Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 13
i ronritf í veði, manndómur þeirra hafði verið lagður á vogarskálar. Dirfskuför þeirra var landsbúum heyrin kunn, og það voru ekki aðeins íslenzkir, sem fylgdust með þeim, heldur og umheimurinn. Sunnudaginn 29. apríl eru farnir 12 km með vélina í eftirdragi. Hafði þá ver- ið lagt á stað kl. 11 um morguninn við sjöunda mann, en fimm menn urðu eftir við flak íslenzku vélarinnar og unnu við björgun muna úr því. Jarðýturnar sönnuðu enn gildi sitt á leiðinni niður af jöklinum. Dró önnur flugvélina, en hin hamlaði á ferð hennar niður bratt- ann. Næsta dag var ferðinni haldið áfram. Veðrið var fremur gott, og var staðnæmst 10 km frá jökulröndinni. Dagarnir líða, hver öðrum líkir. Leið- angurinn sýnir jöklakónginum afl sitt. En ekki er ein báran stök; á meðan þeir leiðangursmenn heyja baráttuna efra, berast þeim uggvænlegar fréttir um vígstöðuna á láglendinu. Vorið, sem venjulega er fagnað af öllum, sækir nú fram með vaxandi hraða, og ógnar þeim. Enn vinna þeir félagar ósleitilega. Á meðan vélin er dregin niður, kanna höfuðpaurarnir, Kristinn Olsen og Al- freð Elísson, ásamt nokkrum flugvirkj- um, tæki vélarinnar. Og bjartsýni þeirra eykst. Tækin reynast í fullkomnu lagi. Drjúgur er jafnan síðasti áfanginn. Á þriðjudag er flugvélin komin að jökul- jaðrinum. Leiðangursmenn taka að kanna möguleikann á flugbraut. Þeir leituðu og fundu. Valin var flugbraut við Innrieyrar. Vindum nú sögunni aftur upp á jök- ulinn. Við flak íslenzku flugvélarinnar dveljast enn fimm menn við að bjarga farangri úr því. Meðan leiðangursmenn voru þar allir, höfðu ýmsar vistir þrot- ið, en flugvélar höfðu kastað þeim nið- irr. Um þessar mundir hafði Guðmund- ur Jónasson fengið sér nýjan snjóbíl. Læt ur hann ferja bílinn austur á Fljóts- dalshérað og leggur á jökulinn þar aust- ur. Segir fátt af ferðum hans, unz hann kemur á sjálfa Bárðarbungu, þar sem flakið var. Tekur hann að sér að flytja menn og farangur að Innrieyrum, þar sem leiðangurinn hafði bækistöð sína síðustu dagana. Gekk það eins og í sögu. Áður en flugvélin var dregin álveg niður að jöklinum, þurfti að laga og gera við skíði hennar. Var varahlutum kastað niður til þeirra félaga úr flugvél. Þegar því hafði verið kippt í liðinn og hið þéttara loft hafði aukið vélarorku hennar, átti ekkert að vera því til fyrir- stöðu, að hinir fræknu flugmenn gætu flogið henni til Reykjavíkur. Einn tálmi var þó enn á vegi þeirra; flugbrautin var fundin, en það var hægara sagt en gert að koma vélinni þangað. Yfir grynn- ingar jökulfljóts var að fara og ójafnt og úfið hraun; þótt snjór liggi á því, var það síður en svo greiðfært. Ur þessu voru þó engir vegartálmar til; áfram var haldið, barizt við höfuðskepn- urnar, unz yfir lyki. Dagur var lagð- ur við nótt; allir lögðust á eitt, tak- markið var svo nærri, og við þá hugs- un, að fullur, en ef til vill dýrkeyptur sigur, væri í nánd, óx baráttuþrekið. Fimmtudagurinn 3. maí rennur upp. Unnið er af krafti við að gera flug- braut. Ýturnar koma hér enn að miklu Frh. á bls. 30. Efsta myndin er af flugvélinni, þar sem verið er að draga hana ofan af jöklin- um. Neðst til vinstri: Hríðin var oft svört og dimm. Neðst til hægri: Vélin komin heilu og höldnu til Reykjavíkur. h" 'V % .. I ’■ ■ : :■ . " . ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.