Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 03.10.1962, Blaðsíða 35
um minning um hið skammvinna hjóna- band hans. Þess vegna getur hann ekki skilið hann við sig. Hann hefur vísað flyglinum í útlegð til hluta hússins, þar flagnar lakkið af honum, nokkrir strengir hafa slitnað, nóturnar hafa gulnað. Og þó er eins og hijóðfærið bíði. Eftir hverju? Eftir að hún komi aftur, sem eitt sinn lék á það? Tónarnir hafa þagnað. Þau sitja og hlusta drykklanga stund, en allt er hljótt. •—Páll Glomp kemur hingað í kvöld, heldur faðir hennar áfram. — Og þeg- ar þú hefur heyrt hvaða fréttir hann færir, svarar þú játandi! — Ég segi nei! svarar Kristín rólega. — Ég segi nei, og ég verð hjá þér, pabbi! Hérna hjá þér! Það er einhver undirtónn í rödd Kristínar, sem faðir hennar kemst ekki hjá að taka eftir. — Við hvað áttu? Verður hjá mér? Hvar ættirðu svo sem að vera annars- staðar? Hann ætlar að rísa upp, en fellur aft- ur niður á koddann, vegna þrautanna. Kristín bíður þangað til verkjarsting- urinn linast. Svo segir hún undur hægt, en svo skýrt, að hvert orð heyrist gerla: — Mamma er stödd hérna — niðri í þorpinu! Steinhljóð. Mínútur líða. Vekjarinn á náttborðinu tifar. Kristín veit hvað er að brjótast um í föður hennar á þessu stundarkorni. Allt sem legið hefur greftrað undir gengnum árum, rís upp á ný og vekur sársauka og beiskju aftur til lífs. — Hvernig veizt þú það? Orðin koma sem ákall frá manni í djúpri neyð. — Hún hefur gert mér boð! En þú getur verið óhræddur, pabbi .... ég .... Hún þagnar, stirðnar upp af angist við að líta í andlit hans. Æðarnar á gagnaugunum eru eins og gildir, bláir hnútar. Hún sér að blóðið í þeim berst með þungum, snöggum slætti. Hann rykkir sér upp í rúminu. — Svo hún hefur gert þér boð? hróp- ar hann. — Bannsett tæfan! Er það þá ekki nóg, sem hún er búin að eyðileggja? Ætlar hún líka að taka þetta síðasta frá mér? En látum hana bara koma! Hann öskrar þetta svo hátt, að glamr- ar í vatnsglasinu á náttborðinu. — Ég skal reka hana burt af heimilinu með svipu! Segðu henni bara að koma! f dag! Undir eins! Ég skal mola hvert einasta bein í hennar argvítuga búki! Kristín leggur hönd sína róandi á hinn ofsareiða mann. En hann hrindir henni frá sér. — Út með þig! Út með þig! æpir faðir hennar. — Burt úr húsinu með ykkur öll saman! Burt með ykkur! Ég hef ekki neina þörf fyrir nokkurt ykkar! Ég hef enga þörf fyrir nokkra manneskju! Hann fálmar eftir glasinu og fleygir því yfir í vegginn, svo það fer í mél. Hann ýtir við náttborðinu svo það fer Framhald á bls. 38. Stjörnubíó spr á næstunni bandaríska gamanmynd, sem gerö er eftir leikriti, sem Isngi var sýnt á Broadway Stjörnubíó sýnir á næst- unni bandarísku gaman- myndina „Bell, book and candle“ (Galdur og ást) eftir samnefndu leikriti John Van Druten, en það hefur verið sýnt á Broad- way við mjög mikla að- sókn. Með aðalhlutverkin í myndinni fara heimsfræg- ir leikarar, og lofar það góðu um ágæti hennar. James Stewart sem leik ur Shepert á langan feril að baki. Hann lék meðal annars aðalhlutverkin í Hitchcock myndunum „Glugginn á bakhliðinni“ og „Vertigo". í þeirri síð- arnefndu lék hann á móti Kim Novak, en hún fer með aðalhlutverk Gillan í „Galdur og ást“. Jack Lemmon (Nicky) mun mörgum minnisstæð- ur úr „Eldur undir niðri“ (Fire down belowe) þar sem hann lék á móti Ritu Hayworth og Robert Mitchum, og ef til vill ekki síður úr gaman- myndinni „Enginn er full- korninn" (Some like it hot), en þar léku þau Marilyn Monroe og Tony Curtis á móti honum. Hann hlaut Oskarsverð- laun fyrir hlutverk sitt í „Róbert sjóliðsforingi“ (Mr. Roberts), en hún var sýnd hér í Austur- bæjarbíó fyrir tveim ár- um. Ernie Kovacs er talinn mjög góður leikari, og hann hefur leikið urmul af smáhlutverkum, en af einhverjum orsökum hef- ur hann aldrei fengið að spreyta sig við neitt veru- lega stórt hlutverk. En þegar þeir eru komnir saman hann og Jack Lemmon má fullyrða að hafi mætzt tveir af beztu skopleikurum Hollywood. Það er Columbia-kvik- myndafélagið sem fram- leiðir myndina og hún er tekin í Technicolor. Leik- stjóri er Richard Quine. Myndin hér að ofan er af James Stewart, en að neSan sjáum við svip- mynd af „Galdur og ást“, sem Stjörnubíó sýnir á næstunni. Jack Lemmon er í miðið, en Kim Novak yzt til hægri. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.