Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 02.05.1962, Blaðsíða 30
Mestu jarðskjálftar Framh. af bls. 15. sem þangað flýðu. Andartaki síðar reið flóðbylgja mikil yfir hina frábæru skipakví er þá var nýbyggð úr marmara, en þar höfðu þúsundir manna safnast saman 1 leit að öryggi. Opnaðist þar sprunga í sjávarbotninn og sogaði til sín allt fólkið, en lokaðist jafnharðan aftur. Eftir að ég hafði tímum saman skrið- ið og vaðið innan um dauða menn og deyjandi, náði ég að lokum til gisti- húss herra Morleys, sem er um það bil hálfan annan kílómetra fyrir utan borg- ina og rétt hjá enska kirkjugarðinum. Þar fann ég nokkra landa mína, sem allir höfðu komizt lífs af úr hrynjandi húsum. Undir kvöld sáum við aðra sýn, sem ekki var síður ógurleg en sjálfur jarðskjálftinn. Öll borgin stóð í björtu báli, og geisaði sá eldsvoði í fulla sex sólarhringa, án þess að hendi væri lyft til að hefta útbreiðslu hans. Það sem yður mun þó finnast ótrú- legast, er það, að hópur forhertra glæpamanna er brotizt höfðu út, þegar múrar fangelsisins hrundu, óð um og lagði eld í byggingar þær, er jarð- skjálftinn og bálið höfðu þyrmt til þessa. Ég fæ aldrei skilið, hvað kom þessum níðingum til að fremja þetta djöfulsins hervirki, nema hafi það ver- ið í þeim tilgangi að auka á ógnir al- mennings og fát, til þess að fá frekara ráðrúm til ránskapar. Var slíkt þó óþarfa ómak, þar sem þessi afsprengi myrkrahöfðingjans áttu hægt með að fremja svívirðingar sínar óhindrað, er allir þeir sem eftir lifðu, voru löngu flúnir úr borginni og höfðu skilið hana eftir í höndum þessa vítislýðs. Til þess að þér getið gert yður óljósa grein fyrir víðfeðmi eyðileggingarinnar, skal ég gera hér aðeins eitt einstakt at- vik að umtalsefni, sem ég varð sjónar- vottur að. Rétt hjá kirkju Heilaga Antóníusar voru há bogagöng með fimm hæða húsaröð til beggja hliða. Þegar við fyrsta kippinn flýði þangað fjöldi manna, en í sama bili tóku húsin að riða til eins og tré í stórviðri, og hrundu síðan og grófst þar hver ein- asta lifandi sál undir rústunum. Mun varlega áætlað, að sextíu þús- undir manna hafi týnt lífinu í sjálf- um jarðskjálftanum, eldsvoðanum og svo flóðbylgjunni.“ Þýzkur kaupmaður að nafni Gerner, skýrir frá einstökum atriðum varðandi þenna harmleik, svo sem um fjárhirzlu konungs. Þar voru meðal annars geymdar tíu milljónir crusadera í gulli og varði einn undirforingi hana gegn einum bófaflokki. Þá hafði brezka sendiherranum, Castres, verið fenginn heívörður um hús sitt, fyrir tilstilli Cervalho ráðherra, svo að þar var engu 3fl FÁLKINN rænt. Svo og að Englendingar höfðu beðið mikið fjártjón. Ennfremur segir hann svo: ,,Svo mikið hefir fyrir augu borið af ógnarlegum ódæðisverkum, að ég hika við að festa það á blað. Hjá mörgum hinna hand- teknu ræningja hafa fundizt fingur og eyru, sem þessi illþýði hafa skorið af fólki, til þess að komast yfir hringi þess og aðra skartgripi. Fyrir því hef- ur konungur látið reisa fjölda gálga, og eru allir ránsmenn hengdir á þeim, án réttarrannsóknar. Hafa þegar verið teknir af lífi átta hundruð slíkra óbótamanna, og einn af þeim, sem hafði rænt kirkjugripum, var brenndur á báli. Franski sendiherr- ann og frú hans komust undan á nær- klæðum einum. Hafa nú átta þúsund lík verið grafin úr rústunum og voru þau öll jarðsett í einni afarmikilli hóp- gröf. Konungsfjölskyldan dvaldist þrjá sólarhringa úti undir beru lofti.