Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Qupperneq 8

Fálkinn - 16.05.1962, Qupperneq 8
Sveinn Sæmundsson ræðir vii Sigurð Berndsen PENINGARNIR ERU GATA, SEM AL- DREI VERÐUR RÁÐEN Það var kallað innan úr litla herberg- inu beint innan af ganginum — Komdu inn, drengurinn minn, hvað er þér á höndum? — Já, þú hringdir til mín einhverntíma í vetur — ég er alltaf að drepast á veturna — alltaf að drepast, og svo er ég ekki búinn að ná mér eftir uppskurðinn. Hann lá alklæddur í litlu útdregnu rúmi á glitofnu brekáni með söguna af Pétri mikla Rússakeisara opna hjá sér á koddanum. Kringlótt borð með bók- um og bréfum við rúmið. Sími á litlu borði, bækur á víð og dreif. Ár í helvíti eftir Langhoff til fóta. Hann rétti mér höndina og það brá fyrir meinfýsinni glettni í gáfulegum augum öldungsins, augum, sem eru miklu yngri en hann sjálfur. — Ég skal segja þér að ég á Fálkann frá upphafi. Ég glugga stundum í hann og hef gaman af. Ég keypti fyrstu ár- gangana bundna og seinna lét ég smiða kassa með renniloki til að geyma hann í. Helvíti góðar sögur í Fálkanum. — Ég Skagfirðingur! Nei, ekki al- deilis. Ég hef aldrei komið í Skagafjörð. Ég er Húnvetningur fæddur og uppal- inn á Skagaströnd og var líka á Blöndu- ósi. Ég hef alltaf verið veikur, alveg frá því að ég man eftir mér. Berklarnir komust fyrst í brjóstið og svo í beinin. Ég lét Halldór Hansen skoða mig þegar ég var 32 ára, en þá var ég löngu kom- inn yfir þetta. Mér leið fjári illa um tíma. Gat aldrei sofið, vissi alltaf af mér. 8 FÁLKINN — Peningar, jú ég hafði snemma lag á að eignast peninga, hvað er maður án þeirra? Ég skal segja þér, drengur- inn minn, að það er nauðsynlegt að menn vilji eignast peninga og auðmenn eru nauðsynlegustu menn í hverju þjóð- félagi. Nú þarf ég ekki að hafa fyrir að ná í þá, þeir koma veltandi. Sigurður Berndsen reis upp við dogg og hvessti róminn: — Það er sko ekki mikill vandi núna, en það var erfitt að eignast fyrstu milljónina. — Hvernig fórst þú að eignast hana? — Það var annað peningamat en nú. Fyrir stríð átti ég orðið nokkur hús hér og hvar í bænum og 200 þúsund í peningum. Það var sko gott þá. Svo kom stríðið og allt hækkaði. Ég skal segja þér að ég er ekki stór ennþá, ég stend til bóta. Ég hafði lag á því frá upphafi að eignast peninga og það er ekkert annað en að eyða dálítið minna en maður aflar. — Það verða samt fáir multi-milljón- erar af sinni eigin vinnu? — Getur verið. Þegar ég vann eins og skepna hjá Höfnersverzluninni á Skagaströnd 1908 ákvað ég að vinna aldrei framar og ég hef staðið við það. Ég hef aldrei unnið síðan, en taktu eftir: Peningarnir hafa unnið fyrir mig. — Hefur þú aldrei drukkið brenni- vín? — Ekki neitt að ráði. Það þýðir ekki fyrir þá sem ætla að eignast pen- inga. Brennivín er undirrót margra ann- arra lasta. Taktu eftir, drengurinn minn, að þeir sem drekka brennivín verða aldrei ríkir. Sjáðu til dæmis þessa menn sem drekka og berast mikið á. Maður veit ekki hvort þeir eiga nokkurn skap- aðan hlut, en þeir eiga innangengt í bankana. Maður getur aldrei vitað hvort þeir eiga bót fyrir rassinn á sér. — Þú varst einu sinni dæmdur fyrir okur en svo hækkaði ríkisstjórnin vext- ina rétt á eftir. Þeir hafa líklega lært af þér. — Ég skal segja þér, drengurinn minn, að vextir eru mesta blekking sem til er. Sigurður reis upp við dogg og kreppti hnefann. — Veiztu hvað ein milljón á bara 7% vöxtum er lengi að verða tvær miljónir. Aðeins tíu ár, góði, taktu eftir því, aðeins tíu ár. Og hefurðu nokkurn- tíma hugsað um hvað þessi eina milljón er eftir 40 ár. Hún er orðin að 16 millj- ónum og eftir tíu ár í viðbót er hún orð- in þrjátíu og tvær milljónir. — Vextir eru mesta blekking, menn skilja ekki peninga. Peningar eru gáta sem aldrei verður ráðin. — En ef vextirnir yrðu lækkaðir . .? — Ómögulegt, alveg ómögulegt. Ef vextirnir hefðu ekki verið hækkaðir hefði hér allt farið til fjandans. Það eru alltaf fórnardýr í hverju þjóðfélagi, sem borga vextina. Það er ekki fallegt, en það er nauðsynlegt. — Þú ert orðinn forríkur, Sigurður? Sigurður brosti. — Ég skal segja þér, drengurinn minn, að þó einn sé ríkur þá á hann í raun

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.