Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Page 23

Fálkinn - 16.05.1962, Page 23
Loks virtist Rasmussen hafa ákveS- ið hvernig hann ætti að bregðast við þessu máli. Hann sagði: — Burtséð frá því, að þér hafið rétt fyrir yður, frú mín góð, þá getið þér samt ekkert gert. — Ég gæti þó alltaf sagt Julian frá því, að hann hafi verið blekktur. — Og ætli hann mundi trúa yður? — Það er ég sannfærð um. Ég mundi nefnilega segja honum nákvæmlega hvernig þér ætlið að haga yður. Með jöfnu millibili hafið þið fund með ykk- ur um málið og þér munuð koma með ýmsar upplýsingar, sem Julian getur ekki sannprófað. Hann mun verða óþol- inmóður eftir að fá hjartameðalið sitt á markaðinn, en þér munuð afsaka seinaganginn með alls konar erfiðleik- um. Það er sitt af hverju, sem þér getið borið við, skorti á vinnukrafti, skorti á rekstrarfé o. s. frv. Dauft bros færðist yfir varar Ras- mussens. Loks sagði hann: — Setjum svo, að þér hafið rétt fyrir yður. En hvaða sannanir hafið þér þá fyrir því, að málin hafi gengið þannig fyrir sig? Bettina horfði beint framan í hann: — Ef ég væri í yðar sporum, herra Rasmussen, þá mundi ég ekki hafa hátt um þetta mál. En .... Hún yppti öxlum, en hélt síðan á- fram: — Hvað segið þér um að láta mig taka við samningi yðar við Julian Brandt? Ég býðst til að kaupa hann. — Og hvað ætlið þér að gera? — Þér sjáið það á sínum tíma. — Það skiptir raunar engu máli. Ég hef ekki hugsað mér að eiga viðskipti við yður — hvað sem þér bjóðið. Nokkra stund sátu þau og virtu hvort annað fyrir sér. Þá slökkti Bett- ina í sígarettunni sinni, stóð á fætur og sagði brosandi: — Nújæja, þá hef ég engu við þetta mál að bæta. Verið þér sælir, herra Rasmussen. Eða ætti ég kannske frekar að segja .... Bros hennar varð blíðara og meir aðlaðandi en nokkru sinni fyrr .... Sjáumst aftur? Og áður en hann hafði haft tíma til að rísa á fætur, var hún farin. Daginn eftir að Gabriela og Júlian fóru í kvikmyndahúsið ráðgerði Gabri- ela hvað eftir annað að segja Julian allan sannleikann. En einhverra hluta vegna fórst það alltaf fyrir. Og með hverjum degi sem leið varð djúpið á milli þeirra dýpra og dýpra, unz þau voru loks orðin sem tvær ókunnar manneskjur. Öðru hverju fannst Gabri- elu eins og hún og Júrgen fengju fyrir sérstaka náð og miskunn að dveljast í þessu ókunna húsi. Dag nokkurn sagði Julian henni í óspurðum fréttum, að Arnold Rasmus- sen mundi snæða með þeim kvöldverð. Þeir ætluðu að fara yfir áætlanir sínar í smáatriðum og hefjast síðan handa af fullum krafti. Gabriela hlustaði á hann án þess að láta sér bregða og tók Sjá næstu síðu. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.