Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.10.1962, Blaðsíða 9
EIMUR taldi því nauðsynlegt að læra hebresku, og það svo vel, að ég gæti þýtt Jobsbók eftir sjálfum Massóratextanum. Þá gat ég valið á milli lesháttanna, — og kom- izt inn í hugarheim hebreskra hugsuða, það var mér fyrir miklu. Og hvenær laukstu svo við þessa gerð? Það var árið 1954. Þá hafði ég lokið við tvö handrit. Ég nefni þau aðra gerð. Ég hafði borið undir prófessor W. F. Albright í Baltimore nokkur atriði og fengið skýr svör. Annað þessara hand- rita geymir Manitopa-háskóli meðal fágætra bóka, en hitt fór ég með til formanns Húnvetningafélagsins, Hann- esar Jónssonar, fyrrv. alþ., því að út- gáfa hafði komið til orða. Hann sýndi dr. Jóni Jóhannessyni og fleirum hand- ritið. Árangurinn varð sá, að félagið vildi styðja útgáfuna, ef biskupinn legði blessun sína yfir textann. Þá var Ásmundur Guðmundsson nýtekinn við embætti. Hann vísaði mér á sr. Guð- mund Sveinsson og vakti áhuga hans á efninu. Það varð mér til mikils happs. Ég las handritið yfir og sendi svo síra Guðmundi Sveinssyni kaflana smátt og smátt. Hann — þessi gáfaði og ná- kvæmi vísindamaður las þessa marg- umbættu þýðingu yfir og bar saman við hebreska textann. Hann benti mér á fjölmargt, sem betur mátti fara og ég tók allar athugasemdirhans til greina. Allt þetta gerði hann án endurgjalds. Upp úr þessu varð það, sem ég kalla þriðju gerð. Hún er svo að eitthvað sé nefnt bragrétt frá upphafi til enda, svo að þar er hvergi atkvæði of eða van. En hvaða þýðing var það, sem þú afhentir Háskóla íslands að gjöf á 50 ára afmæli hans? Það voru spekiritin, Jobsbók og Pre- dikarinn þýdd í heilu lagi, en valdir kaflar úr hinum. Eru spekiritin í ljóðum? Já, góði minn, þau eru sett fram í ljóðum. Og þar skyldu menn athuga að Semítar ríma saman hugsanir, en Vesturlandamenn hljóð. Ég hef leyft mér að kalla semitíska rímið þankarím. Ég skal segja þér, hvernig einkenni þess eru; temað er sett fram í fyrstu braglínu, en variationin í annarri brag- línu. Ég skal nefna þér dæmi: Minning hans máist af landinu og nafn hans er numið af jörðinni. Og svo er metrumið þeirra mjög sér- stætt, mjög breytilegt. En út í þá sálma skulum við ekki fara nú. Það er of flókið. Ásgeir Magnússon tekur heyrnar- tækin rétt snöggvast úr sambandi og þegar hann setur þau aftur upp, nota ég tækifærið og spyr: Hvaða letur er það, sem þú ritar þýðingar þínar á? Það er gotneskt, drengur minn, það sama og á gömlu sálmabókinni. Hérna, líttu á hana. En þú skreytir handritin líka? Gert hef ég það. Stendur þannig á því, að snemma á miðöldum eða jafn- vel fyrr, varð til kredda, sem á miðalda- latínu, var nefnd horror vacuum — eða óttinn við tómið. í ritlistinni gætti hans þannig: að eyður í handritum voru fylltar myndum og skrauti. Smám saman skapaðist af þessu afar fjölbreytt og fögur list, sem lifir fram á þennan dag, þótt ekki sé hún nema svipur hjá sjón. Þá fyrst þótti handritaskreyting takast vel, ef hún — auk þess að fylla eyður — lýsti einhver veigamikil atriði textans, og að sjálfsögðu voru gerðar kröfur til fegurðar. Ég leyfði mér að skreyta þennan helga texta, en fjarri fer því, að það verk sé gallalaust, en þegar aftar dregur í handritinu, fer að koma festa í þessa grein verksins. Ég er þá líklega farinn að finna sjálfan mig. Nú brosir Ásgeir. Segðu mér eitt, fékkstu ekki eitthvað við stjömufræði hér áður fyrr? Við skulum sleppa því. Ég er enginn þúsund þjala smiður. Þeir voru að vísu góðir og gildir á sinni tíð, en nú eru þetta hálfgerðir kynjamenn. Ásgeir Magnússon tekur heyrnar- tækið upp úr brjóstvasa á náttjakkan- um. Hann er fljótur að kippa því úr sambandi. Hann er þegar kominn inn í sinn heim. Svetom. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.