Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 22
En þegar hún hleypur niður stigann, heyrir hún að faðir hennar hamast á hurðinni. Afar ljóst hár, sem liggur niður á fag- urgráa loðkápu .... það eru fyrstu kynnin sem Kristín hefur af móður sinni. Hún snýr baki við henni og horf- ir út um gluggann. Það leggur frá henni milda angan af ilmvatni. Það verður andartaks þögn. Svo snýr móðir hennar sér við, og um leið flýgur Kristínu ósjálfrátt í hug: Nei! Þetta er ekki móðir mín! Það getur ekki verið hún! Þessi kona er aðeins fáeinum ár- um eldri en ég sjálf! Svo að segja jafnsnemma verður henni litið niður á sjálfa sig, og kvenleg hé- gómagirni hennar segir til sín. Hún hefði átt að skipta um kjól! Og skórnir. .... og stoppað í sokkana. .... Maríon Gaspadi brosir. Mörg ár á leik- sviði hafa kennt henni að brosa. Og hvað skyldi vera henni nær en að leysa vandræði hins fyrsta augnabliks með brosi! En það misheppnast. f fyrsta sinni sér hún dóttur sína! Taugaspenna sú og æsing sem hún hefur verið haldin síð- ustu klukkustundirnar, máir út brosið og breytir því í angurblíðan iðrunarsvip. .... Og þótt hana langi til þess, megn- ar hún ekki að ganga þessi fáu skref til dóttur sinnar, og taka hana í faðm sér. — Kristín! hvíslar hún hljóðlega. — Barnið mitt! Það er eins og röddin leysi upp alla þá beiskju, sem Kristín hefur borið til móður sinnar. Og nú strýkur hönd blíð- lega um hár hennar og enni. Það er sem hlý bylgja renni um huga Kristínar. Hún hefur orðið svo lítillar ástar aðnjótandi. Og þó hefur hana alla ævi þyrst eftir henni, fyrst þegar hún var barn, svo ung stúlka, um tuttugu ára ævi hefur hana hungrað eftir ást. Hún hefur alizt upp í heimi, þar sem þrymjandi raust hefur þaggað hvers- kyns blíðuatlot. Á næsta andartaki falla töfrarnir af henni. Faðir hennar! Hann er lokaður inni þarna uppi! Kristín hörfar eitt skref frá móður sinni. — Þér .... þér megið ekki vera hér! — Þér? Móðir hennar brosir. Kristín starir ráðþrota á hana. — Pabbi getur komið niður þá og þegar! Og þá...... — Og þá hvað? — Hann rekur þig út úr húsinu! æpir Kristín örvingluð. -—• Hann sigar hund- unum á þig! Móðir Kristínar brosir hughreyst- andi en kinkar svo kolli hóglátlega. — Ég veit vel, hvernig hann getur verið. Ég hef orðið að þola það. Og þá vissi ég ekki hvernig ég átti að um- gangast hann! En í dag kem ég sem gestur. Ég kannast við hann! Farðu nú bara upp og taktu föggur þínar saman. Kristín fórnaði höndum eins og til að forðast eitthvað. — Nei! Það er eins og biðjandi angist- aróp. — Ég get það ekki, mamma. Ég get ekki farið svona fyrirvaralaust! „Mamma“ .... í fyrsta sinni hefur Kristín sagt orðið sem Maríon Gaspadi hefur mest þráð að heyra. En í sama bili heyrist ofan af loftinu brestur, líkt og þegar tré brotnar og rétt á eftir er þrammað niður stigann þungum skref- um, eins og þrumuveður nálgist. Fóta- takið nemur staðar utan við dyrnar. Kristín starir selfingaraugum til dyr- anna. Maríon Gaspadi færir sig nokkr- um skrefum fjær og hallar sér upp að gluggakarminum. Hún grípur skjótt úr tösku sinni dós með andlitsdufti, opnar hana og rennir dyftivendinum lauslega yfir andlit sér. Um leið lítur hún til dyranna í spegilinn. Enginn