Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 16
I. Á HAITI. í nokkrar mínútur áður en sól hneig aS sævi, var líkast því sem allir hlutir héldu niðri í sér andanum. Ferfætlan á veggnum sat eins og steingervingur, stúlkan í rekkjunni blundaði, tveir há- værir páfagaukar í mangótrénu þögn- uðu eins og stungið hefði verið upp í þá, hölluðu undir flatt og hlustuðu. Úti á götunni höfðu nokkrar kerlingar setið allan danginn á hækjum sér og selt lifandi hænsn. Nú voru þær jafn þöglar og fiðurfé þeirra, sem lá þar hálfgap- andi og sviplaust með sólblinduð augu. Bæði hænsni og húsfreyjur virtust grip- in einhverri ósjálfráðri eftirvænting. Myrkrið skall yfir, álíka fljótt og slökkt eru ljós í kvikmyndahúsi, og yfir mig reið bylgja bölsýni og sorta, eins og ég er alltaf vanur að finna til stund- arkorni eftir sólarlag í heitum löndum. Komið getur fyrir að sú aðkenning end- ist alla nóttina. Kvakið í froskunum og hvissið í skordýrunum er tónlist sem fer í taugarnar og knýr mig til meiri viskýdrykkju en mér er hollt. Flugurn- ar fljúga á Ijósaperuna uppi yfir borð- inu og steypast niður í glas mitt af and- styggilegri nákvæmni. Loks reyni ég að hrækja öllu óbragðinu út úr mér, skríð upp í rúmið og ligg þar andvaka undir flugnanetinu, með þurran góm og þvalt enni. Þá formæli ég þeim örlögum sem gerðu mig að atvinnuflakkara í hita- belti heims. En nú er þessu ekki þannig varið, því nú er ég ástfanginn. Ég er bálskotinn í Port-au-Prince, þessum óþverrabæ með hrörleg hrafnahreysi, og ég veit að landamæri dags og nætur eru hér aðeins örmjótt þagnarbelti, auðnarslóð eftir- væntingar og þrár. Og brátt hefur Haiti upp næturtónlist sína. Hún hefst á því að guli, halti garm- urinn sem gætir hænsnakofans á Hótel Mon-Réve þeytir básúnu sína framan í tunglið. Þá taka froskarnir og skordýr- in undir, einstakt bílhorn leikur einleik inn á milli, og loks koma kettirnir og kveina mjúkri millirödd á kreósku: Mi aime á vous, — ég elska þig. Rósa, dökka stúlkan í glugganum uppi yfir götunni, er setzt upp í sænginni. Hún er ósköp ung og allsnakin, augu hennar eru með grænleitum blæ í húminu og hún hefur bundið silkiklút um höfuð sér. Lítið, kreólskt Ijóð fer að söngla ein- hversstaðar innan í mér: Á augun þín, Kúkúna, brúna brúður, bálsins glitófi slær. Barmur þinn hvelfist við húmsins hljóma, í hjarta þér ástin grær. En þetta er bara inngangur. Haiti- nóttina eiga hvorki menn né skepnur, heldur loas — andamir — og trumb- urnar eru hljóðfæri þeirra. Ég bíð eftir að heyra næturhúmið fyllast yfirnátt- úrlegum æðaslögum, bíð eftir að finna loftið titra af laðandi, dullarfullum tón- um, sem eiga að lokka guðina til jarðar. 16 FÁLKINN Ég fæ mér vænan sopa af rommi og hlusta með ákefð, — nú kemur það! Hátt uppi í hlíðinni murrar í stórri maman — bassatrumbu — og af hljóð- fallinu heyri ég að einhversstaðar í Kenskoff er verið að reyna að koma Föður Legbe, hliðverði guðanna, til að opna skilvegginn milli anda og manna. Aðrar trumbur svara niðri í borginni og brátt er samræðan milli himins og jarðar í fullum gangi, náttmyrkrið er þrungið af því. Haiti, sem að deginum er ástúðleg, góð og áleitin, full af alls- kyns prakkarastrikum, verður nú allt í einu alvörugefin og leitandi, hlaðin dul- arfullum vísdómi. Guðimir lifa um næt- ur og telja ekki eftir sér að heimsækja jafnvel hin minnstu hounfor, — en svo eru musteri leyndardómanna kölluð. hún bera með sér hressilega baráttu- gleði, sem hægt er að vera hrifinn af. Allt þetta mætti mér á fyrsta kvöldinu, — og er kannske hægt að heimta meira af lífinu? Ég gekk út til þess að fá mig klippt- an, og hafnaði í nokkrum vafa á lítilli rakarastofu, sem hafði gyllta hauskúpu fyrir yfirskrift. Við hlið hennar hékk svolátandi auglýsing: „Hár lagt — lík þvegin.