Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 7
„kristilegur" að gefa sér bækl- ing. — Mér finnst þetta bréf frúarinnar táknrænt fyrir ís- lendinga. Við erum orðnir svo djúpt sokknir í fen veraldar- hyggju og Mammonsdýrkun- ar, að það fer í taugarnar á okkur, ef einhver samborgari okkar gerist svo djarfur að „trufla heimilisfriðinn“ með því að bjóða bækling, sem vekur okkur til umhugsunar um lífið og trúmálin. Að sjálf- sögðu skal ég viðurkenna, að sumir af sértrúarflokkunum eru ofstækisfullir og miður heppilegir, en mér finnst það skylda okkar að sýna þeim meðbræðrum umburðarlyndi, sem leggja á sig mikið erfiði við að reyna að bæta líf okkar og vísa okkur réttan veg. Einn umburðarlyndur. Kurteisi. Heiðraða blað. — Mig lang- ar til þess að fá svar við eftir- farandi spurningum í þætti yðar, Pósthólfinu: 1) Þegar komið er inn á læknabiðstofu, finnst mér eðlilegt, að sá sem kemur inn, bjóði góðan dag og hinir sem fyrir eru taki undir kveðju hans. Ég hef gert þetta nokkrum sinnum, en enginn hefur tekið undir. Ég veit vel, að það þykir ekki fínt nú á dögum að vera kurteis, en öllu eru takmörk sett. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér? 2) Þegar ég kem inn til læknisins kann ég ekki við að setjast fyrr en hann býður mér sæti, en því gleym- ir hann mjög oft, svo að ég hef stundum orðið að standa. Ber læknum ekki að bjóða viðskiptavinum sínum sæti, þegar þeir heimsækja þá á stofur þeirra? 3) Er það ekki orðið úrelt að þakka hús- ráðendum með handabandi fyrir matinn, þegar maður hefur snætt hjá ókunnugu fólki? Er ekki nóg að þakka fyrir sig munnlega um leið og maður stendur upp? Með von um skjót og góð svör. O. B. Svar: ÞaÖ er rétt sem O. B. segir, aö ekki þykir fínt nú á dögum aö vera kurteis. Þaö er mikill misbrestur á því, aö fólk kunni almenna kurteisi, og eiga heim- ilin aö sjálfsögöu mesta sök á því. Einhvers staöar hefur komiö fram sú uppástunga aö kenna kurteisi í skólum og yröi þaö án efa til bóta. Viö munum nú Zeitast viö aö svara spurning- unum eftir beztu getu, en viö viljum benda bréfritara á bókina „Kurteisi“ eftir Rannveigu Smith í þessu sambandi: 1) Ekki finnst okkur ástœöa til aö bjóöa góöan dag á ZœknabiÖstofum. Lækna- biöstofur eru eins og hver annar opinber staöur. Engum dettur til dæmis í hug, aö bjóöa góöan dag, þegar hann gengur upp í strœtisvagn. 2) Þér getiö óhrædd fengiö yöur sæti hjá lœkninum, án þess aö hann bjóöi yöur þaö. Læknar eiga yfirleitt mjög annríkt og þess vegna er ekki nema von, aö þeir gleymi lítilræöi eins og þessu. 3) ÞaÖ hefur veriö sérstök venja hér á Noröurlöndum (einna mest út- breidd í Svíþjóö) aö þakka sér- staklega fyrir matinn, þegar staöiö er upp frá boröum. En notkun þessarar venju fer nú síminnkandi. Nú á dpgum láta margir sér nœgja aö þakka aöeins fyrir sig, um leiö og þeir fara, og reikna þá meö, aö maturinn sé þar innifalinn. En ef þér viljiö vera kurteis, þá skal yöur ráölagt aö þakka fyrir yöur meö handabandi. Enn þá er til fólk, sem mundi álíta þaö grófustu ókurteisi aö þakka ekki fyrir matinn meö handabandi. Huglækningar. Kæri Fálki. Um leið og ég þakka viðtal- ið við Ólaf Tryggvason og unga miðilinn, langar mig til að fá upplýsingar um, hvort Ólafur sé staddur hér í Rvík., hvort hann komi hingað oft og hvar sé hægt að ná í hann þá. Er hann annars búsettur á Akureyri? Með beztu kveðjum. A. F. Svar: Fjölmargir liafa hringt til okk- ar og spurt sömu spurningar og A. F. Þaö sem viö vitum i þessu máli er, aö Ólafur Tryggvason er búsettur á Akureyri og stúlk- urnar á símstööinni vita áreiöan- lega livar hann býr. Hann var staddur hér í bænum, þegar viö- taliö var tekiö, en fór aftur noröur skömmu síöar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.