“ • Frá þeirri einu lýsingu sem mér er kunnugt um að höfð sé eftir dönskum sjónarvotti, heyrði ég sagt á uppvaxtar- árum mínum heima. Það var þjónustu- stúlkan okkar sem iðulega minntist á það, vegna þess að maður sá er sagan var höfð eftir, var forfaðir hennar. Nefndist hann Gutfeldt og mun hafa verið yfirkaupmaður á dönsku skipi, sem lá þá í höfninni í Lissabon. Ég hef aldrei getað gleymt þessum línum í frásögn Gutfeldts, þó ég muni ekki nú orðið að segja þær með hans eigin orð- um, þar sem bréf hans er víst glatað. Þar verður minnið eitt að duga: „Kvöldið fyrir allra heilagra messu fór ég í land, og eyddi nóttinni að mestu á hinum og þessum gildaskálum. Þegar ég var á leið til skips míns um morg- uninn og gekk framhjá marmarakvínni miklu niðri við höfnina, renndi skraut- legur léttivagn fram hjá mér. Gengu fyrir honum tveir brúnir hestar, fjör- ugir og fallegir. f vagninum sat fölleit- ur maður, hreyfingarlaus eins og myndastytta. Var brjóst hans þakið heiðursmerkjum og þegar hann rétti höndina út úr vagninum til að veifa viðstöddum, sá ég, að hún var prýdd gullhringum settum gimsteinum. — Nokkrir menn voru þarna sem hróp- uðu húrra fyrir honum, en að baki þeim fór mikill kurr um mannfjöldann. Spurði ég þá er hjá mér stóðu, hver maður sá væri, og var mér sagt, að þar færi hinn voldugi forsætisráðherra landsins, Carvalho. Klukkan var nú að verða tíu um morguninn, og allt í einu var öllum kirkjuklukkum borgarinnar hringt, og ég sá að ljós voru kveikt í hverjum glugga. Blæjalogn var, og sá ég að fán- arnir hengu hvarvetna hreyfingarlaus- ir niður með siglutrjánum. Ég gekk nú fyrir hornið á götu einni, og vill svo til að ég man hvað hún hét, sem sé Rua Lobeira. Fannst mér þá sem mig svimaði og greip til höfuðsins. Allra snöggvast fannst mér jörðin ganga í bylgjum undir fótum mér, en síðan kvað við ferlegur hávaði, eins og þruma. Þá heyrði ég að allir hrópuðu: terremoto, terremoto! Skildist mér að það þýddi jarðskjálfti. Fylltist nú hin mikla kví í einni svipan af þúsundum manna, sem æptu eins og brjálaðir væru og bentu út fyr- ir höfnina. Og þar sá ég hafið rísa líkt og margra hæða hús, það var lifandi veggur af dökkgrænum sjó, — og fisk- ar á fleygiferð í honum, — er æddi froðufellandi inn til lands. Ég tók til fótanna upp á líf og dauða, og forvitni rak mig til að líta sem snöggvast um öxl, og á því augnabliki sá ég marmarakvína hverfa, með öll- um mannfjöldanum, er skipti þúsund- um. Hún hvarf eins og töfrasproti hefði snert hana, og með henni hurfu öll þau skip sem í henni lágu bundin. Gífurleg sprunga hafði myndast í sjáv- arbotninn, en lokast þegar í stað aftur. er hún hafði gleypt allt sem þarna var. Skelfingu lostinn leit ég undan og herti hlaupunum í því einu augna- miði, að vita hvað um skip mitt hefði orðið. Tímum saman hélt ég þannig áfram innan um grjóthrúgur, eyðilagða vagna og dyngjur af dauðum mönnum og skepnum, er lokuðu leiðinni við hvert fótmál. Á leiðinni sá ég kirkjur og stórhýsi hrynja til grunna eins og spilaborgir, og himininn varð svo koldimmur og uggvænlegur, að ég hvorki sá né heyrði það sem kringum mig var. Þegar ég loks komst fram í skip mitt, var kom- ið fram á kvöld, og stóð þá borgin í björtu báli.“ Fréttir bárust hægt yfir í þá daga. Það var ekki fyrr en hinn 8. des. eða fimm vikum síðar, sem „Berlingske Tidende“ í Kaupmannahöfn gátu birt fregnina um brunann mikla í Lissabon. Prentari nokkur í Kaupmannahöfn brá þó æði skjótt við, því honum tókst að gefa út lýsingu á slysinu fyrir næstu áramót. Maður þessi var Jóhannes Jör- gen Höpffner „Forstjórinn fyrir Bók- þrykiríi hins kóngl. Mæjestets og há- skólans." Svo mjög hefir þessi hraðhenti for- stjóri flýtt sér, að hann hefir aðeins náð að viða að sér nauðsynlegustu gögnum um slysið. Þó skýrir hann frá því, að Rómverjar hafi nefnt borgina Ulyssi- pólis eftir söguhetjunni Odysseifi, sem eigi að hafa stofnað hana, að höfnin þar sé 60 faðma djúp og að þegar ham- farirnar hófust, hafi 27 dönsk, sænsk og hollenzk skip legið þar fyrir akker- um. Telur hann að 100.000 manna hafi farizt í jarðskjálftanum, þar á meðal 300 jesúítar sem fórust undir rústun- um af klaustri sínu. Endar Höpffner forstjóri rit sitt með þessum athyglis- verðu orðum: „í öllu þessu fær nú hver maður greint sönnun fyrir réttlæti almáttugs guðs, viðvörun til þeirrar kynslóðar Frh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.