“ Ég afréð að fara inn, en hár- skerinn hafði þá gengið út í einhverj- um erindagerðum og aðstoðarstúlka hans, sem var miðaldra kona, sagði að hann hefði tekið skærin með sér. En hún stakk upp á því að ég keypti eina flösku af Babancourt rommi og tæki lífinu með ró. Þá aðferð kvaðst hún hafa notað í nærri fimmtíu ár. W/JiWfíiW li&l&slii® ■ ’í'll&'Jl&'J ■ hjöllar K Hinn kunni ferðalangur, dr. Olle Strandberg, skrifar hér framhalds grein, sem birtist í næstu þremur blöðum. í þessum hluta segir hann frá Haiti og margt skemmtilegt kemur fyrir hann. Hann fór m. a. á rakarastofu, sem hafði gyllta hauskúpu fynr yfirskrift og svohljóS- andi auglýsingu við hliSina: Hár lagt — lík þvegin! — Hann kynnti sér skemmtanalífiS, rölti eftir Strandgötunm, sem var eins og jóla- trésskemmtun og ótalmargt fleira. EN tökum ekki fram 1 fyrir rás við- burðanna. Fyrst langar mig til að draga upp ofurlitla mynd af Port-au-Prince. Setjið yður fyrir sjónir lítinn ævintýra- ,bæ, þar sem blóm trjánna eru blóðrauð og klukkublá, en hafið ævinlega grænt eins og smaragður. Húsin eru furðu- verk smíðagleðinnar, þegar hún fer út í öfgar. Þau eru með rimlaveggjum til þess að hver vindblær komist hindrun- arlaust gegnum þau, og þegar líður að nóttu og ljós eru kveikt, ljóma húsin eins og skrautlugtir. Draumsóleyjan fellur í skarlatsrauðum fossum fram milli hálffallinna garðmúra og í bak- sýn rís ævintýrafjall upp í næturfirð- ina, í öllum litbrigðum himinblámans. En því miður eru hitabeltislöndin ekki litadýrðin ein saman. Þau bjóða líka upp á óþef, svækju og óþrifnað, og sjálfur þekki ég ekki nokkurn stað á jarðríki sem jafn mikla hitasvækju og skítapest leggur af og Port-au-Prince. En það gildir mig einu, ég elska borg- ina þrátt fyrir það, því hún hefur ekki glatað sál sinni! Auk þess ber hún af um einskonar raunsæja kímni sem helzt er að finna hjá sjálfstæðum negraþjóð- félögum. Ég hef orðið hennar var bæði á Gullströndinni og í Nígeríu, og finnst Að stundarkorni liðnu kom rakarinn aftur í einkennilegasta ökutæki sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var af- greiðsluvagn fyrir nýþvegin lík, eins- ’ konar kerra, silfurslegin með glerþaki, og á því ofan var silfurengill er þeytti básúnu. En básúnan var gerð af þeirri snilli, að hægt var að stjórna henni frá ekilssætinu með gúmmíknetti, og á þann veg láta hana gefa frá sér grát- klökkar dómsdagsstunur. Rakarinn sem hét því yfirgripsmikla nafni Basilisk Dieudonné, hafði verið að afgreiða ný- þveginn viðskiptavin, og fyllt glerkerru sína að því búnu af öli og banönum. Hann var svo elskulegur að bjóða mér flutning heim á gistihúsið eftir klipp- inguna, en eftir nokkurt hik afþakkaði ég það. Eftir atvikum fannst mér ég ekki hæfa því glæsilega farartæki hans. f ÞESS STAÐ gekk ég niður að höfn og uppgötvaði einkennilegt fyrirbæri á leiðinni. Slitlag götunnar hvarf smátt og smátt og varð að leir, en síðan breytt- ist leirinn í leðju og leðjan aftur í hálf- þykkt holræsamauk. Hér og þar voru borð lögð út í súpuna, og hefði það verið prýðilegt, ef borðin hefðu verið háð einstefnuumferð. En hafið þið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.