Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 8
Fyrir skömmti dvoldust hér á landi listahjónin Gerður Helgadóttir og Jean Leduc og héldu sýningu í Bogasalnum. Jökull Jakobssoit heimsotti hjónin í sumar, þar sem þau búa á gömlum búgarði vid París. Hér segir frá heimsókninni. Þau kynntust á námskeiði í japanskri glímu, Judo. Einu sinni tókst henni að leggja hann á gangstétt á Montparnasse. Stundum bregða þau á leik í garðin- um sínum og glíma af fullum krafti, eins og myndin sýnir. Sviðið er lítið sveitaþorp 50 km. sunn- an við Parísarborg. Kornið gljáir á ökr- unum og trén breiða úr laufkrónunni í glöðu sólskini. Hænsni vaga í húsgörðum og kýr dreifa sér í haga, í fjarska fer svört ör eftir sjóndeildarhringnum og hverfur: lestin suður. Tröllanes heitir einn elzti búgarður- inn í þessu þorpi, húsin eru tveggja alda gömul, hlaðin úr steini og eru myndarlega byggð. Múrveggur tengir saman hlöðu, gripahús og íbúðarhús. Það er langt síðan síðustu heystráunum var sópað úr hlöðunni, það er ekki leng- ur matvælageymsla fyrir nautpening og kvikfé, nú er þar unnið af kappi. Á efri hæðinni vinnur ungur franskur listmálari að því að búa til veggskreyt- ingu í væntanlega sendiráðsbyggingu Frakka í nýja Afríkuríkinu Niemi en í öðrum enda hlöðunnar bograr ung rauðhærð listakona við að gera marg- lita kirkjuglugga handa þeim í Kópa- vogi. Við erum stödd þar sem listahjónin Gerður Helgadóttir og Jean Leduc hafa heimili sitt og vinnustofur. Það er ekki út í bláinn sem þessi franski búgarður ber nafnið Tröllanes, Gerður hefur gefið honum nafn eftir bernskuheimili sínu og fæðingarbæ í Norðfirði. Og einmitt þar byrjaði hún á því sem seinna varð ævistarf hennar, að móta ýmiskonar efni í höndunum. Því það höfum við fyrir satt að hún hafi verið tíður gestur í smiðju afa síns og þótt furðu laghent á unga aldri. Um hitt er ekki að vita hversu gamla manninum hefði þótt um ýmsa þá smíðisgripi sem fóstra hans hefur uppi í vinnustofunni suður í Avrainville, og sumu fóki þætti eflaust járnið í höggmyndum sem þessum betur komið í skeifur og beizlishringi. Gerður vinnur af kappi að kirkju- gluggunum meðan blaðamaðurinn situr yfir henni og rekur úr henni garnirnar. Hún segist snemma hafa byrjað á því að setja óþverra á pappír þegar hún var krakki. Þar á hún við að hún hafi snemma haft gaman af að fást við að mála. Og einmitt þessa stundina er Gerður að fást við pappír og hann ekki smáan í sniðum. Á gólfinu og upp eftir veggn- um gefur að líta langan bogmyndaðan pappírsstrimil, á hann eru málaðir mis- munandi stórir fletir í mismunandi lit- um. Hér gefur að líta „uppkastið“ að kirkjugluggunum í Kópavogi í fullri stærð og eðlilegum litum. Það er erfitt og flókið verk að gera kirkjuglugga og krefst þolinmæði og nákvæmni. Það er ekki nóg að tína fallega lituð gler og líma þau saman eins og andinn inn- býður manni. Listakonan segist fyrst gera lítinn frumdrátt þar sem hún dregur línur og velur þá liti sem hún vill hafa. Síðan er stækkað eftir þessu í fulla stærð eins og við sjáum hér fyrir framan okkur. Þá þarf að „kalkera“ hvern flöt fyrir sig og klippa hann út í pappa, en þeir skipta þúsundum. Eftir þessum pappa- flötum er síðan glerið skorið og glugg-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.