Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Síða 9

Fálkinn - 16.05.1962, Síða 9
og veru ekkert. Hefur í mesta lagi ráðið þessu dálítinn tíma. Ekki fer hann með peningana með sér yfir um. — Hvernig verða menn ríkir? — Það getur enginn orðið ríkur nema sá sem þekkir sinn vitjunartíma. Sumir eyða meira en þeir þéna og þeir eignast aldrei neitt. Sigurður reis upp við dogg og horfði hvasst á mig. — Það er vandi að verða ríkur. Og það er margþætt. Maður eignast fé og setur á vexti, lætur peningana vinna. Það fer eftir verkhyggni hvers og eins, hve fljótt þeir skila arði. Og það þarf mikla verkhyggni til að sjá þeim far- borða að þeir glatist ekki. Peningamaðurinn lá og horfði upp í loftið. — Það kemur fljótt í ljós þegar menn græða peninga hvern mann þeir hafa að geyma. Flestir ofmetnast og láta eins og fífl. Þeir læra aldrei neitt, sama hvað oft þeir detta, þeir læra aldrei. Það er létt að þola mótlæti á móts við meðlæti. Það er hægt að breyta mönn- um á vissu aldursskeiði, svona frá fimmtán- sextán- upp í tuttugu og fimm ára. en oftast er maður, sem er fæddur misyndismaður, samur við sig til ævi- loka. — Hefur þú stundum tapað pening- um í útlánum? Sigurður reis upp og hvessti róminn. — Það svíkur mig enginn. Ekki verstu bullur og svikarar. Ég get haft gott út úr hverjum einasta manni. A ég að segja þér frá þeirri einkennilegustu reynslu sem ég hef nokkurntíma vitað. Það var maður, Húnvetningur eins og ég, alræmdur svikari og óábyggilegur í peningamálum og skuldaði öllum, hreint öllum. Ég lánaði þessum manni marga tugi þúsunda, og þetta var í stríðsbyrjun. Hann borgaði mér alltaf. Eitt kvöld kom hann til mín og sagðist ætla að borga mér restina, 3800 krónur. Ég sagði að það lægi ekkert á, hann mætti hafa þetta lengur ef hann vildi. Hann sagðist ætla að borga. „Ég borga þér hvernig sem allt fer“, sagði hann, fór en morguninn eftir frétti ég að hann hefði skotið sig um nóttina. Þetta er mín einkennilegasta reynsla. Nei, það svíkur mig enginn, drengur minn, eng- inn. — En þegar illa gengur með inn- heimtur. Beitir þú þá hörku . . .? — Hörku, nei, ég þarf ekki að beita hörku, Öldungurinn hvessti á mig augun. —- Ég lána aldrei mönnum til að borga skuldir. Ég lána einungis mönnum sem hafa möguleika á að græða á því að fá lánaða peninga. Hvernig ég veit hvað þeir gera við þá? Ég skal segja þér drengur minn, að ég læt ekki nægja minna en fullgildar sannanir fyrir því hvað þeir ætla að gera við peningana. Ég er nokkurs konar Tómas. Ég verð að fá að þreifa á, annars trúi ég ekki. Ég lána aldrei mönnum, til að borga skuldir, því það er að leiða manninn í glötun. — Þú ert ekki búinn að segja mér hvernig þú eignaðist fyrstu peningana. — Ég sagði þér að ég hefði unnið hjá Höfner. Ég hafði hundrað krónur í árs- kaup. Það voru miklir peningar og það voru mínir fyrstu peningar. Þeir unns fyrir mig. Ég er mannþekkjari. Hefur þú nokkurn tíma spilað? Öldungurinn var sestur upp. — Ég skal segja þér að yfir spilum er hægt að lesa manninn eins og bók. Þá kemur í ljós hvort maðurinn er heigull, hetja, prúðmenni eða drullusokkur. Veiztu hvaða spil er bezt, — það er póker. í póker kemur margt í ljós, sem annars er hulið. — Ert þú heppinn í spilum? — Heppinn, nei en ég hef gaman af að spila, og mest gaman af að spila hátt. Hérna á stríðsárunum spiluðum við stundum nokkrir, fimmhundruðkallarn- ir fuku eins og skeinisblöð. Hefur þú tekið eftir því að fyllibyttur viðurkenna aldrei að þeir séu drykkju- menn? Ég þekki einn, Hermann Jónas- son frá Þingeyrum. Hann var einhver : mesta fyllibytta og svoli sem fæðst hef- ur á þessu landi, en hann var stórgáf- aður og séní. Hann fór til Ameríku 1914 held ég og kom aftur 1923. Þá var hann hættur að drekka og orðinn svo nízk- ur að hann tímdi ekki að leggja í ofninn þar sem hann bjó. Hann átti líka tuttugu þúsund þegar hann kom heim, svo veiktist hann og lá á Herkastalanum og ég heimsótti hann við og við. Mikið lifandis ósköp var gaman að tala við manninn. Hann var spekingur. Svo versnaði honum og hann var fluttur á spítala með brjóst- himnubólgu. Ég keypti flösku af brenni- víni og fór til hans og sagði: Nú drekk- ur þú brennivín í sjóðheitu vatni og batnar strax. En hann fékkst ekki til ; þess, hvernig sem ég reyndi. Ég var að tala við hann og sagði: „Þú varst nú , fjárans mikill óreglumaður Hermann minn.“ Hermann hugsaði sig um með þeirri prúðmannlegu hægð sem honum i var lægin, en sagði svo: „Nei, ég var það nú eiginlega aldrei.“ Og þarna getur þú séð að menn eru ekki dómbærir á sinn eigin drykkjuskap-, ekki einu sinni spekingar eins og Hermann. — Þú kannt Bólu-Hjálmar utan að. Þekktir þú ekki líka Einar Ben? — Svona er það í þessu lífi, drengurinn minn. Maður fúlsar við því sem manni er rétt upp í hendurnar og sér svo eftir því alla ævi. Ég kynntist Einari þegar hann kom frá Þýzkalandi 1923. Hann bjó þá á Þrúðvangi. Ég hef aldrei kynnst manni eins og honum. Einar er eins og lygasaga. Það voru í honum tveir menn. Annar hlýr og hjartahreinn en hinn alveg svakalegur. Einar var eins og flest mikilmenni, hafði þennan tendens til að eyðileggja sjálfan sig. Hættan er líka öll frá okkur sjálfum. Þegar einhver gerir á hluta þinn, þá er orsakanna alltaf að leita til einhvers í Framh. á bls. 32. FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.