Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 9
Lengi liefur forvitnum mönnum leik- ið hugur á að litast um innan dyra að Höfða. Þar hafa frægir menn búið og kunnir menn gist. Höfði stendur eins og kunnugt er austan við Rauðarárvík- ina, sem nú er næstum liorfin. Húsið var lengi vel nokkuð afsíðis, en með árunum varð þéttbýlt í nágrenninu. Um þetta hús hafa ýmsar sögur komizt á kreik, flestar ósannar. Frá Kveldúlfsbryggju að Rauðarárvík. Fyrir allmörgum árum, þegar Skúla- gatan var bara venjuleg malargata og sjórinn gekk þar á land í norðanáttinni, sáu þeir ungu menn, sem stunduðu marhnútaveiðar á Kveldúlfsbryggju um sólríka vordaga, Skúlagötuna fyrir sér sem glæsilega breiðgötu, þar sem há- reist gistihús gnæfðu við himin. En þessi draumur varð nokkuð á annan veg að veruleika. Gatan var lagfærð og malbikuð og í munni margra varð hún að glæsilegri breiðgötu. Hins veg- ar stóðu hinar kumbaldalegu verk- smiðjubyggingar enn við þessa strand- götu borgarinnar og til skamms tíma klúktu nokkrar kofaómyndir við strönd- ina fyrir neðan Barónsstíginn. Þessir ungu menn, sem nú eru flestir sprottnir úr grasi, muna þá tíð, er þeir gátu reikað um fjöruna allt frá Kveldúlfs- bryggju inn að Kirkjusandi. Fjaran fyrir neðan Höfða hafði eink- um sérstakt aðdráttarafl. Þar fundust krabbar og skeldýr, sem hvergi voru annars staðar við þessa strönd. Einnig áttu ungu mennirnir oft yndisstund upp í gjálfurslegum gróðrinum fyrir framan Höfða. En þetta hús var þeim ráðgáta. Það var svo óendanlega leynd- ardómsfullt. Sumir þóttust sjá mann í hvítum klæðum læðast um fjöruna eftir að skyggja tók á kvöldin, enn aðrir voru vissir um, að í húsinu byggju kyn- legar vættir af öðrum heimi. Þetta hús var sveipað hvílíkum dularhjúp, að unglingarnir stóðu í margra metra fjar- lægð frá því og þeir voru kallaðir kald- ir, sem þorðu að klifra yfir hlaðinn grjótgarðinn og gægjast inn Sjaldan brást það, að þeir köldu höfðu séð ým- islegt annarlegt á sveimi þar inni. Og þeir miðluðu hinum einfeldningunum óspart af reynslu sinni. Reyndar voru sumir svo raunsæir, að þeir sáu, að hús- ið var þá mannlaust, og um aðrar óvættir en rottur gat ekki verið að ræða. Loftskeytastöðin. Sé ekið í hlað að Höfða verður á vegi manns,- vinstra megin við braut- ina rétt fyrir innan hliðið á túngarð- inum, trjástofn nokkur, sem er næstum hulinn í sinunni. Stofninn er allsver að þvermáli og virðist vera ævagamall, því að nokkuð er hann farinn að feyskj- ast. Hvers vegna er hann hér í jörðu? Getur verið, að svo traustir hornstólp- ar hafi verið á girðingum í Reykjavík um aldamótin? Af heimildum má ráða, að Jón Jensson yfirdómari hafi átt þetta land og girt hefur hann þá land sitt vel, ef svo traustur hefur verið hver hornstólpi. Þessi stólpi, sem í fyrstu virtist vera bara ómerkilegur staur, á sér, þótt und- arlegt sé, merkilega sögu'. í öndverð- um júnímánuði árið 1905 varð uppi fót- ur og fit í bænum, þegar fréttist, að með Lauru, sem í höfn átti að koma einhvern næsta dag, vaeri maður frá Marc®ni-féláginu í Englandi. Átti hann að koma upp loftskeytastöð í Reykja- vík. Maður þessi var Mr. W. Densham. Undir lok júnímánaðar var verkinu svo lokið og stöðin gat farið að taka við skeytum. Loftskeytastöngin var 150 fet á hæð og þótti feikna mannvirki á sín- um tíma. Var hún reist í túni Jóns Jens- sonar á Rauðará. Eftir myndum að dæma, er ekki unnt að sjá annað en þessi stöð hafi staðið í landi Höfða. Stiklað á sögu hússins. Fjórum árum síðar en loftskeyta- stöngin var reist, er enn hafizt handa í túni Jóns Jensssonar. Franskur konsúll, að nafni Brillouin reisti þarna villu upp á franskan máta. Húsið var smíðað úr innfluttum viði frá Noregi og vand- að til þess í hvívetna. Á þessum tíma lið Railínikini FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.