Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Síða 4

Fálkinn - 06.02.1963, Síða 4
séð & heyrt Ungur er hann þessi fangi. Þeir höfðu verið í bófahasar bræðumir og þeir eldri hlupu úr leiknum og skildu hinn litla eftir svona á sig kominn. Það er von hann öskri, anginn litli. Héraðsdómurinn í Slesvig — Holstein — fékk einhverju sinni mál Sígauna nokkurs til með- ferðar. Hann var ákærður fyrir slæman akstur og stefnandi krafðist þess, að hann yrði ævi- langt sviptur ökuréttindum. Kröfu sína reisti hann á þeim rökum, að Sígauninn kynni hvorki að lesa né skrifa. En dómararnir litu öðruvísi á málið. Þeir sögðu: „Sígaunarnir, hafa eins og kunnugt er, sjötta skilningarvitið. Þess vegna álítur rétturinn rangt að svipta Sígauna ökuleyfi, enda þótt hann kunni ekki bókstafina, því að hann getur haft vakandi auga á öllu, sem fyrir ber í umferð- inni og oft og tíðum miklu betur en almennt er. Síminn hringdi hjá lækninum og maður nokk- ur segir æstur: — Komið fljótt, konan mín hefur fengið botn- langabólgu. — Kjaftæði, svarar læknirinn, konan yðar fékk botnlangabólgu fyrir þremur árum og var hann þá tekinn úr henni — og ég veit ekki til að menn fái botnlanga aftur. — Auðvitað ekki, anzar maðurinn óðamála, en þér vitið kannski, að maður getur fengið sér aðra konu? 4 FÁLKINN Glora Swanson er ung í anda þótt hún sé komin langt á sjö- tugs aldur. Stundum leikur hún í myndum fyrir sjónvarp og gef- ur þeim yngri ekkert eftir hvað leik snertir og útlit. Um aldur segir hún: -—■ Mér finnst alltaf þetta kjaftæði um aldur manna hlægilegt, því að í hvert skipti sem ég verð ári eldri, verða aðrir það líka. Og sumir hafa jafnvel þá skoðun, að þegar kona hefur náð ákveðnum aldri, þá sé róman- tíkin í lífi hennar rokin. Ég segi nú ekki annað en það, þá fer hún loks að byrja fyrir alvöru. ★ Fréttamönnum slúð- urblaðanna veitist örð- ugt að afla vitneskju um ástarævintýri Rog- ers Vadims, leikstjóra, enda mun jafnvel nán- um vinum hans reyn- ast erfitt að henda reiður á þeim öllum. En Nathalie dóttur sinni ann hann mjög og gefur sér tíma til að sinna henni. Eitt sinn hringdi hann frá leikhúsinu til hennar, en litla stúlkan ku vera afar afbrýðissöm. Samtalið fer hér á eftir: — Halló, Nathalie, hvernig líður þér? — Alveg ágætlega, Vadim. En hvað það var elskulegt af þér að hringja«iil mín. Hvar ertu? — Ég er í leikhúsinu. — Hvað ertu að gera þar? — Ég er að búa til kvikmynd. — En hvað ertu að gera núna? — Það veiztu vel Nathalie, ég er að hringja. — Hm. Löng þögn. — Og til hverrar? spurði Nathalie. En litla stúlkan var þá ekki nema fjögurra ára. ★ Einstein sat eitt sinn fyrir hjá Sir William Rothenstein. Og segir Rothenstein þessa sögu: „Einhverju sinni sat maður hjá Einstein og virtist hann vera alveg ókunnugur. Hann hlustaði á Einstein grafalvarlegur, en eftir því sem ég gat bezt séð, var Einstein að setja fram einhverjar óreglulegar formúlur eða hugmyndir. Öðru hverju hristi þessi ókunni maður höfuðið og þagnaði Einstein þá, hugsaði sig um og hélt síðan áfram. Þegar ég fór burt í þetta skipti, fékk ég að vita, hver þessi ókunni maður var því að Einstein sagði við mig: — Hann er stærðfræðingurinn minn, hann rannsakar tilgátur, sem ég kem með, og reynir að sannprófa þær. Skilurðu ég er sjálfur heldur lélegur stærðfræðingur.“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.