gæti séð eftirvæntingu í svip hennar. Dyrunum er hrundið upp, svo hurðin skellur upp að vegg. Þar stendur faðir Kristínar, mikilúðlegur og ógnandi. Hann er líkastur egndu og særðu villi- dýri. En hann stirðnar upp og starir á konuna, sem stendur við gluggann. Svo lyftir hann stórgerðum höndunum. Þær skjálfa. Hann lætur þær falla á ný, kreppir hnefana, opnar þá aftur. Djúp- ar hrukkur dragast yfir enni hans. Hann áttar sig ekki á því sem hann sér. Hefur hann búizt við gremjulegri konu? Æstri og þrætugjarnri matrónu? Eða veiklulegu gamalmenni? Hann hefur búizt við öllu .... bara ekki þessu. Hún er alveg eins og í gamla daga. Hann þekkir hana aftur, þekkir bros hennar, hann kannast við vaxtarlag hennar, þekkir hvern drátt í andliti hennar. .... Og þó er hún orðin breytt. Hún hefur þroskast. Einu sinni hefur hann átt þessa konu! og hefði getað átt hana enn í dag, ef hann hefði ekki sjálfur.....Hugsanir hans og samvizkubit verka á hann eins og kylfuhögg. Hann lítur niður eftir sjálfum sér, lítur niður á blettótt vinnu- föt sín, á óþvegnar hendur með óhrein- indarendur undir nöglum. Hann veit að hann er órakaður, hefur ekki einu sinni hirt um að greiða sér. Hann skammast sín. — Góðan daginn, Frans! Hann svarar ekki. Þau standa um hríð og stara hvort á annað. — Ætlarðu ekki að bjóða mér sæti, Frans? Hann heyfir sig líkt og hann ætli að andmæla því. Svo gengur hann að borð- inu, dregur fram stól og ýtir honum til hennar. Hún fær sér sæti og brosir góðlátlega. Honum verður litið á granna fætur hennar í fisléttum sokkum. — Ætlar þú ekki að setjast líka, Frans? segir hún. En hann stendur á gólfinu, kyrr og vandræðalegur. — Það er hægra að tala saman, ef setið er. Hann horfir út um gluggann og segir hásum rómi: — Ég veit ekki hvað við höfum að segja hvort öðru! Stundarkorn stendur hann þarna enn, þögull og vandræða- legur, svo snýr hann sér að Kristínu. — Far þú út, segir hann í rómi sem ekki þolir nein andmæli. Þegar hann sér að Kristín hikar og lítur spyrjandi til móður sinnar, endurtekur hann skip- andi röddu: — Út með þig. Kristín ætlar að fara, en móðir henn- ar heldur aftur af henni: — Kristín verður kyr! Hún má gjarna heyra það sem við tölum saman, enda varðar það hana sjálfa mest af öllum! Svo stendur hún upp, leggur langa og mjóa hönd sína með lökkuðu nöglunum á handlegg hans. — Komdu, Frans! segir hún. — Við skulum tala saman eins og gamlir vinir. Hún er nú búin að ná sér eftir fyrstu geðshræringuna og fer að öllu eins og hún væri á leiksviði, þar sem hún verður að neyta allra sinna áhrifa, vit- andi vits. Hún leiðir hann að stól og fær hann til að setjast. Hann gerir það öldungis ósjálfrátt. Hann er eins og bjarndýr, sem leitt er í bandi af litlum fjöileikatrúði. Þau sitja sitt hvoru megin við borðið og horfa hvort á annað. — Þú veizt hvers vegna ég er komin hingað? spyr Maríon. Hún brosir, til að leyna geðshræringu þeirri sem þjáir hana. — Þú hefur ekkert hingað að gera, svarar malarinn hörkulega. — Þú gleymir því, að Kristín er líka dóttir mín! Hann rekur upp hæðnishlátur. — Hér birtist fimmti hluti framhaldssögunnar eftir Hans Ulrich Horster 22 ÉÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.