Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 12
Prudence Cartwright lagfærði á sér ,,eau-de-nil“-stráhattinn og lét hann hall- ast örlítið út í aðra hliðina. Hún athug- aði á sér sokkana, fór í hanzkana og leit á klukkuna. Hún var fjórtán mín- útur yfir átta að morgni. Prudence lok- aði hurðinni að íbúð sinni og gekk með jöfnum skrefum niður stigann. Ef hún gengi hvorki hratt né hægt, yrði hún nákvæmlega tvær minútur að komast út að horninu. Nákvæmlega klukkan sextán mínútur yfir átta kæmi Clifton James einnig að horninu. Hann myndi heilsa henni, taka undir handlegg hennar og síðan ganga með henni, með jöfnum skrefum að biðstöð strætisvagnsins. Þar biðu þau í eina mínútu, og þegar klukkan væri tuttugu mínútur yfir átta, færu þau inn í strætisvagninn. Stundum hafði Prudence reynt að ímynda sér, hvað gerðist, ef hún og Clifton yrðu nú þessari einu minútu of sein og þyrftu að hlaupa á eftir vagn- inum. En hún hafði aldrei gert meira en að ímynda sér slíkt ástand, af þeirri ástæðu að Clifton var aldrei of seinn. Og hann hafði andstyggð á óstundvísi hjá öðrum. Og þar sem hún var nú einu sinni heitbundin Clifton, þá var hún ávallt stundvís líka. Þegar Clifton áliti sig nægilega vel stæðan fjárhagslega, þá yrði hjónavígsl- an framkvæmd. Prudence myndi þá hætta við hanzkana og stráhattinn, en í staðinn kæmi vel strokinn morgunkjóll. Þegar klukkan væri fjórtán mínútur yfir átta að morgni sæist hún veifa til Clif- tons úr glugganum, og síðan gengi hann einn á biðstöðina. Þegar hún varð þess áskynja, að þessi brot úr framtíð hennar vöktu engan sérstakan fögnuð eða eftirvæntingu innra með henni, þá hnyklaði hún brún- irnar. — Aðeins einu sinni, sagði hún við sjálfa sig, — einu sinni vildi ég verða of sein og taka þátt í æðisgengnu kapphlaupi við strætisvagninn með Clif- ton, og það án þess að allt gengi af göflunum. Hún rak þessa svikráðu hugsun sína þó fljótlega á brott og hélt áfram niður stigann. En þegar hún fann, að togað var varlega í pilsið hennar, stanzaði hún aftur. KISI sat fyrir aftan hana og græn augu hans mændu á hana. — Kisi Cartwright, sagði Prudence reiðilega, —- þú ferð beint inn aftur! Og Kisi Cartwright sagði „mjá“ og glennti upp ginið svo að sást í hvítar tennurnar. Hann var rauðgulur og drapplitaður fressköttur. Andlit hans minnti á mánann, en sitt hvoru megin stóðu veiðihárin út, stif og hvít eins og prjónar. Fallegu eyrun hans hrukkuðust og bugðuðust samkvæmt hinni margbreyti- legu kattafegurð, og þau titruðu enn af hljóðinu eftir tiltal hennar. En hann hreyfði sig ekki, enda ekki ósnortinn af kattarlegum óhreyfanleika. Prudence vissi að eina leiðin til að koma honum inn í íbúðina aftur, væri að fara með 12 FALKINN hann þangað með valdi. Hún beygði sig niður og tók hann í fangið. Hann veitti ekki viðnám, en bak hans var stíft, og skottið, sem var margröndótt eins og brjóstsykursstöng, sveigði sig í mótmæla- skyni. Hún smellti blíðlega á hann kossi og smeygði honum inn um dyrnar á íbúðinni. Þegar hún kom að horninu, rjóð og andstutt, var enginn Clifton þar. Hann var auðvitað farinn á biðstöðina, Clifton beið ekki eftir neinum manni — eða konu. Hún hugsaði með sér að það hefði nú verið gaman, ef hann hefði beðið til að vita, hvort hún kæmi. Og ef hún hefði ekki komið, þá hefði það verið enn skemmtilegra, hefði hann komið heim til hennar til að vita, hvort hún væri kannski veik. Hún hægði ferð sína af ásettu ráði og gekk nú í hægðum sínum til bið- stöðvarinnar. Þangað var kominn fjöldi fólks, sem beið vagnsins, og Clifton gaf henni merki með dagblaðinu sínu, sem brotið var saman af mikilli vandvirkni. Frá væntanlegum samferðarfélögum þeirra í vagninum gat að heyra fliss og lágan hlátur. — Vagninn kemur of seint, annars hefðir þú misst af honum, sagði Clifton í ákærutón. Honum vannst ekki tími til frekara umtals um málið, því að flissið í fólkinu var þegar orðið að háværum hlátri. Clifton varð litið fram hjá unn- ustu sinni og sagði þá hvatlega: — Þessi bölvaður köttur! Prudence leit í sömu átt og hann. Niður götuna kom Kisi Cartwright spíg- sporandi og beindi röndótta skottinu sínu beint upp í loftið. — Farðu heim, Kisi!, kallaði Prudence. En Kisi bara greikkaði sporið og hlammaði sér yfir oddmjóa skóna hennar. — Þú ert í skóm úr geitarskinni, benti Clifton henni á, og tónninn í ræðu hans gaf til kynna að hann efaðist hreint ekkert um ágæti uppgötvunar sinnar. — Þeir verða allir ataðir kattarhárum! Varirnar á Prudence skulfu. Fólkið í kringum þau glensaðist góðlátlega, og einn úr hópnum beygði sig niður til að klappa Kisa. En Kisi, sem tók öilum ókunnugum með gætni, hörfaði undan í fyrstu. — Er þetta ekki mjög eftirsóttur kisi? spurði stúlka nokkur, sem svo sannar- lega hafði ekki gleymt að skreyta sig hringjum og armböndum. — Mjög falleg kattartegund, útskýrði maður, sem vel gat verið háskólakenn- ari eftir útlitinu að dæma. — Ég get ekki þolað ketti, sagði eigin- kona hans. Kisi virti hana ekki viðlits, en nudd- aði sér utan í buxnaskálmar eiginmanns hennar og skildi eftir sig fíngerða hára- rönd. Clifton glápti á Kisa og sneri sér að Prudence. ■— iÉg hef margsinnis sagt þér, að það er ekki ætlazt til þess að fólk geymi ketti í íbúðunum hjá sér. í rauninni hefur hann gert okkur .... ja, þig, að athlægi. GLETTIN SAGA EFTIR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.