Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 23
Jæja, svo þú hefur loksins komið auga á það, svarar hann. — Þú mátt ekki vera ósanngjarn, Frans! Einu sinni heimtaðir þú af mér, að ég hyrfi að fullu og öllu úr lífi og til- veru Kristínar. Ég hef haldið loforð mitt .... í tuttugu löng ár. En nú er stundin komin, að ég........ Það er kominn hættulegur eldur í augu hans. Hann slær- í borðið með knýttum hnefa. — Ég hirði aldrei um hvað þú heldur, hugsar og ályktar! Maríon Gaspadi kinkar kolli til sam- þykkis. — Veit ég vel að þú hefur aldrei tekið tillit til þess, sem aðrir álíta. Þínar skoðanir hafa æviinlega verið þær einu réttu. En í þessu tilfelli.... Aftur heggur hann sundur setningu hennar með hnefanum. — Hér er ekkert sérlegt tilfelli! — Þá skaltu reyna að spyrjast fyrir meðal fólksins niðri í þorpinu. Ég er búin að heyra nóg í veitingahúsinu. — Þú hefur verið að njósna um mig? — Krummaker sagði mér í óspurðum fréttum frá því, sem gerðist þar í gær- kvöldi, ansar hún rólega. Kristín veit, að hér hefur móðir henn- ar hitt aumasta blettinn, og henni dylst ekki hve hættulegt það getur verið. Fað- ir hennar þolir engar ásakanir. Finnist honum hann vera að einhverju leyti sekur, eyðir hann því oftast með bræði- köstum. — Svo afleitt var það nú ekki, mamma! segir Kristín og vill draga úr. — Menn gera miklu meira úr því, en það í rauninni var! Móðir Kristínar lítur til hennar, bæði undrandi og ásakandi: — Kristín. Þetta er mál, sem kemur okkur föður þínum einum við! Kristín herðir sig upp og gengur hik- laust að borðinu. — Nei, mamma. Þetta er mál sem kemur mér við, og reyndar mér einni. Steinhljóð. Það heyrast drunur neðan úr húsagarðinum. Þungur vörubíll með dráttarvagn aftaní reynir að komast inní garðinn. Maríon Gaspadi hristir höfuðið. — Ég skil þig ekki, barnið mitt. Þegar hugsað er til þess, sem þú hefur orðið að þola..... Hún þagnar í miðju kafi, þegar mal- arinn rykkir sér upp úr sæti sínu. Kristín flýtir sér að leggja höndina á öxl föður síns. Við þessa léttu snert- ingu sezt hann aftur og hún finnur að faðir hennar má sín miður í þessum orðaskiptum. Hann veit ekki hvernig hann á að koma fyrir sig orði, og Krist- ín þekkir hann nógu vel til að vita, að í slíkri aðstöðu sem þessari er óhugsandi að fá hann til að gæta skynseminnar. Hún hallar sér yfir til móður sinnar og leggur hina höndina á öxl hennar. — Mig langar svo til .... aðeins að þið gætuð orðið góðir vinir aftur, mamma! Svo allt gæti orðið gott á ný Röddin bregzt henni. Svo bætir hún við í hálfum hljóðum: — Þið hafið þó einu sinni elskað hvort annað! Það er eins og bjartur sólargeisli hafi allt í einu brotizt inní stofuna. Og geisl- anum fylgja minningar og tilfinningar, sem þau hafa hrundið frá sér í svo mörg ár. Maríon verður að stilla sig til að leyna geðshræringunni. Hún neyðir sig til að horfa út um gluggann, en tára- móða dregur hulu yfir allt sem úti fyrir er. Malarinn starir án afláts á vinnuharð- ar hendur sínar. Hann berst gegn veik- leika þeim sem er að vinna bug á hon- um. Hann vill ekki vera veikur fyrir. Allra sízt gagnvart þessari konu. Til þess hefur hún gert honum allt of mikið illt! Einmitt minningin um tímabilið fyrir tuttugu árum síðan, þessir fáu mánuðir í ástarvímunni, einmitt í skelli- birtu þeirrar minningar sér hann bezt hvað orðið er úr honum. Nei, hann vill ekki, skal ekki láta viðkvæmnina ná valdi yfir sér. — Þvaður! Bölvað bull! segir hann hryssingslega. Hann strýkur hendinni yfir borðið, eins og hann vilji þurrka burtu þessa mínútu, sem var nærri búin að ná hon- um. En augnablikið hefur hann brotið af sér með beiskum orðum. Og hann heldur áfram: — Mig varðar ekki baun um slíka bannsetta vitleysu! Og hvað hitt snertir .... þá skaltu bara gera þér lítið fyrir og gleyma því! Nú getur móðir hennar ekki stillt sig lengur. — Þú getur þó ekki neytt barnið til að vera hjá þér, Frans. — Neytt? endurtekur hann háðslega. Nú hefur hann yfirhöndina á ný. — Spurðu hana sjálfa! Spurðu hana hvort hún vilji fara með þér! spurðu hana hvort hún vilji fylgja þér til þíns innan- tóma, asnalega slæpingjalífs! Marion Gaspadi sprettur upp af stóln- um. — Slæpingjalífs! hrópar hún. — Þú talar um slæpingjalíf! Það leyfir þú þér! Líttu heldur í kringum þig! Nei, þú sérð það fráleitt nú orðið.......En ég sá það á augabragði .... það er búið með þig.......Það segir hver lifandi sála að þú ert búinn að vera, alveg útí æsar. Þú getur kannski haldið svona áfram í eitt eða tvö ár enn, en hvað verður svo? Ætlastu virkilega til að barnið dragist með þér niður í svaðið? Malarinn hefur staðið upp þó honum sé þungt um hreyfingar. Hann hefur ekki augun af Maríon Gaspadi, og það brennur eldur úr þeim. — Út! öskar hann allt í einu. — Burt, og það undir eins, burt með þig! Hann hefur knýttan hnefann ógnandi FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.