í öllum kirkjum blöktu kertaljós á ölturum og það rauk úr reykelsiskerunum. Og þá kom fyrsti kippurinn. Hann kom af hafi utan, enda hlýtur sprunga mikil að hafa komið í hafsbotninn ein- hvers staðar langt frá landi, sem olli því að mikil svæði jarðskorunnar hrist- ust og rifnuðu. Svo óskaplegur var kippurinn, að verkana hans varð vart um fimmta hluta jarðarinnar. í Marokkó myndaðist sprunga í land- ið, er svelgdi átta þúsundir rétttrúaðra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.