Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Qupperneq 5

Fálkinn - 06.02.1963, Qupperneq 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. I Trésmiður um þritugt vantar ,, ; herbergi með skáp. Vanur úti 61 landi. Simi 18420. • I Vísir 18. jan. ’63. Send.: Steinunn Ingimarsd. i tJnglingur.öskast i sveit á Suð- j kóm nr. 42 eða 43. Sími 11078. I urlandi. S!mí'i37162. 1 Vísir 7. jan. ’63. Send.: Ægir f. Ellertsson. Lesbók Morgunbl. 26. jan. 63. Sendandi: Jón R. Stefánsson. og meðan hann beið lifláts sins buðu vinir hans honum að hjálpa honum til þess að flýja. Sögðust þeir geta mút- að fangavörðunum og siðan útvegað honum samastað' í Þessalíu. En Súkrates kaus heldur að verja líf sitt og Ivugrakkur tæmdi hann eiturbikarinn, I sem batt endi á göfugusta mannslif sögunnar. Þegar Morgunblaðið 12. jan. ’63. Sendandi: Guðrún Pétursd. Logregluþjónarnir Enskar venjur hafa oftar en einu sinni komið mönnum í bobba. Fyrir rúmu ári brauzt Kenneth Smith út úr fangelsi í Crewe á Englandi. Hann fannst ekki og gat náð í peninga og borgaralegan klæðnað. Síðan fór hann inn á járnbrautarstöð bæjarins og ætlaði að kaupa sér farmiða til Lundúna. En á meðan hann stóð á brautarpallinum og beið eftir lestinni, greip lög- regluþjónn í handlegginn á honum. Lögregluþjóninn Predikarinn og púkinn Gott er að lifa lengi. Ég hélt nú að gott líf væri alltaf nógu langt. Geri gat í eyrun ’ fyrir eyrnalokka. Sárs-, aukalaust. Pantið i síma 3 59 49. 1 , ................ Morgunblaðið: 9. jan. ’63. Sendandi: Aslákur. Reyktir Bringukoilar bústnir og búggí vúggí. Blóuii íslenzkrar kjötmenningar. KJÖIBÚÐ K.E.A. Dagur 12. des. ’2. Sendandi: S. S. IjARNARB WT MUSICA NOVA Circus Vísir 7. jan. ’63. Sendandi: R. S. V. hafði grunað ýmislegt, þegar hann sá manninn taka upp úr vasa sínum sígarettupappír og tóbak, en á sígarettupappírn- um hafði hann lesið skýrt: „Aðeins fyrir fanga hennar há- tignar.“ Kaffihúsin Hann kom inn á eitt af þess- um nýtízku kaffihúsum og fékk sér einn kaffibolla, með- alsterkan. Kaffimaskínan hamaðist og loksins kom kaffið og ung frauka setti bollann fyrir framan hann. Hann bragðaði á kaffinu en spýtti því óðar út úr sér aftur og sagði við fraukuna: — Heyrið þér, kaffið er ekkert nema korgur. Hvað á það eiginlega að þýða? — Hef ekki hugmynd um það, ljúfurinn, ég er ráðin hér sem afgreiðslustúlka en ekki sem spákona. Arkitektarnir Við eigum oft í eríiðleik- um við arkitektana, en þeir eiga nú líka oft í erfiðleikum með okkur. Þannig var það, að einn af kaupsýslumönnum þessarar borgar bað arkitekt að koma á sinn fund. Hann ætlaði að fara að reisa hús rétt utan við borgina. En arkitektinum gekk dálítið erfiðlega að skilja hvernig hann vildi hafa húsið, Loksins spurði hann í örvæntingu: — Getið þér gefið mér ein- hverja ákveðna hugmynd um, hvernig þér viljið að húsið líti út? — Ójú, anzaði kaupsýslu- maðurinn, húsið þarf einmitt að vera í stíl við gamla hurð- arhúninn, sem konan mín keypti í Feneyjum í fyrra sumar. Verzlunin Svo er sagt ,að verzlun ein hér í bæ, láti afgreiðslufólkið bóka hvers vegna tilvonandi viðskiptavinir fari út úr búð- inni án þess að kaupa. Einn daginn kom gömul kona og leit á svartan klæðnað á sjálfa sig en keypti ekki neitt. Þá var bókað: „Konan skoðaði svartan klæðnað. Keypti ekk- ert. Eiginmaður hennar er ekki dauður enn.“ DONIMI Gömlu deilurnar milli norðurs og suð- urs, austurs og vest- urs, eru enn við lýði. Nú kallast þær bara bridge. íþróttamyndin Hann var að leika golf og á eftir honum kom maður sem dró dívan — já heilan dívan á hjólum. Dívaninn var hlað- inn golfkylfum og kúlum. Það var þess vegna ekki svo und- arlegt, þótt annar golfleik- ari spyrði hann: — Af hverju læturðu strák- inn draga dívan? Og hvað borgar þú honum fyrir hring- inn? — Þetta er sko enginn vana- legur vikapiltur, svaraði hinn, þetta er sálkönnuðurinn minn. sá bezti Saga þessi gerðist, þegar ástandx'ð var i algleymingi. Lögreglufulltrúinn sat á skrif- stofunni sinni, þegar síminn hringdi. — Halló, þú getur víst ekki reddað mér, ég er í ógur- legum vandrœðum, nefnilega kœrastinn minn er horfinn og ég veit ekkert hvað af honum hefur orðið. Við hittumst á Borginni fyrir hálfum mánuði, og ég varð svo skotinn, að ég bara get ekki . . . bara get ekki . . . — Munið þér númerið á herdeildinni hans? — Nei, en það voru þrjár strípur á hægri handleggnum á honum. Hann var svo herðabreiður! Hann er Kani. — En getið þér þá sagt mér hvað hann heitir? — Nei, því er nú ver og miður, en ég mundi sjálfsagt kannast við nafnið ef ég heyrði það aftur. VÍSNAKEPPNI FÁLKANS Enn er tækifæri til þess að senda botna við síðasta fyrripart. Okkur hafa þegar borizt nokkrir og eru sumir þeirra góðir. Sýnið snilli ykkar. Sendið strax í pósthólf 1411 botna. Siðasti fyrripartur hljóðaði: Aldrei sína blíðu bauð bölvuðum erkiklaufum. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.