Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 11
ÞAD bergið með þykku gluggatjöldunum, þar sem Elias P. Schrott — í fullri birtu frá lampaljósinu — lá á miðju gólfi, með andlitið stirðnað í ægilegri skelf- ingu. Það var enginn vafi á því að hann var dauður. KÍNVERJINN gekk varlega að lík- inu. Það var enga undrun á honum að sjá. Hann vafði vasaklútnum um hend- ina á sér til að fyrirbyggja fingraför og tók svo í hendi hins dána og lyfti henni upp frá gólfinu. Svo lét hann hana detta aftur — handleggurinn var stirðn- aður, það var eins og allur líkaminn hreyfðist með honum. Tsim hafði nægi- legt vit á slíku til þess að sjá að maður- inn var dáinn að minnsta kosti fyrir tveimur klukkustundum. Þarna sáust engin merki þess að hann hefði verið beittur ofbeldi, — allt var í röð og reglu í svefnherberginu. f dag- stofunni hafði verið slökkt en þarna brunnu lamparnir allir ennþá, nema einn óskyggður lampi sem var yfir rúm- inu og hægt var að kveikja á með egg- mynduðum hnúð, sem lá á koddunum. Á hinum lömpunum —- sá hann úr dyr- unum — voru óskyggðar glerkúlur utan um perurnar. Tsim Sek kinkaði kolli, honum varð þegar í stað ljóst hvernig í öllu lá. Svo fór hann inn í dagstofuna aftur og lokaði svefnherberginu á eftir sér. Hann fór að símanum og hringdi. — Halló, sagði hann, — ég tala frá Stofu Eliasar P. Schrott. Ég átti að hitta hann klukkan tíu en hann er ekki kom- inn enþá. Getið þér sagt mér hvar hann er? Hann hlustaði á símastúlkuna svara. Ef þér vitið það ekki þá gerið svo vel að senda stofustúlkuna upp, kannski að hún viti það. Stofustúlkan kom skömmu síðar og virtist auðsjáanlega móðguð. — Hvernig hafið þér komizt hingað inn? spurði hún. Tsim Sek brosti. — Ég banka. Ég kom inn. Herra Schrott ekki hér. Svo ég bíð dálítið, og svo ég síma skrifstofu. Þér vitið hvar herra Schrott er? Hann talaði með vilja afbakaða ensku, svo kallaða „pidgin“-ensku. Hann var í engu frábrugðinn venjulegum Kínverja. Máske var það þess vegna, Hún gekk hiklaust inn í herbergið, þar sem húsbóndi hennar lá liðið lík. Hún barði ekki að dyrum, eins og hún hlaut að eiga að gera. Þetta vakti grunsemd í brjósti Kínverjans. Vissi hún, að húsbóndi hennar lá myrtur á gólfinu? sem hún var óvarkárari, því að nú fór hún þvert yfir gólfið og opnaði svefn- herbergisdyrnar upp á gátt. Tsim Sek vissi, að hún hefði átt að berja á dyrn- ar fyrst — nema því aðeins að hún vissi, að maðurinn inni væri dauður, því að þá var auðvitað óþarfi að berja. En hún var annars ágætur leikari, og hann dáðist að henni í huganum, — að undantekinni þessari einu skissu, sem henni varð á í byrjun. Óp hennar þegar hún sá dauða manninn og það hvernig hún hrökk til baka og æddi að símanum, mundi hafa blekkt flesta. — Lögreglu! lögreglu! Herra Schrott hefur verið myrtur! hrópaði hún til símastúlkunnar. Svo fleygði hún frá sér símanum og hrópaði: — Þér hreyfið yður ekki úr stað! Að vörmu spori kom njósnari gisti- hússins og lögreglufulltrúi inn í stof- una. Stofustúlkan hrópaði: — Ég fann herra Schrott dauðan á gólfinu þarna inni. Hún bar aðra hend- ina fyrir augun. — Hann var alheil- brigður þegar ég færði honum heitt vatn í morgun. Og þessi maður var hérna inni — hann hlýtur að hafa myrt hann. Lögreglufulltrúinn gekk inn í svefn- herbergið. Njósnarinn tók vindil úr vasa sínum og stakk honum upp í sig. — Heyr nú hér, Kínamann! byrjaði hann á ,,pidgin“-ensku: Hvers vegna drepa hvítan mann? Bezt að tala sann- leik! — í fyrsta lagi verðið þér að afsaka að ég tala ekki „pidgin“- ensku og í öðru lagi vil ég tala við lögregluna en ekki aðra. Hann kveikti í einni sígarettunni frá Ameríumanninum dána og settist á stól. LÖGREGLUFULLTRÚINN kom fram aftur með stofustúlkunni. — Rannsakið hann! sagði gistihús- njósnarinn. En í vösum Kínverjans fannst ekki annað en seglgarnsspotti, sjálfskeiðung- Frh. á bls. 30. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.