Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Side 16

Fálkinn - 06.02.1963, Side 16
I I öllum löndum og á öllum tímum haía menn reynt öll meðul og ráð til þess að öðlast ást hans eða henn- ar sem hugurinn stóð til. Fyrir örfáum árum græddu t. d. tveir náungar í París stórfé á að selja ástar- drykk, sem búinn var til úr drykkjarvatni og litar- efm! ÁST OG ORKIDEUR Baráttan fyrir ástarhamingju er jafn- gömul mannkyninu, og allt frá fyrstu tíð hafa menn beitt hinum margvísleg- ustu ráðum til þess að öðlast hana. Þeg- ar betur er að gætt, þá er ekki að undra þótt menn í öllum löndum og á öllum tímum hafi verið iðnir og hugkvæmir í leit sinni að meðulum og ráðum til þess að öðlast óskipta ást hans eða henn- ar, sem hugurinn stóð til. Næst á eftir sultinum er ástin sterkasta frumhvöt mannsins og það sem heldur allri hinni undarlegu hringrás lífsins gangandi. Ástin lyftir okkur upp á efstu tinda hamingjunnar, — en hún getur líka varpað okkur niður í regindjúp örvænt- ingarinnar. Gamall og gráskeggjaður maður kom fyrir nokkrum árum í lyfjaverzlun á Norður-Sjálandi. Hann var bersýnilega mjög taugaóstyrkur og spurði eftir lyfjafræðingnum. Þegar hann kom á vettvang hvíslaði öldungurinn að hon- um erindinu: Konan hans hafði yfirgefið hann eftir 47 ára hjónaband og allar tilraunir til þess að fá hana til sín aftur höfðu misheppnazt. Þess vegna sá hann aðeins eina lausn á málinu. Hann bað um að fá fyrir krónu af hinum sjald- gæfa ástardrykk, sem hann hafði heyrt svo mikið látið af.... Þetta litla broslega atvik sýnir, að trúin á töframátt ástarlyfja er engan veginn úr sögunni á okkar öld. Frá öðr- um löndum hafa einnig heyrzt sagnir svipaðs eðlis. f minningabókinni „San Michele“ nefnir sænski rithöfundurinn og læknirinn, Axel Munthe, lyfjabúð í Neapel, sem veitti viðskiptavinum sín- um alveg sérstaka þjónustu með því að framleiða og selja ástardrykk. Fram- leiðsla hans var fjölskylduleyndarmál — og eftirspurnin var gífurleg. 1950 var frönsk stúlka ákærð fyrir að hafa byrlað elskhuga sínum eitur, sem hún hafði látið í Cherry-glas. Hún skýrði frá því grátandi í réttinum, að hann hefði verið farinn að gerast henni fráhverfur. Hún hafði haft æ ofan í æ spurnir af því, að hann hefði leitað til annarra kvenna. í neyð hjarta síns tók hún að leita að uppskrift að ástardrykk og fann hann í ævagamalli skræðu. Drykkurinn innihélt meðal annars klor- hydrat! Hún ætlaði sem sagt að vinna ástir hans aftur .... en drap hann í staðinn. Fyrir fáum árum síðan voru tveir skálkar í París sektaðir um 10.000 franka fyrir að hafa selt gífurlegt magn af ástardrykk. Þeir kölluðu sig „alþjóð- lega líffræðinga“ og auglýstu lyf, sem átti að veita mönnum ómótstæðilega persónutöfra. Lítil tilraunaflaska kost- aði „aðeins“ 60 krónur, en ofurlítið stærri flaska 100 krónur. En ef viðskipta- vinir vildu gera verulega góð kaup, þá 16 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.