Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 4
Það byrjaði með því, að kvenfólkið fór að fá lánaða skyrtu- hnappana okkar og auðvitað varð margt fjölskyldustríðið út af bansettum hnöppunum. En nú hafa þær fært sig upp á skaftið. Þær hafa rekið nefið í sitthvað fleira í klæðaskáp okkar, og nú er svo komið, að erlendis er það nýjasta nýtt í heimi kventízkunnar að klæða sig eins og karlmaður. Myndin hér að ofan er ofurlítið sýnishorn. Hún er í karlmannsregnfrakka, með karlmannsregnhlíf, á lághæluðum skóm og hatturinn er ekki ósvipaður höttunum okkar. Það vantar sem sagt lítið nema pípuna og skjalatöskuna. Um þessar mundir vinna nokkrir lög- fræðingar að Því í Egyptalandi að semja lög um klæðnað kvenfólks og er sérstak- lega verið að koma í veg fyrir, að bless- að kvenfólkið gangi í kjólum, sem eru of flegnir í hálsinn. Það eru nokkrir þingmenn, sem kröfðust þess, að lög þessi yrðu sett á, til þess að bæta sið- ferðið í landinu. í Ohio í Bandaríkjun- um stóð eitt sinn til að setja svipuð lög. Þá gerði kvenfólkið sér lítið fyrir og fór í kröfugöngu að þinghúsinu og krafðist þess til endurgjalds, að sett yrðu lög sem bönnuðu karlmönnum að ganga fúlskeggjaðir og — ef þeir væru sköllóttir — að ganga með hárkollur. Þing- heimur sá þá sitt óvænna og ekkert varð úr lagasetningunni. 4 Það er erfitt að kyngja því fyrir þá rithöfunda, sem kenna sig við fagr- ar bókmenntir í Eng landi, en staðreynd er það engu að síð- ur, að Agatha Christie er mest les- inn allra brezkra höfunda í heimin- um. Shakespeare verður að láta sér lynda annað sæti á listanum. Agatha hefur skrifað 63 sakamálasögur og þær hafa verið þýddar á 103 tungumál. Auk þess hafa nokkrar af sögum hennar verið færðar í leikrænan bún- ing, svo sem Músagildran, sem hefur slegið öll met hvað aðsókn snertir. En Agatha verð- ur að sætta sig við það, að fjórir rithöfundar eru meira lesnir í heiminum en hún, þrír rússneskir og einn franskur. Efstir á blaðinu eru: Lenin, Tolstoi, Jules Verne og Dostc- jevski. Upplýsingar þessar eru byggðar á rannsókn, sem UNESCO hefur gert. Sitthvað fleira athyglisvert kom fram við rannsókn þessa. Afkastamesti höfundur í heimi er til dæmis franski sakamálahöfundurinn Georges Simenon. Hann hefur skrifað 62 glæpasögur, 101 sálfræðilega skáldsögu og auk þess 191 skemmtisögu. Alls eru þetta 354 verk. Simenon hóf ritferil sinn 15 ára gamall og er nú 55 ára, svo að hann getur haldið upp á 40 ára rithöfundarafmæli sitt á þessu ári. Að meðaltali hefur hann skrifað 9 bækur á ári og eru þá ótaldar fjölmargar smásögur, blaða- greinar og fleira. Simenon skrifar eina skáld- sögu á 5—8 dögum. Hann lokar sig þá inni í vinnuherbergi sínu og hefur hjá sér smurt brauð og lútsterkt kaffi. Eftir hverja bók tekur hann sér nokkurra vikna frí, unz hann byrjar á þeirri næstu. ★ Einhverjar hinar verstu fréttir, sem Jaqueline Kennedy for- setafrú hefur borizt tilHvíta hússins, var þegar ólyginn sagði henni, að Elizabeth Eng- landsdrottn- ing væri farin að greiða ná- kvæmlegaeins og hún. Þegar forsetafrúin hafði jafnað sig eftir áfallið, sá hún að við svo búið mátti ekki standa. Hún varð að gera eitthvað j málinu. Hún kallaði sérfræðinga á sinn fund og í sameiningu fundu þau upp nýja hárgreiðslu. Brioche heitir greiðslan og sést á meðfylgjandi mynd. I__________________________________________ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.